Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 12
480
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sömu tilfinningu og þau væru upp-
vaxandi börn.
Og nú skulum vér reyna að skyggn-
ast eitthvað örlítið inn í „blik“-skóg-
inn.
Þú hefur ef til vill furðað þig á inum
sama uppruna sígrænna trjáa. Um það
er eftirfarandi saga sögð, en á þó ekk-
ert skylt við skógræktarfræði eða
jurtafræði yfirleitt:
Vængbrotinn smáfugl flögraði og
barðist einn saman gegnum skóginn,
grátandi og biðjandi um hjálp frá
trjánum. „Ég hef nóg með mín eigin
akorn“, sagði Eikin. „Ég get ekkert
hjálpað þér“. — Birkið var svo yfir-
upplyft af sjálfu sér eftir vetrarþung-
ann og allt of hreykið til að tala við
annan eins aumingja. Grátviðurinn
(víðirinn) var of niðurbeygður af
rambi sínu og raunum til að
hlusta á vandræði annarra. En
Furan sagði við vesalinginn litla: „Þú
mátt búa í greinum mínum“. Grenið
bætti við: „Fyrst Furan er svona góð
við pig að gera þetta, skal ég vernda
hana fyir köldum vindum". Einirinn
mælti er hann heyrði þetta: „Fyrst
stóru trén, Furan og Grenið, eru
svona góð við litla fuglinn særða, skal
ég gefa honum fögur ber sem fæðu“.
Fyrr en varði kom Vetur konungur.
Norðanvindurinn spurði, hvort hann
ætti ekki að taka öll laufin af trjánum
og feykja þeim víðsvegar eins og væri
þegar Vetur konungur gengi í garð?
Móðir-Náttúra svaraði og sagði: „Þú
mátt taka öll laufin, nema af þeim
trjám, sem gáfu vesalings litla, særða,
fuglinum rainum skjól“. — Þessvegna
er það, að við höfum sigræn tré.
Litli, særði fuglinn gréri og eignað-
ist marga afkomendur. Og allir syngja
þeir sígrænum skóginum lof og dýrð:
Grenið vetrargræna,
góða tréð á jörð;
krónan vaxtar-væna
vermir kaldan svörð.
Og Furan fagra, eina,
í fínum, grænum kjól,
móðirin milda, hreina
mér gaf líkn og skjól.
Lát oss lifa, Faðir,
líkt og Greni-tré,
er um aldaraðir
öllum gefur hlé.
Og Furan, sem oss sjúkum
samdi yl — og skjól,
hana mildum, mjúkum
mundum vefji sól.
Gef oss grænan Eini,
gef oss Hlyn og Þin,
gef oss góðan Reyni
og glæsta Björk að vin.
Faðir, ger mig Greni,
ger mig Ösp og mann,
Rós og vænan Víði,
sem vaxa í skógi kann.
Ég stend við sólarsteininn, ið forna
altari papanna í skóginum. Veðrið er
eins stillt og fagurt sem fegurst má
verða, og næturdaggirnar drjúpa og
anga. Sólin er enn ekki risin, en bjarmi
hennar og gullin-geislandi bros boða
komu hennar. Um þetta leyti sumars
svifar henni fyrst upp um óttuskeið
akandi upp í heiðarskarðið, beint i
norðurátt, og birtist þar öll. Sólarkross-
inn, sem höggvinn er í altarið, segir
manni hvar uppkomu hennar er að
vænta á þessum árstíma. Sólin birtist
í heiðarskarðinu í allri sinni dýrð og
dásemdum, en hefur skamma viðdvöl
og gengur aftur undir og fer bak við
fjallið til austuráttar. Heil eykt fer
jafnan í fjallbaksförina því bunguvax-
inn barmur fjallsins fer hækkandi
svipað sólarganginum. En er sólin
gætir upp yfir hæstu hæðina, falla
fyrstu geislar hennar beint á Krists-
krossinn, sem einnig er markaður á
altari Papanna, sem voru hérna að
verki á undan landnámi norrænna
manna. Sennilega hafa þeir þá séð áru
skógarins, sem er ólýsanleg öðruvísi
en í söng fuglanna hér að framan, er
ég reyndi að skýra í lítilli frásögn og
litlu ljóði.
Það var í einhverjum gullnema-
bæ, að vasaþjófur var leiddur fyrir
rétt og dómarinn sektaði hann um
15 dollara.
—Eg get ekki borgað þá, sagði
vasaþjófurinn, eg hefi ekki nema
tíu dollara á mér.
Þá sneri dómarinn sér til mann-
fjöldans, sem þar var saman kom-
inn til að hlýða á, og sagði:
— Rétturinn tekur sér nú fimm
mínútna hvíld. Á meðan gengur
ákærði um salinn og kemur svo til
mín aftur.
Eitraðir fiskar
AMERÍSKUR sérfræðingur, dr.
Bruce W. Halstead, hefir nýlega
ritað grein í tímaritið „Scope
Weekly“ og segir þar að mönnum
sé hætta búin af eitruðum fiskum.
Telur hann upp 350 tegundir fiska,
sem fram að þessu hafi verið hafðir
til manneldis, en hafi nú tekið í sig
einhverja ókunna eitrun. Hinum
eirtuðu fiskum fari stöðugt fjölg-
andi og þeir dreifist yfir æ stærra
svæði. Aðallega beri á þessu í
Kyrrahafinu frá 45 gr. norður-
breiddar til 45 gr. suðurbreiddar.
Menn veikist af því að eta hina
eitruðu fiska, og jafnvel geti eitrið
orðið mönnum að bana. Þetta fyrir ■
bæri sé mjög alvarlegt, einkum
fyrir Japana og íbúa á mörgum
Kyrrahafseyjum, svo sem Hawaii
og Filipseyum. Hann segir enn
fremur:
„Eitrið í fiskunum er alveg nýtt
og óþekkt. Vér vitum engin deili
á því. Það þolir suðu og þess vegna
er niðursoðinn fiskur jafn hættu-
legur og nýr fiskur. Vér kunnum
engin ráð til þess að lækna þá, sem
orðið hafa fyrir þessari eitrun. Og
ekki verður heldur skjótlega skor-
ið úr því hvort fiskur er eitraður
eða ekki“.
Þegar menn eta þennan eitraða
fisk, koma ýmis sjúkdómseinkenni
í ljós, svo sem sviði í munni, snögg-
ir og breytilegir verkir í vöðvum,
meltingartruflanir, lömun og
stundum mikill sinadráttur. Af
þeim sem veikjast deyr 20. hver
maður.
Vísindamaðurinn segir að svo
virðist sem eitrið geri fiskunum
sjálfum ekkert til.