Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Page 4
472 LESBÓK MORGTTNBLAE^TNS SAMKVÆMT hinu forna íslenzka tímatali hófst Tvímánuður nú 27. ágúst og lýkur honum 25. þ.m. Nafnið er einkennilegt og var reynt að gefa skýringu á því í Lesbók 1954 (bls. 436). Þar er gert ráð fyrir því, að þá er íslendingar leið- réttu tímatal sitt um 954, hafi þeir skotið inn einum sumarmánuði. En þar sem þessi mánuður gat ekki komið fyrir nema í þetta eina sinn, hafi honum ekki verið gefið nafn, heldur hafi tveir mánuðir verið látnir fara saman og sá tími verið nefndur manna meðal tvímánuður, en síðan hafi það nafn fezt við sein- asta sumarmánuðinn. Til er ritgerð eftir Pál Vídalín lögmann um Tvímánuð, og kemst hann þar að annarri niðurstöðu, og er hún miklu skáldlegri. Þykir rétt að birta hér nokkuð úr henni í Tvímánuði, og er farið eftir hand- riti í Landsbókasafni: Því er nú svo komið vor á meðal. að allfáir menn vita hvað Tvímánuður er, og heyrt hefi eg þá, er vildu inn- byrla mér og öðrum, að Tvímánuður væri annar mánuður sumars, og þá aðra, er heldu að hann væri fyrsti mánuður í sumrinu. Þóttust hvorir- tveggja bæði kunna lög og skilja forn- yrði. Sá var þriðji, er nefndi fyrir mér Tvímánuð og Þrímánuð; þóttist hann þeirra fróðastur, og svo mikið vissi hann, að Tvímánuður var eftir mið- sumar, og hafði þetta numið af ein- hverjum þeim, er með litlum athuga lesið hafði rím séra Odds Oddsonar, sem var á Reynivöllum, móðurföður Jóns Eyolfssonar vicelögmanns. Hefir séra Oddur þau mánaðanöfn sum, er eg hefi hvergi lesið nema í því eina rími . . . Hann kallar þann Seinmánuð er Einmánuður heitir enn í dag á al- mennings tungu. En fjórða mánuð sum- ars kallar séra Oddur Einmánuð og síðan Tvímánuð og Þrímánuð. Nú tel eg það furðu að svo mjög voru þessir lögvitringar ógætnir, að þeir eigi gáðu þess, að Landslagabalk- ur 42 setur Tvímánuð sem selvistar „termin", og því mátti hann hvorki vera fyrsti né annar mánuður í sumr- inu, og ei hinn þriðji, sem ljóst er af sama Capitula. Það undrar mig stór- lega að Björn á Skarðsá hefir ei Tví- mánuð meðal fornyrða í þeim tveim exemplaribus af því skrifi hans, sem fyrir mig hafa borið. Nú er hér með ei grein á gjör hvað að sé Tvímánuður, þótt hann standi í Holmverjasögu bæði í 3. og 10. Cap., og í Grettissögu Cap. 32, svo sem öllum alkunnugur tími. Er sú regla fáorðust til að vita hinn rétta inngang Tvímán- aðar, sem í gamla stíl skyldi vera, að Tvímánuður kom þriðjudaginn næstan fyrir Maríumessu fyrri, nema á varn- aðarári, þá kom hann á þriðjudaginn næstan eftir. Nú síðan sá nýi stíll er innkominn, þá er reglan þessi: Tví- mánuður kemur á þriðjudag, aldrei fyrr en 21. ágúst, það er deginum fyr- ir Symphórianus messu, og aldrei síðar en 27. ágúst. . . . Á þessum dögum verður einn þriðjudagur. Hann er ævinlega fyrstur í Tvímánuði, nema varnaðarár sé, þá kemur Tvímánuður á þriðjudag þann 28., deginum fyrir sjálfan Höfuðdaginn .. Régluna af þeim gam’a stíl hefi eg ungur lært af því er með penna noter- að var á þrykktri lögbók, sem átti Odd- ur Jonsson klausturhaldari á Reynistað og mun nú hjá hans örfum, en regluna eftii nýa stíl hefi eg formerað til sam- kvæmis við vetrarkomu þá, er séra Jón Árnason á Stað í Steingrímsfirði (síðar biskup) hefir sett í rími sínu, að lag- færðu því, er hann ásamt mörgum nú á öld lætur veturinn koma á föstu- dag, móti lögbókum og þeim gömlu rímmeisturum........ Þessi margnefndi Tvímánuður kem- ur þriðjudag sem áður er sagt. Hann kallar Edda Kornskurðarmánuð. Skal hann telja þrítugnættan og enda mið- vikudag að aptni. Þennan nefnir Odd- ur Tvímánuð, bæði í sjálfu ríminu og þess útskýringu. En hvaðan þeir hafa fengið sínar nafngiftir, Einmánuður seinastur í vetri og Tvímánuður annar fyrir fram- an þann fyrsta vetrarmánuð, kunna menn margs til að geta, því hvorki er ólíklegt að heiðnir menn hafi byrjað ár sitt með jafndægri*, þá þeir sáu sól gekk svo mjög hingað til vor norður, að dagar tóku að gerast lengri en næt- ur, og hin fyrsta Einmánaðarkoma nær allt upp á sjálf jafndægri, þegar sum- arauki hrindir honum niður eftir sumrinu, svo sem hvort tveggja skeði 1714. Þá kom Einmánuður 20. marz og var þá jafndægurt einu sinni, en Tví- mánuður vegna sumaraukans ei fyrr en 28. ágúst. Urðu þá jafndægur í annað sinn þann 23. september, þrem nóttum fyrr en Tvímánuður endaðist á því ári. Það er enn, að varnaðarárið snertir eigi nema 9 mánuði ársins, og er Tví- mánuðir annar í þeirri tölu, en Ein- mánuður níundi, og verður hann þá stakur. Þá er þriðja, að ef árið byrjar á Einmánuði, þá verður Tvímánuður annar sá er hefst á sama vikudegi sem áður hafði sá fyrsti byrjast, og gerir það síðan hver hinna þriggja, þeirra er næst eftir koma, Haustmánuður á íimmtudag eins og Gaukmánuður, Gor- mánuður á laugardag eins og Eggtíð, Frermánuður á mánudag eins og Sel- mánuður, þótt Mörsugur og Þorri verði hvor sér um vikudag, en ef þeim tveim- ur er hvor byrjar á drottinsdegi, fylgir sinn hvorum eftir, Einmánuður Góu, en Tvímánuður Heyönnum. Samt get eg ei því neitað, að mér sýnist öll þessi gáta standa á veikum fæti, svo sem gjarnt er Etymologii (orðmyndunar- fræði). Það sýnist nú líkast, að Ein- mánuður heiti svo, því hann er þá einn eftir vetrarins, en Tvímánuður af því að þá eru tveir eftir af sumrinu .... Eins get eg að Tvímánuður hafi feng- ið sitt nafn til varnaðar búmönnum, að þá væri tveir einir mánuðir til vetrar, og væri því nauðsyn til að gæta sinna útréttinga. Einmánuður þar á mót til huggunar í vetrarstríði bænda, að sumarið færi þá í hönd að einum mánuði liðnum. *) í ritgerð í Andvara 1880 fullyrðir Gísli Brynjólfsson háskólakennari, að árið hafi til forna byrjað með Hey- önnum, og endað á aukanóttum. Á k i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.