Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 MELA-MANGA IVESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU er sveit ein, er Meðalland heitir. Miðsvæðis i sveitinni var forðum daga landnámsjörðin Skarð. Sú jörð er fyrir löngu horfin úr tölu bújarða, vegna sandfoks. Og þau hafa orðið örlög fleiri jarða á þeim slóðum, að hafa ýmist afmáðst, eða beðið tjón af sand- ágangi. Á þessu sandsvæði hefir svo ekki annar gróður fest rætur, en melstöng. En hún er þar í allríkum mæli. Og þar sem melstöngin vex, þar myndast hinir svonefndu melkollar (sand- hólar). Að einu leyti eru melkollarnir ólíkir öðrum mishæðum þessa lands, þeir sitja ekki kyrrir á sama stað, heldur mjakast stað úr stað. En þeirri náttúru melakollanna verður ekki lýst hér. Það er svona landslag, sem í Vestur-Skafta- fellssýslu er kallað melar. En melar þeir, sem hér er getið heita Skarðsmelar. Nú hagar svo til, að Skarðsmelar eru í miðri sveitinni, og hún — einkum áður fyr — all-fjöl- menn, og þá hefir leið margra legið um þessa mela. Og fram að þessu hefir, auk þess þjóðbraut legið um þá. Það orð hefir lengi legið á, að villu- gjarnt væri á Skarðsmelum. Svo ramt kvað að þvi, að varla þótti einleikið. En svo hagar þar til, að langt er til íjalla, og leiðarmerki engin, þegar út- sýn takmarkast veðurs vegna. Mela- kollarnir hver öðrum líkir. og breyt- ingum háðir, en sandfok afmáir þrá- íaldlega öll spor. Það var því viðsjár- vert villugjörnum mönnum, að leggja á Skarðsmela í dimmviðri. Svo hefir verið frá sagt, að oft hafi það skeð, þá er menn voru einir á ferð, um melana, og eitthvað var að veðri, þá hafi þeir orðið þess varir, að þeir fóru þar ekki einir saman. Nokkuð var það þó með undarlegum hætti. En svo var því háttað að ýmsir urðu þess varir, að fyrir þeim fór kona, nokkuð við aldur. Léttstíg var hún, því enginn sá spor hennar, þótt lausa- mjöll væri á jörð. Að einu leyti samdi kona þessi sig að háttum samtíðar- kvenna. Hún var jafnan með prjóna í höndum og prjónaði án afláts. (En það var altítt, að konur gengu prjón- andi stuttar bæjarleiðir í góðu veðri). Það var augljóst af búningi og hátta- lagi, að það var sama konan, er öllum bar þarna fyrir augu. Um uppruna hennar veit nú enginn, eða hvort henni hefir verið gefið nafn, að kristinna manna hætti, en Mela-Manga var hún jafnan nefnd. Og Skarðsmelar voru hennar heimkynni. Eins og fyr segir, þá var Mela-Manga ávallt með prjóna í höndum, og eins þó veðri væri svo háttað, að aðrar konur hefðu stungið prjónunum í barm sér. öllum sögnum bar saman um það, að hún hafi verið með sokk á prjón- unum. Misjafnlega var sokknum langt komið, er menn sáu Mela-Möngu. Og mönnum sagðist svo frá, að hún hafi aldrei lokið við sokkinn áður en hún tók úr honum prjónana og rakti hann upp. En upprakið vatt hún upp á hnyk- ilinn er hún, þess utan, hafði í handar- krikanum. Svo er hún hafði rakið sokkinn upp, þá fitjaði hún upp á ný. Segin saga var það, er menn höfðu séð Mela-Möngu — sem aðeins var örstutta stund hverju sinni — að þá urðu þeir þess brátt vísari, að þeir fóru villir vegar. Og þá — jafnvel sumir hverjir — komnir ískyggilega nærri Kúðafljóti. Ýmsir hafa litið svo á, að Mela- Manga hafi vilt um fyrir mönnum, og ætlað þeim að fara sér að voða. En engar sagnir eru til um það, að slys hafi hlotizt af, þótt menn hafi villst á Skarðsmelum. Og vegna þess hafa aðrir litið svo á, að hún hafi þarna gegnt því hlutverki að vara menn við að ana áfram í blindni, heldur sjá fót- um sínum forráð. Gera má ráð fyrir að mörgum hafi staðið beygur af Mela-Möngu, og þess vegna síður lagt á melana í tvísýnu veðri að nauðsynjalausu. Svo getur verið að öðrum — er ekki var treyst- andi til að rata, — hafi verið fengnir öruggir menn til fylgdar. Á þennan hátt er líklegt, að Mela-Manga hafi óbeinlínis forðað ýmsum frá að villast á Skarðsmelum. Líklega hafa engir núlifandi menn séð Mela-Möngu, en sannorðir menn hafa verið bornir fyrir því, að frá- sagnir af henni séu ekki úr lausu lofti gripnar. Margt hefir tekið breytingum hér á landi hin síðari ár, þar á meðal ferða- lög og farartæki. Þá hefir síminn sparað mönnum margt sporið, við ýms- an erindrekstur. Og símalínur eru víða góður leiðarvísir. Svo skal þess getið, að í umhverfi Skarðsmela hafa verið reistar sand- græðslugirðingar. En hefðu þær verið komnar ó dögum Mela-Möngu þá hefði einhver getað áttað sig eftir þeim. Að lokum er svo rétt að geta þess, að heyrst hefir að Meðallendinga dreymi um, að með nútíma þekkingu og tækni, muni sandfokið verða heft, á fyrrnefndum melum. Og fari svo, er hugsanlegt að Skarðslönd geti orðið það er þau voru sögð hafa verið á dögum Eysteins digra: Meðallönd. E. R. C_-<''Ö®®®G^—9 Hefnd Tutankhamen AF 33 MöNNUM, sem voru við þegar gröf egypzka konungsins Tutankham- en var opnuð 1922, eru nú aðeins tveir á lífi. Annar þeirra er J. O. Kinnamon og á heima á Long Beach í Kaliforniu, en hinn er enski læknirinn James Charlton Hollenbeck, sem nú er 62 ára að aldri. Carnavon lávarður, sem stjórnaði leiðangrinum, andaðist úr óþekktri lömunarveiki fimm mámiðum eftir að hann opnaði gröfina. Innan 9 mán- aða voru 8 leiðangursmenn aðrir látn- ir úr sömu veiki. Seinna hafa 22 af leiðangursmönnum dáið á sama hátt. Þessir tveir, sem eftir lifa, hafa báðir fengið lömunarveiki, en réttu við. Hollenbeck segir að allar rannsóknir lækna á þessari veiki, hafi verið fyrir gíg og þeir hafi ekki fundið neina orsök til hennar. Blaðamaður átti nýlega tal við Holl- enbeck og minnti læknirinn þá á að- vörunina, sem stóð yfir dyrum graf- hýsis Tutankhamen: „Bölvaður sé sá, sem raskar grafarró Faraós. Sá, sem brýtur innsigli þessarar grafar, skal deya úr ókenndum sjúkdómi". Vísindamenn hafa hæðst að því, að menn hafa haldið, að þessi hótun hafi orðið að áhrínsorðum. En Hollenbeck læknir er á öðru máli. Hann sagði: „Það sem maðurinn trúir, og trúir á statt og stöðugt, hefir vald yfir hon- um“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.