Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
249
Eisenhower forseti veiðir silung í
French Creek, einmitt á þeim slóðum
þar sem jjull fannst fyrst.
brasað, var eg kominn 25 km frá
náttstaðnum“.
Eitt af því sem hænir ferðamenn
að þessum slóðum, eru skógardýr-
in, sem eru orðin hundgæf af því
að vera friðuð. Þau eru margs kon-
ar, en merkilegastir eru vísundarn-
ir. Talið er að einu sinni hafi verið
50—75 milljónir vísunda í Norður
Ameríku, og Indíánar segja að
„slétturnar hafi verið þaktar af
þeim“. En svo var farið að brytja
vísundana niður og 1889 var svo
komið að dr. William T. Homaday
telur að þá hafi ekki verið eftir
nema svo sem 1000 vísundar. Þá
voru þeir friðaðir og eiga sér nú
mörg friðlönd í álfunni. Um 1200
eru í Custer State Park í Dimma-
fjallgarði, og fjölgar þeim óðum.
Menn hafa komizt að raun um að
þeim fjölgar örast ef ekki er nema
einn tarfur handa hverjum tíu
kúm. Törfum er því slátrað árlega
og kúm líka, því að landrými ez
takmarkað og er selt kjöt af þeim
fyrir 75.000 dollara á ári.
Ferðamönnum er ráðlagt að eiga
ekki mikið við nautin, því að þau
geta verið hættuleg. Ekki munu
þau þó ráðast á bíla, en þau eiga
það til að þvergirða vegi svo að
bílar komast ekki leiðar sinnar, og
er þá ekki um annað að gera en
bíða þangað til þeim þóknast að
snauta á burt.
Margar smáár koma ofan úr f jöll-
unum og hefir verið silungsveiði í
þeim. Þangað kom Coolidge forseti
1927 og dvaldist þar um skeið við
silungsveiðar. Hann veiddi ein-
göngu á maðk. Sagt er að nóttina
áður en hann kom hafi verið sleppt
miklu af alifiskum í ána, þar sem
hann átti að veiða, svo að hann
færi þaðan ekki tómhendur. Sum-
arið 1953 eyddi Eisenhower forseti
sumarleyfi sínu í Dimmufjöllum.
Hann veiddi silung á flugu í French
Creek, þar sem gullið fannst fyrst
og gekk vel. Jólatréð hjá Hvíta
húsinu 1955 var úr Dimmufjöllum.
Það var 65 fet á hæð og var 65
ára gamalt.
Árið 1930 kom auðkýfingur
nokkur frá Filadelfíu til þess að
eyða sumarfríi sínu í fjöllunum.
Þar fekk hann silung að borða og
þótti hann svo góður, að hann
keypti þar á og dal til þess að koma
þar upp fiskaklaki í stórum stíl.
Eyddi hann í það milljónum doll-
ara. Er þar nú aðallega ræktaður
regnbogasilungur, enda eru skil-
yrði til þess ágæt, því að vatnið
í ánni er jafnhlýtt sumar bæði og
vetur.
í fyrra voru gerðir út menn til
þess að hafa tal af gömlum Indíán-
xun og taka á segulband frásagnir
þeirra um orustuna hjá Little Big-
horn. Annar þeirra hét John Sitting
Bull (fóstursonur nafnkunns Indí-
ánahöfðingja, sem hét Sitting Bull)
og var orðinn 93 ára; hinn hét Iron
Hail og var 98 ára gamall. Báðir
höfðu þeir verið í orustunni hjá
Little Bighorn í liði Crazy Horse.
Þegar mennirnir komu þarna,
var John Sitting Bull dáinn fyrir
fáum dögum. En þeir náðu í Iron
Hail og Alice konu hans, sem var
þá 79 ára. Og Iron Hail lýsti fyrir
þeim orustunni þar sem Custer hers
höfðingi fell og 240 menn úr liði
Þetta er frummynd af minnismerki Indíana og tuikar Indíánahófðingjana
Craay Uors* þeysandi á gæðingi línuse.