Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 8
276 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þefta gerðist í aprílmánuði i TLANTSHAFSBANDALAGIÐ -hL átti 8 ára afmæli og minntist Guðmundur í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra þess með ræðu í út- varpinu (5.) Alþýðusamband Islands fór fram á það við verklýðsfélög, að þau segðu ekki upp kaupsamningum að þessu sinni, því að enn skyldi reynt hver árangur yrði af gerðum ríkisstjórn- arinnar (27.) Mörg félög létu þetta sem vind um eyrun þjóta og sögðu upp (30.) VEÐRÁTTAN í þessum mánuði var hlý en gæftir voru þó fremur stopular í sumum veiðistöðvum. Snjó leysti víðast hvar úr lágsveitum þegar í öndverðum mán- uðinum, og vegna þess að lítill eða engmn klaki var í jörð, kom gróður fljótt upp. Vegir voru lengi illfærir vegna aurbleytu, en flestir fjallvegir voru þó orðnir færir í lok mánaðar- ins. Veturinn kvaddi með 10—12 stiga hita um land allt. Voru tún þá víða orðin græn og brum að lifna á trjám. Farfuglar voru flestir komnir þá og sumir fyrir nokkru. Sumarið heilsaði með dumbungi og regni og var síðan sunnan og suðvestan átt til mánaða- móta. AFLABRÖGÐ voru fremur léleg í mánuðinum og hefir mátt kalla aflabrest í verstöðvum við Faxaflóa. í Vestmannaeyum var vertíðaraflinn orðinn í meðallagi. — Fiskifræðingar gerðu rannsóknir á fiskstofni við suðvesturland (12.) og virtist vera talsverð fiskgengd þótt lítið veiddist. — Varðskipið Ægir lagði upp í fyrsta hafrannsóknaleiðangurinn á þessu ári og átti að rannsaka síldar- stofn sunnan lands og átuskilyrði fyr- ir norðan. Er þetta fjölmennasti rann- sóknaleiðangur sem íslendingar hafa gert út (11.) MANNALÁT 1. Ingvar Bjarnason, Reykjavík 2. Árni Halldórsson skósmiður frá Hofsósi. 2. Ágúst Árnason fyrrv. kennari, 2. Ólafur Kr. Ólason trésmiður, Reykjavík. 3. Frú Anna Arnadóttir, Reykjavík. 4. Óskar Thorberg Jónsson bakara- meistari, Reykjavík. 4. Frú Jóhanna Jónsdóttir frá Litlu Háeyri, Eyrarbakka. 5. Frú Hólmfríður Zophaníasdóttir, Blönduósi. 6. Frú Sigrún H. Kjartansdóttir, prestsekkja frá Mosfelli. 7. Hrafn Hagalín fyrrv. lögreglu- þjónn, Reykjavík. 7. Frú Jóney Gunnarsdóttir, Reykjavík. 7. Frú Guðfinna Jónsdóttir íra Reykjahlíð. 8. Björn Bjarnason fyrrv. verkstjóri, Reykjavík. 8. Þorsteinn Þorvarðsson, Keflavík. 9. Ásmundur Björnsson, Hafnarfirði. 10. Magnús Níelsson skógræktarmað- ur, Reykjavík. 12. Frú Júlíana Guðnadóttir, Götu- húsum, Akranesi. 12. Frú Valgerður E. Jónsdóttir, Reykjavík. 13. Frú Ástríður Hannesdóttir, Reykjavík. 15. Ari Arnalds fyrrv. alþingismaður, Reykjavík. 15. Frú Þorfinna Bárðardóttir, Reykjavík. 16. Frú Elín Eyólfsdóttir Guð- mundsson, Reykjavík. 18. Þorlákur Eyólfsson frá Gerðakoti. 19. Skúli K. Eiríksson úrsmiður, Reykjavík. 20. Pétur Ingjaldssc. kipstjórí, Reykjavík. 24. Stefán Björnsson frá Akurseli, Öxarfirði. 27. Bjarni Pálmason skipstjóri, Reykjavík. 28. Gunnar Bachmann símritari, Reykjavík. 28. Gísli Kjærnested verslunarmaður, Reykjavík. SLYSFARIR Færeyskan sjómann, 23 ára, tók út af togaranum Akurey og drukknaði hann (9.) Sumardagurlnn fyrsti í Reykjavík. Barnahópur í Lækjargötu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.