Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Blaðsíða 16
284 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NÝU FAXARNIR — Enn hefir ísland færst nær umheiminum. Flugfélag tsiands hefir fengið tvær farþegaflugvélar, sem eru 50% hraðfleygari heldur en Skymasterflugvélarnar voru. Þessar nýu flugvélar hafa fengið nöfnin Hrímfaxi og Gullfaxi. Happaflugvélin gamli Gullfaxi heitir nú aðeins Faxi, og verður seldur úr landi. Munu margir kveðja hann með söknuði. því hann hafði reynzt ágætlega í mörgum langferðum. En kjörorð nútímans er meiri hraði, og þess vegna hafa nú hraðfleygari flugvélar leyst gamia Gullfaxa af hólmi. Þessar nýu flugvélar rúma ekki alveg eins marga farþega og Skymasterflugvélarnar, en hraðinn bætir það upp, svo að þær geta á hverju ári flutt fleiri farþega landa milli. Nú er hægt að ferðast héðan til Lundúna á 4 klukkustundum í stað 6 áður og á sama tíma til Óslóar, til Hamborgar á 6 tímum í stað SY2 áður. Það þótti gott á söguöld ef hægt var að sigia fram og aftur milli Islands og Norðurlanda á einu sumri. Nú fara flugvélarnar þessa leið fram og aftur á einum degi. Menn geta nú skroppið til Kaupmannahafnar að morgni dags og verið komnir heim að kvöldi. Til samanburðar má geta þess að dagleið er héðan til Akureyrar með beztu farartækjunum á landi, bilunum. — Þessar tvær nýu flugvélar komu hingað samtímis og er myndin tekin af þeim við flugskýlið á flugveilinum í Reykjavík rétt eftir að þær voru komnar. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). TALAÐ YFIR MOLDUM Sigurður prestur Sigurðsson á Bægisá —jarðsöng eitt sinn bónda, sem honum hafði þótt tregur að gjalda presti og kirkju. Þegar hann hafði kastað moldum á líkið, er mælt að hann hafi kveðið þessa vísu: Þú liggur þarna laufagér, lagður niður í grafar-hver; ekkert meira ég þyl yfir þér, þú þrjóskaðist við að gjalda mér. YRSTU ÁRIN eftir að landið fekk sjálfsforræði í peningamálum, var jafnan talsverður tekjuafgangur á landsreikningnum, um og yfir 100.000 kr. árlega í mörg ár, og 1882 var tekjuafgangurinn nær 120 þús. kr. Árið 1884 var Góðtemplara- reglan stofnuð á íslandi. Það ár nam brennivínstollurinn 163 þús. kr. Næsta ár lækkaði hann niður í 118 þús. kr. og 1886 varð hann ekki nema 80 þús. kr. og hafði þó verið áætlaður 130 þús. Af þessu varð tekjuhalli á landsreikn- ingnum það ár. Má á þessu sjá hve skjót áhrif bindindisstarfsemin í land- inu hafði. Það er og athyglisvert að tóbakstollurinn minkaði jafnframt. FERJAN í ÓSEYRARNESI Lögferja hefir lengi verið á Ölfusár- ósi og er ferjustaðurinn skammt frá sjó og um 300 faðmar á breidd. Ósinn er mjóstur fremst, en breikkar mjög fyrir innan ferjustaðinn. Verður því, þegar út fellur, og þó miklu fremur þegar að fellur, fleygistraumUr eftir miðjum ál árinnar, þó lygnt sé nær löndum. Bar það því við, að ágreining- ur varð milli ferjumanns og ferða- manna út af því hve mikið mætti hlaða ferjuna, því að ferðamönnum sýndist vel fært í lygnunni, en ferjumaður vissi hvernig strengurinn var. Kom það fyrir, að ferðamenn tóku ráðin af ferjumanni. Þetta skeði 11. júlí 1800. Þá kom séra Markús Sigurðsson í Reynisþingum að ánni, ásamt konu sinni Sigríði, dóttur séra Jóns Stein- grímsssonar á Prestbakka, og fleira fólki. Tók Markús prestur ráðin af ferjumanni og lét hlaða skipið svo sem framast var fært á lygnu vatni i land- vari. Segja menn að konu hans hafi ekki litist á þetta og hafi prestur borið hana nauðuga út á ferjuna. En er út í strenginn kom, sökk skipið og drukkn -uðu sjö menn, þar á meðal ferjumað- urinn og prestskonan. Önnur ferja, sem líka var á leið yfir ána, bjargaði 4 mönnum, þar á meðal var séra Markús. GÖMUL VÍSA Dagurinn líður, dimma fer, dregst að nóttin svala, myrkrið gerir mér og þér marga byltu fala. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.