Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 7
Sumar sólir hafa sprungið. Nokkrar „supemóvur“ eru enn bjartar eftir mörg ár. En aðrar hrörna, hafa geislað sér út að hálfu leyti á tveimur mánuðum, líkt og sum geislavirk efni. Mestar líkur em til þess að sprengingin hafi skapað óhemju af geislavirku efni — alveg eins og kjarnorkusprengj- urnar. Hér bíður stjörnufræðinnar eitt af stærstu verkefnum hennar, en þar koma fleiri vísindi til greina, svo sem litsjárfræðin, kjamorku- fræðin, rafeindafræðin og fleiri, og allar verða þær í félagi að hjálp- ast að því að leysa hina miklu ráðgátu. „ÚTVARP“ FRÁ STJÖRNUNUM En það er fleira furðulegt í stjörnuvísindum. Fyrir mörgum árum var eðlisfræðingur nokkur, Jansky að nafni, að rannsaka hvað- an útvarpstruflanir kæmi. Hann hafði mjög nákvæmt útvarpstæki, og í því komu fram ýmis hvæsandi hljóð, sem ekki var hægt að rekja til venjulegra útvarpstruflana. Og eftir nokkurn tíma komst hann að þeirri niðustöðu, að þessar útvarps- tmflanir kæmi frá stjÖrnunum! Þá hófust þau vísindi, sem nefnd em „radio astronomy". En það var þó ekki fyr en 1946 að menn höfðu fengið tæki í hendur til þess að rannsaka þessa geimgeisla. Nú vitum vér um mörg hundruð staði á hinmi, sem senda frá sér slíkar radio-bylgjur. Sumt em þetta sólir, líkar vorri sól, en sumt eru vetrarbrautir í mikilli fjarlægð. Merkilegasti staðurinn er ef til vill hið mikla vetnisský í vetrarbraut vorri, en þaðan koma rafbylgjur með 1420 „megacycles“ tíðni, eða bylgjulengd um 8 þumlunga. Hver skyldi hafa trúað því fyrir noklurum ámm að hingað bærust rafbylgjur utan úr geimnum? Og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hver skyldi hafa trúað því, að tveir eðlisfræðingar, annar í Hollandi, hinn í Bandaríkjunum, hefði sam- tímis komist að þeirri niðurstöðu, að vetnið í geimnum gæti sent frá sér rafbylgjur með 21 cm. bylgju- lengd, farið að leita þeirra og fund- ið þær? Nú hefir víða um heim verið komið upp miklum rannsókna- stöðvum til þess að athuga þessar „sendingar" utan úr geimnum. ÆVINTÝRIN ALLT í KRINGUM OSS Það er satt sem sagt hefir verið, að einhvern tíma kemur að því að menn geti ferðast út fyrir jörð- ina. En slík ferðalög hljóta að verða mjög takmörkuð. Hægt væri að komast til tunglsins á einum degi og til Marz á átta mánuðum. En ef vér ættum að ferðast til næstu stjörnu utan við sólhverfið. þá mundi það ferðalag standa í 100.000 ár. Jafnvel þótt vér hefð- um farartæki, er færi 100 sinnum hraðara en hljóðið, þá mundum vér vera 10.000 ár á slíku ferðalagi. Þess vegna er það, að eina sam- bandið sem vér getum haft við fjarlæga himinhnetti, fæst með ljósbylgjum þeim og rafbylgjum, er þeir senda frá sér. En þótt slík- ir geislar sé hraðari í ferðum en nokkuð annað, þá hafa þó sumir þeirra verið á leiðinni um miljónir eða jafnvel biljónir ára. Með nokk- urri þekkingu á stærðfræði og vís- indum getum vér skilið þessar dásamlegu kveðjur. En til þess að fá nokkurn skilning á því hvað vísindi eru, er ekki nauðsvnlegt að vera vel að sér í stjömufræði, heldur að skilja hvað er að gerast hér umhverfis oss á jörðinni. Ævin- týri vísindanna blasa þar hvar- vetna við oss. Þú vaknar á morgnana við hring- ingu í rafma gnsklukku, sem er 243 samstillt öllum öðrum klukkum í landinu, jafnvel um allan heim. Sú samstilling fæst með töfrum víxl- straums í orkuleiðslum vorum. Töfrar? Já, hugsaðu þér þennan víxlstraum, sem kemur eftir vír- um, er hanga í einangrurum á staurum á götunni. Þangað kemur hann frá spennistöð, sem breytt hefir hærri spennu í lægri. Til spennustöðvarinnar kemur hann eftir háspennulínum frá raforku- verinu, en það vinnur strauminn úr vatni! Ef til vill brennir orku- verið kolum eða olíu, og þá er það önnur höfuðskepnan, eldurinn, sem veitir oss strauminn, þessa ný- tízku orkulind, sem nefnist raf- magn. Hugsið um hve marga hug- vitsmenn, vélfræðinga og vísinda- menn hefir þurft til þess að koma slíkri uppgötvun í framkvæmd, Hugsið um Michael Faraday, sem vafði vír utan um segul og fann að straumur leiddist eftir honum. Þannig hefst ævintýri vísind- anna um leið og vér vöknum á morgnana. Svö förum vér á fætur, klæðum okkur í nærbuxur úr næl- on, og förum í skyrtu úr dakron eða orlon-efnum, sem gerð eru úr lofti og vatni og kolum! Þarna hefir svo að segja ræzt draumur gullgerðarmannanna fomu, sem heldu að hægt væri að breyta blýi í gull! Svo snæðir þú morgunverð, og það er enn eitt ævintýr. Á borð- um eru fæðutegundir, sem komnar eru hálfan heiminn kring. Og á meðan þú snæðir, lestu blaðið með nýustu heimsfréttum — þar er sagt frá atburðum er gerðust í gær víðsvegar um heim og þeim fylgja ef til vill myndir, sem sendar hafa verið í loftinu frá fjarlægustu stöð- um. Síðan stígur þú upp í bílinn þinn, og það er ef til vill mesta ævintýrið. í honum eru saman Framh. á bls. 250.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.