Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1957, Qupperneq 15
LESBÓK -MORGUNBLAÐSINS 451 Smásagan: Þeir fleygja sér út af brúnum AÐ er orðin nokkurn vegin föst venja, líklega af hagsýni ástæð- um, að menn velja Westminster og Waterloo brýrnar í London, þegar þeir fleygja sér í fljótið. (Einhver fleygði sér í misgáningi eitt sinn út af Barnes brú, og því miður drukknaði hann). Það eru um hundrað menn, sem leika þessa list á hverju ári; þeir fleygja sér út af brúnum eftir miðnætti og þó aðallega um tvöleytið á nóttunni. Þeir fylgja föstum reglum, ganga fram á miðja brúna, ráfa þar þvert yfir hana hvað eftir annað og skyggn- ast út yfir handriðin. Tilgangurinn er ekki sá að vekja athygli vegfar- enda á sér, því að sjaldan er þá nokk- ur annar á ferli, heldur að vekja athygli lögreglunnar. Alltaf er lögregluþjónn við annan hvorn brúarsporð, og hann veit ná- kvæmlega hvað hann á að gera. Hann virðir ráfandann fyrir sér um stund til þess að vera alveg viss, og svo gengur hann að sérstökum síma og hringir til lögreglustöðvarinnar í Charing Cross: „Stökkmaður á Waterloo-brú“, til- kynnir hann, og þá er brugðið við. Hreyfill lögreglubátsins er í gangi, og ekki þarf annað en kasta landfest- um. Og um leið og tilkynnmgm Kem- ur, lætur báturinn frá landi og óslar út í strauminn. Stökkmaðurinn gefur nonum horn- auga og bíður þangað til hann er viss um að mgnnirnir á bátnum hafa séð sig bera við loft, því að það er um að gera að engin mistök verði. Hann hefir til vonar og vara farið í vatns- helda kápu og hneppt hana ræklega uppi í hálsinn, svo að loftið ínnan í henni geti haldið sér a floti í tíu mínútur, og það ^feetti að nægja. Og þegar allt er tilbúið, rekur hann upp neyðaróp og hendir sér út af brúnni, eins og það sé fastur ásetn- ingur hans að drekkja sér. Tveimur sekúndum seinna SKellur hann niður í vatnið. Þetta hlaup er nú svo sem ekki haettulaust. Alltaf getur komið fyrir •8 menn lendi á einhverju rekaldi í áwú og meiði sig, og ef menn draga það of lengi að stökkva, þá er sú hættan að þeir lendi beint niður á lögreglubátinn og roti sig. En með aðgætni og reynslu (og margir þess- ara manna hafa gert þetta oft) verður hlaupið hreint ekki hættuiegt. Um leið og stökkvarinn lendir í vatninu, hrópar hann á hjálp. Þetta er líklega vegna þess hvað vatnið er fúlt, því að engin ástæða er til þess að hrópa. Báturinn er óðar kominn að honum, æfðar hendur grípa hann og innbyrða hann. En sögunni er ekki lokið með því. Báturinn snýr aftur til Charing Cross og þar hafa menn heitt vatn. (Þeir hafa þar að vísu heitt vatn allati dag- inn til vonar og vara, ef einhver skyldi detta í ána af tilviljun;. Bað- herbergið er tilbúið og hrakfallabálk- urinn er settur í brennandi heitt bað. Það er því engin hætta a að hann of- kælist, enda þótt þetta sé um vetur Ef um karlmann er að ræða, þá klæða Iögregluþjónar hann úr hverri spjör. Og meðan hann /íýtur baðsins eru föt hans þurrkuð, og allt er gert til þess að honum líði sem bezt. Hon- um er meira að segja gefið heitt te, en hann fær þó engan mat. Það er að vísu leiðinlegt, en enginn efi er á því að yfirvöldin mundu sjá ul þss að menn fái heitan mat, þegar nógu margir eru farnir að iðka þetta. Ef kona á í hlut, þá er aðíerðin Önnur og mjög frumleg. Thames-lög- reglan er skipuð mönnum sem eru bæði háttvísir og siðsamir. Þess vegna klæða þeir konuna ekki úr hverri spjör, heldur dengja henni í baðið í öilum fötum. Svo er símað í vanda- menn hennar að koma með þur föt handa henni og hún fer frá stöðinni uppdubbuð og snyrtileg, eins og ekk- ert hafi komið fyrir hana. Allt þetta umstang lögreglunnar er ókeypis, og teið líka. En sumir stökkvararnir eru sjálfsagt harðóánægð ir út af því, að fá ekki líka viský og romm. Það er ekki hægt að veita þeim það, því að undir eins og það yrði kunnugt að hægt væri að ná sér í duglegan „strammara" með þessu móti, þá «r semuiegt að hundruð að- komumanna mundu nota sér það. Og svo ber á það að líta að þetta umstang er fyrst og fremst gert fyrir okkar eigið fólk. Óhöpp koma mjög sjaldan fyrir, og náist ekki í einhvern stökkvara nógu snemma, þá er það vanalega að kenna kæruleysi hans eða þá að hræðsla hefur gripið hann. Fari svo, þarf hann þó ekki að kvarta. Hann fær ókeypis jarðarför þegar honum skýtur upp aft- ur (og það er venjulega eftir sex vikur). Hann fær því fyrirhöfn sína borgaða, hvernig sem fer. Þegar við vorum að sigla á Thames í skemmtisnekkju okkar, gafst okkur aldrei tækifæri til þess að taka þátt í björgunarstarfi, því að við vorum alltaf á ferð á daginn. Einu sinni sáum við þó heljarstökk í Regents Park. Það var ung stúlka, sem stökk, og hún sýndi frumleika sinn í því að stökkva út af brúnni við endann á Avenue Road, einmitt þegar mest var mannaferð þar. Hér voru engir lög- reglubátar, svo að það hefði ekki verið óhætt að stökkva um nótt. Fyrst í stað heldum við að hún væri einhver viðvaningur, og vorum hálf- hrædd um að hún mundi meiða sig, eða jafnvel sökkva niður í leðjuna. En við sáum fljótt hvers vegna hún hafði valið þennan stað. Þarna ratt hjá kemur sem se afrensiisvatn irá orKUstöðinni út 1 Aegencs Canai, og þess vegna er vatnið í skurðinum notalega hlýtt, og sjálfsagt betra fyr- ir kuivísa heldur en vatnið í Thames hja Waterloo-brú. Þótt undarlegt sé, héldu sumir sem voru staddir á brunni, að stúlkan væri í bráðum lífsháska. Og þótt við reynd- um að koma vitinu fyrir þá og segja að þetta væri gert í gamni, hlupu þeir niður á bakkann og réðust æðis- gengnir á vírgirðinguna þar til þess að rífa hana niður. „Reyndu að halda þér uppi á sundi“, kallaði einhver. „Við komum“. Þetta var óþarfa hvöt, því að stúlk- an synti hraustlega og það var eins og hún nyti þess að vera í volgu vatn- inu. Þegar hún hafði synt nógu langt, hjálpuðum við henni upp á bakkann. Við vorum þá enn sannfærð um að það hefði verið misskilningur hjá henni að velja skurðinn í staðinn fyr- • ir ána, því að hún mundi missa af því gamni að láta lögregluna stjana undir sig. En það kom þó i ljós, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.