Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 14
250
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hans. Og nú er segulbandið með
þessari frásögn geymt í skjalasafni
Bandaríkjaþings. ÞaS voru seinustu
forvöð að ná í Iron Hail, því að
hann dó nokkrum vikum seinna.
Það er nokkuð einkennilegt að
hugsa sér, að ekki skuli vera nema
mannsaldur síðan að Dimmifjall-
garður var ókunnugt land og þar
átti enginn maður heima. Svo kem-
ur gullæðið, Indíánar rísa upp til
að verja réttindi sín gegn hvítum
mönnum og blóðugir bardagar eru
háðir um þetta eyðiland. Og tveir
Indíánar af þeim, sem tóku þátt í
orustunum, deya ekki fyrr en í
fyrra.
Breytingamar, sem orðið hafa á
þessum tíma eru ótrúlegar. í fjöll-
unum, þar sem enginn maður mátti
eiga heima, hafa nú risið upp borg-
ir og bæir og ferðamenn streyma
þangað hundruðum þúsunda sam-
an á hverju ári. Indíánar hafa
gleymt boðum feðra sinna og hafa
streymt til fjallabyggðanna. Um
3000 þeirra hafa t. d. sezt að í Rapid
City og vinna þar daglaunavinnu
hjá hvítu mönnunum, sem voru
svamir óvinir þeirra fyrir einum
mannsaldri. Og vísundarnir, sem
vom helztu veiðidýr þeirra áður,
ganga nú þama um friðhelgir fyrir
augum þeirra. Vísindin heldu
þama innreið sína 1935, því að þá
hóf sig til flugs þar loftbelgurinn
„Explorer 11“ með tveimur mönn-
um og komst hærra í loft upp en
nokkur annar mannaður flugbelg-
ur hefir komizt. Hann komst í
72.395 feta hæð og sveimaði þar í
klukkustund og 40 mínútur. Vís-
indaiegur árangur af þessari ferð
varð meiri heldur en menn geta
enn gert sér fyllilega grein fyrir,
því að á athugunum þessara
tveggja flugmanna hafa að miklu
leyti byggst framfarir í háloftsflugi
og einnig útreikningar þeir, sem
treyst er á um að hægt sé að koma
gerfihnetti út fyrir jörðina.
Og í staðinn fyrir gullæði er þar
komið úraníumæði, því að úraníum
fannst þar í fjöllunum 1951, og nú
hafa menn keppzt um hver við
annan að útvega sér Geiger-mæla
og ferðast með þá fram og aftur
um fjöllin í fótspor gömlu gullnem-
anna, sem ekki höfðu hugmynd um
að neitt væri til dýrmætara en
gull.
— Vísindin
Framh. af bls. 243.
komin tæki, sem hugvitsmenn í
flestum greinum vísinda hafa
fundið upp.
Og eftir því sem á daginn líður
muntu reka þig á fleiri og fleiri
ævintýr. Þota flýgur yfir höfuð
þér með miklum dyn, og það minn-
ir þig á að nú er mikið rætt um
fjarstýrð flugskeyti og gerfihnetti,
sem sendir verða út fyrir gufu-
hvolf jarðar.
Þú lest um það, að hópur vís-
indamanna hafi farið til Rússlands
og rætt við vísindamenn þar um
kjamorkuna, og allir hafi orðið
sammála um hvernig bezt sé að
framleiða hana. Þetta er óbrigðult
merki þess, að vísindin eru alþjóð-
leg og sannleikur þeirra sigrar. Vér
erum ekki sammála um skoðanir
Karl Marx, en enginn ágreining-
ur er um skoðanir þeirra Newtons
og Einsteins. Engin einvaldsstjóm
getur bælt niður sannleik vísind-
anna. Rússneska stjómin hampaði
kenningum Lysenkos og lögfesti
þær. En það vom falskenningar og
nú em þær dauðar. Stjórnmála-
menn geta ekki hamlað framsókn
vísindanna. Það var reynt í Banda-
ríkjunum. Menn heldu að hægt
væri að halda kjarnorkuvísindun-
um leyndum. Mann gleymdu því,
að vísindamenn í öðrum löndum
gátu lagt sömu spumingar fyrir
náttúmna og fengið svar við þeim.
En ævintýmnum er ekki lokið
með þessu. Þú ekur fram hjá
berklahæli, sem áður var yfirfullt
en nú eru þar ekki nema nokkrir
sjúklingar. Þú ekur fram hjá
holdsveikrahæli, og þar er sömu
söguna að segja. Vísindin hafa unn-
ið sigur á mörgum verstu mein-
semdum mannkynsins. Og svo ber
þig þar að sem verið er að bólu-
setja fólk við lömunarveiki —
sönnun þess, að vísindin era að
sigrast á einum af hinum illu sjúk-
dómum.
Með hverjum deginum sem líð-
ur fjölgar þessum ævintýmm. Og
gott er það er slík ævintýr gerast
með þjóð vorri.
S—^tXWixsxrNj
Skáldskapur
til huglækninga
1 RÍKISSPÍTALANUM [ Filadelfía í
Bandaríkjunum, er nú fariö að hafa
ljóðmælalestur til þess að hressa geð-
sjúklinga, og hefir þetta reynzt svo vel,
að mörgum hefir batnað fyrr en ella
mundi verið hafa. Valin eru til lestrar
kvæði, sem alls ekki geta minnt sjúkl-
inginn á vanlíðan hans. Síðan er talað
um kvæðið við hann frá ýmsum sjón-
armiðum og talið svo smámsaman leitt
að laglegu lífi.
Árangurinn af þessu hefir orðið ó-
trúlega góður, segir í opinberri til-
kynningu 1 „Philadelphia Inquirer". —
Þar var meðal annars sagt frá konu,
sem hafði ósjálfráðar hreyfingar og
talaði ekki nema tóma vitleysu. Eftir
að hafa hlustað á kvæði og útskýringar
þeirra í nokkra daga, tók hún upp
annað háttalag og fór batnandi.
Astæðan til þessa er talin sú að geð-
veila nái ekki til alls sálarlífs manns-
ins. Með ljóðalestrinum og skýringum
þeirra er reynt að ná til hinna heil-
brigðu stöðva heilans. Það er engin
lækning fólgin í þessu, heldur hjálpar
þetta sjúklingnum til þess að átta sig.