Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 1
16. tbl. Sunnudagur 28. apríl 1957 XXXII árg. Sigurbjörn Einarsson prófessor: REISN EÐA HRUN I. „RAUNVERULEGT frelsi, eins og vér skiljum það orð, getur ekki þrifizt án trúar. Ef skorið er á rót- ina, visnar blómið og deyr Og rót lýðræðisins, rót vorrar frjálsu menningar, er trú vor á Guð, á kristindóminn. Ef vér skerum á rótina, deyr blóm lýðræðisins og menningarinnar“. Þannig komst Ole Björn Kraft, hinn kunni danski stjórnmálamað- ur og fyrrverandi utanríkisráð- herra, að orði í ræðu á fundi Ev- rópuráðsins í októbermánuði næst liðnum. Og hann sagði ennfremur: „Þjóðir vorar sjá nauðsyn nýrra lífernishátta. Sú tilfinning vex, að hinn andlegi heimur sé ekki síður mikilvægur en hinn efnislegi og að siðgæðisleg endurfæðing geti ein bjargað Vesturlöndum. Þetta er engin stjómmálastefnuskrá. Það er eggjan til hvers og eins um að lifa lífinu samkvæmt því, sem hann veit réttast, að gera trúna að lifandi krafti í lífi þjóða vorra. Það er hægt að verja með vopnum rétt- inn til þess að velja sér þjóðskipu- lag, mannfélagshugsjón. En það er ekki mögulegt að berjast við hug- Sigurbjörn Einarsson prófessor. sjón með vopnum. Hugsjón verður aldrei sigruð nema með hærri hug- sjón“. Þessi orð em ekki greind hér vegna þess út af fyrir sig, að þau eru athyglisverð. Ekki heldur vegna þess, að þau eru flutt a£ mætum manni á virðulegum vett- vangi. Það er í sjálfu sér gott og blessað, en þótt orð séu til alls fyrst, þá vantar heiminn margt annað fremur en að heyra meira eða minna sjálfsagða hluti sagða vel og réttilega á háum stöðum við hátíðleg tækifæri. En þessi hug- vekja var ekki flutt af neinu slíku tilefni, er krefðist hennar sem til- bærilegrar eða hagkvæmrar kurt- eisi. Hún hefur að bakhjarli hug- hvörf, sinnaskipti, sem ræðumaður hefur tekið, en þar er aftur á bak við hreyfing, sem hefur á undan- förnum árum farið víða um lönd, sáð áhrifum sínum og náð marg- víslegum ítökum. Snemma á þessu ári var haldin ráðstefna í Strassborg í sambandi við þing Evrópuráðsins. Ráðstefn- an var haldin að frumkvæði manna, sem hafa skipað sér undir merki þessarar hreyfingar og hana sóttu stjórnmálamenn, þingmenn og ráðherrar, frá níu Evrópulönd- um. í ályktun, sem ráðstefnan sendi frá sér, segir svo: „Á þessum dimmu dögum finn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.