Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 10
S46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS andi og litskrúðugt. Svo mikil grózka var í þessum blómagróðri, að menn slitu upp blómin án þess að fara af baki. Það var einkenni- leg sjón að horfa til baka yfir lest- ina og sjá menn og hesta alla blómum skreytta". Segir svo ekki af ferðum þeirra fyr en þeir voru komnir vestur úr fjöllunum þangað sem kallast French Creek. Þar fundu þeir gull. Fiskisagan flaug óðar og þegar í stað tóku að streyma þangað ævintýramenn, sem ætluðu sér að verða ríkir á svipstundu. Indíánar töldu þá að þeir hefði verið sviknir í tryggðum og gripu til vopna. Aðalhöfðingi þeirra var kallaður Crazy Horse. Þeir réðust á Custer hershöfðingja og menn hans þar sem heitir Little Bighorn. Tókst þeir hin harðasta orusta. Þar féll Custer og 241 maður úr liði hans. Indíánar drápu einnig fjölda gullnema, og veit sjálfsagt enginn tölu þeirra. Árið 1887 fannst á fjalli skammt frá borginni Speerhead ferhymd flaga úr gulum sand- steini. Þegar farið var að athuga hana betur, kom í ljós að eitthvert krot var á henni, og var það læsi- legt þegar hún hafði verið hreins- uð. Sá sem risti letrið segist heita Ezra Kind og hafi þeir farið sjö að leita að gulli og fundið, en nú hafi Indíánar drepið hina sex. Indíánar hafi einnig náð öllum hestum þeirra. Og svo lýkur áletr- uninni með þessum orðum: „Eg hefi misst byssuna mína, er mat- arlaus og Indíánar eru á hælum mér“. Árið 1877 var uppreisn Indíána barin niður og friður kominn á aftur. Þeim var fengið land hjá Pine Ridge og þar hafa þeir átt heima síðan, nema hvað þeir hafa á seinni árum sótt til borganna í Dimmaf j allgarði og eiga því heima í fjöllunum, þar sem guðinn hafði áður bannað þeim að vera. Þeir eru heldur vanstiltir og sagt er að úr þeirra hópi sé 35% af öllum föngum í Suður Dakota. Dimmi- fjallgarður hefir nú verið gerður að friðlandi og þar er hver þjóð- garðurinn við annan. Indíánar þykjast þó eiga fjöllin enn, eins og sést á þessari sögu: Ungur Indíáni, Sam Brave Bear, var dæmdur í Pollock fyrir að brjóta lög hvítra manna. Þegar honum var lesinn dómurinn, sagði hann við dómarann: „Eg skulda ykkur 25 dollara en þið eigið eftir að borga Dimmafjallgarð. Þegar þið hafið borgað hann, skal ég greiða ykkur þessa 25 dollara". Það var all mislitur hópur ævin- týramanna og misindismanna, sem streymdi til Dimmafjallgarðs á fyrstu árunum eftir að gull fannst þar. Og margar sögur af gullæðinu vestra og úr „vilta vestrinu“ eru þaðan. Ekki eru þær þó allar sann- ar, heldur hreinar og beinar ýkju- sögur og skáldsögur. Þar á meðal er sagan um Deadwood Dick, sem aldrei hafði verið til, en varð mjög nafnkunn söguhetja. Síðan árið 1924 hefir borgin Deadwood, sem er norðan undir fjöllunum, haldið þjóðhátíð á hverju ári til þess að minnast gullnemanna og fyrstu landnemanna. Fer þá fram sýning á því hvernig umhorfs var á þess- um slóðum 1876. Og þegar fyrsta hátíðin fór fram, þótti mönnum svo sem sjálfsagt að Deadwood Dick kæmi þar fram. Var þá náð í mann, sem hét Richard Clark til þess að leika hann. Þótti hann nógu aðsópsmikill og vígalegur þegar hann var kominn í gull- nemabúning, og upp frá þeirri stundu er hann Deadwood Dick í augum almennings, og hefir gert hann frægari en höfundur sögunn- ar hefír nokkuru sinni getað látið sér til hugar koma. Nú er hann að vísu dáinn og hvílir á virðulegum stað á Sólupprásarfjalli (Sunrise Mountain), en fyrir atbeina hans lifir Deadwood Dick og mun lifa, þótt hann hafi aldrei verið til. Á Móríafjalli (Mount Moriah) eru legstaðir nokkurra þeirra, sem nafnkunnir eru úr sögu gullár- anna, og þangað leggja flestir ferðamenn leið sína. Þama hvílir Slysa-Jane, sem var einn að vandræðagripum þeim, er gullæðið skolaði þangað. Ung hafði hún misst foreldra sína og komizt á glapstigu, og hún lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún var gjörn á að slá um sig með kristilegum tilvitnunum, en notaði þær á mjög ókristilegan hátt. En góðar taugar voru þó í henni, því að hún tók að sér að hjúkra sjúkum þegar bólusóttin barst til gullnem- anna. Og þess vegna var það, að þegar hún dó öreiga og einmana ár- ið 1903, þá vildi Deadwood gera eitthvað fyrir hana. Nokkrir gamlir gullnemar fóru á fund meþódista prestsins C. B. Clark og spurðu hvort hann vildi ekki flytja nokk- ur kveðjuorð yfir líkinu í ráðhúsi borgarinnar, því að varla hæfði að bera Slysa-Jane í kirkju. „Hún mun ekki setja neinn blett á kirkju mína“, sagði prestur, „komið með hana hingað“. Og þannig barst það að um síðir að Slysa-Jane kom í kirkju, og samkvæmt eigin ósk var hún svo grafin við hliðina á Wild Bill Hickok í kirkjugarðinum á Móriafjalli. „Það er gott að Bill veit ekkert um þetta“, hvislaði borgarstjórinn að þeim sem voru að moka ofan í gröfina. „Hann mundi ekki hafa þolað það“. Því að Wild Bill þóttist langt upp yfir Jane hafinn. Wild Bill kom frá Kansas 1876 og var þá nafnkunnur fyrir skotfimi sína og skjóta notkun marghleyp- unnar. Hann lék sér að því að hæfa silfurdollar á 25 metra færi. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.