Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 359 og þá ekki síður gjafir hans til Grímseyinga og stuðning hans við skáklistina þar og annars staðar í landinu. Árið eftir að Fiske dvaldist hér á landi var hann í Evrópu og kvæntist 1880 í Berlín Jenny Mc Graw frá íþöku. Hún var heilsu- veil og lézt ári síðar, í september 1881. Jenny McGraw var auðug kona, og erfði Fiske eftir hana mik- ið fé. Deila reis út af arfi milli Cornellháskóla, sem hún hafði ánafnað miklu fé, og erfingja henn- ar. Unnu erfingjarnir mál þetta, en þó að Fiske stæði ekki framar- lega í þessari deilu, hvarf hann þó úr þjónustu Cornellháskólans, en settist að í Florens á Ítalíu og bjó þar síðan. Hann andaðist á ferða- lagi í Frankfurt am Main 17. sept. 1904. Eftir að Fiske settist að í Florens hélt hann áfram söfnun íslenzkra bóka og hafði stöðugt samband við íslendinga. Einnig safnaði hann verkum ítölsku skáldanna Petrarca og Dante, en safn hans af íslenzk- um bókum var langstærst. Árið 1900 fékk Fiske tvo unga íslend- inga til Flórens til að skrá safnið. Voru það þeir Halldór Hermanns- son frá Velli á Rangárvöllum og Bjarni Jónsson frá Unnarholti. Fiske arfleiddi Cornellháskólann að mestöllum eigum sínum, þar á meðal hinu íslenzka bókasafni, sem vera skyldi sérstök stofnun og við það starfa íslenzkur bókavörður, borinn og barnfæddur á íslandi og útskrifaður úr íslenzkum mennta- skóla. Lagði Fiske með safninu álitlega fjárfúlgu, og skyldi verja vöxtum hennar til að greiða laun bókavarðar svo og til að auka við safnið nýjum bókum og til fræðslu um íslenzk efni og bókasafnið sjálft. Þó að vel væri um hnúta búið í upphafi og ríflegt fé lagt til safns- ins, hafa breytingar á verðlagi og peningagengi á síðdri árum verið því mjög í óhag og tæplega unnt að halda í horfinu, enda hefur líka íslenzk bókaútgáfa aukizt til muna frá því sem áður var. Meðan við dvöldum í safninu í þetta sinn, var þar aðeins einn gestur, ungur maður, sem var að skrifa ritgerð um Egilssögu. En Jóhann Hannesson kennir nemend- um við háskólann íslenzka bók- menntasögu, — að gamni sínu, — eins og hann orðaði það. Það er sjálfboðastarf. Hann hafði að mig minnir um tíu nemendur, og sá eg hjá honum prófúrlausnir þeirra. Heppnin hefur verið með Fiske- safni að því leyti, að þangað hafa valizt dugmiklir og prýðilega menntaðir menn. Þegar safnið var flutt til íþöku eftir lát Fiske, réðst r Hér sést yfir hluta af háskólahverfinu í tþöku og er Cayugavatn i baksýn. — I>ess má geta, að margir telja háskóla- hverfið eitt hið íegursta í Bandaríkjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.