Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 8
244
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
DimmifjalIgarður í
rF LÝSA SKAL landslagi í Suð-
ur Dakota í stuttu máli, má
skifta ríkinu í þrjá hluta: slétt-
urnar miklu að austan og sunnan,
aflíðandi hálsa vestan við höfuð-
borgina Pierre og Dimmafjallgarð
(Black Hills).
Sléttan er marflöt eins og fjala-
gólf og sýnist óendanleg hvert sem
litið er. Þar vottai hvergi fyrir
mishæðum og þar sjást hvorki tré
né runnar, aðeins tilbreytingalaus
flatneskjan. En jarðvegur er þar
mjög frjóvsamur og bændur lifa
þar góðu lífi. Merkilegt er það, að
fjöldinn allur af landnemunum
þarna var kominn frá Noregi.
Fjallabúarnir norsku völdu sér
byggð hér á marflatri sléttunni.
Ólíkari lönd getur ekki en Noreg
og Suður Dakota. Noregur sundur
skorinn af löngum og djúpum
Dimmufjöll eru víða mjög sundur tætt
og myndast þar drangar og klettaborg-
ir, sem mest líkjast gríðarmiklum
turnum.
fjörðum inn á milli brattra og
skógi vaxinna fjalla, en Dakota
marflöt slétta, þar sem ekkert
hvílir augað. í Norður Dakota er
landslag eins, og þangað sótti
fjöldi íslenzkra landnámsmanna
og einnig norskra. Viðbrigðin
hljóta að hafa verið mikil, og senni-
lega hefir heimþráin verið þar
einna viðkvæmust. En það eru ef
til vill andstæðurnar, sem hafa
dregið Norðmenn og íslendinga á
þessar slóðir. Þeir höfðu horfið
frá iirjóstugum löndum, þar sem
ræktunarskilyrði voru erfið, en hér
mátti rækta allt og moldin var
gjöful og góð. Sléttan hefir og sína
töfra, þegar hún er öll eins og „lif-
andi kornstangamóða“, eða eins og
Einar Benediktsson kvað:
í undursjón við auga hlær
hið óþrotlega reginhauður,
þar Vestursléttan voldug grær
svo vítt og breitt sem óskin nær;
en vafurloginn leikur rauður
um akra og eng til hverrar handar.
í háum öxum sumrið andar;
þau svigna og rísa í breiðum bogum
sem bylgja gangi á djúpum vogum.
Hér á þó ekki að lýsa sléttunni,
heldur segja nokkuð frá Dimma-
fjallgarði, sem er á landamærum
Suður Dakota og Wyoming. Nafnið
er villandi, en það er komið af þvi,
að Indíánar kölluðu þessi fjöll
„Paha Saba“, en það þýðir sama
og Dimmifjallgarður. Þetta eru
hæstu fjöllin í Norður Ameríku
austan Klettafjalla. Hæstu tind-
arnir eru Harney Peak (7247 fet)
og Bear Butte (4426 fet). Það er
álit jarðfræðinga, að fjallgarður
Dakofa
Skrattaturn er þessi mikli stuðlabergs-
drangur nefndur. Hann er í Wyoming,
rétt vestan við f jöllin, og þangað koma
um 100.000 manna á hverju ári til að
sjá hann. Árið 1906 kom Theodore
Roosevelt forseti þangað og hann varð
svo hrifinn af klettinum að hann helg-
aði hann sem „þjóðarminnismerki“ og
var það hið fyrsta í sinni röð. Síðan
hafa margir staðir verið friðlýstir.
þessi, sem er um 150 km á lengd,
hafi orðið til við eldsumbrot neð-
anjarðar. Eldurinn hafi ekki náð
framrás, en lyft landinu upp á
þessu svæði og þar hafi myndast
gríðarleg dyngja. Efstu jarðlögin
hafi síðan eyðst og horfið, en eftir
hafi staðið gostappamir og þannig
sé þessi hrikalegu fjöll til orðin.
Þar eru víða sundur skorin kletta-
belti þar sem granítið teygir trölla-
fingur hátt í loft upp, og er engu
líkara tilsýndar en að þar rísi hver
reginturninn við annan, og stingur