Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Page 16
484
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
*ÁK2
V D 9
♦ A 7 5
♦ A D 10 5 4
♦ 10 9 8 4 3
V K G
♦ 10 9 8
♦ 832
♦ D 6
V 8 7 5 4 3 2
♦ 8 4 3 2
♦ K
N
♦ G 7 5
V A 10 6
♦ K D G
A n Q 7 «
Þetta spil er úr amerískri keppni:
V gaf og V — A voru í hættu. Þeh
sögðu ekkert, en hinir komust í 4
hjörtu og var S sagnhafi.
V sló út T 10 og var hún drepin i
borði með ás. Síðan tók S slagi á L K
og S D, kom svo borðinu inn á spaða
og losaði sig síðan við 3 tíglana í S K,
L A og L D. Nú sló hann út H 9 úr
borði og þann slag fekk V á gosa
Nú sá V að eina ráðið til að fella
spilarann var að ná 4 slögum á tromp.
Hann sló því út spaða og þann slag
fekk A á H 10. Hann sló út laufi og
þann slag fekk V á trompkóng. Og þá
áttu þeir enn H Á eftir svo að spilið
var tapað.
FORN BRÝNI
Brýni úr flögubergi hafa mjög oft
fundist annars staðar en í kumlum, og
eru eitt óbrigðulasta kennimark um
mannabústaði yfirleitt. Menn hafa
brýnt mikið, enda járn oft deigt og
seyrt. Stærsta brýni, sem fundist hef-
ir hér á landi, fannst í Rangá eystri
skammt frá Stóra Hofi, 78,8 sm. langt
og mjög brýnt. Má ætla að slíkt stór-
brýni hafi verið ætlað til brýnslu
sverða og annara langeggjaðra járna
Öll eru brýnin úr erlendum steini, svo
sem ætíð hefir verið hér á landi, lík-
lega norskum. Kaupmenn hafa flutt
flöguberg inn í stórum stykkjum, er
allir talsímar milli Stakkahlíðar og Elliðaánna. En vegna nýbygginga á þessu
svæði, verður nauðsynlegt að stækka stöðina innan skamms, enda er gert ráð
fyrir að 1500 talsímar bætist þar við þegar á næsta ári. Og húsið er svo stórt,
að hægt mun að fjölga talsímum í sjálfvirku stöðinni eins og þarf, þang-
að til umhverfi hennar er albyggt. t gömlu sjálfvirku stöðinni eru talsírnar
byggðarinnar fyrir vestan Stakkahlíð og er í ráði að iétta á henni innan
skamms, með því að reisa sjálfvirka miðstöð í Kópavogi, en þar eru nú rúm-
lega 600 talsímar. Þá er og í ráði að reisa venjulega miðstöð fyrir símnotend-
ur í byggðinni fyrir ofan Elliðaár. — Til samanburðar við þessar tölur, sem
hér hafa verið nefndar, má geta þess, að þegar Morgunblaðið hóf göngu sína,
voru 500 talsímar alls í Reykjavík.
síðan hafa verið klofin niður í brýni.
I Þverárdal í Húnavatnssýslu fundust
fjögur mjög stór brýni, hið lengsta
70 sm, öll óbrýnd og líta út sem hrá-
efni. Ekki er vitað frá hvaða tíma þau
eru, en vel geta þau verið frá forn-
öld. í 10. aldar skálarústum í Skalla-
koti í Þjórsárdal, fannst samskonar
flögubergsdrjóli, 49 sm. langur. Senni-
legt er að kaupmenn hafi flutt inn
flöguberg í þessari mynd og selt lands-
mönnum til brýna. Enginn nothæfur
brýnslusteinn er til í náttúrunnar ríki
á íslandi. (Kuml og haugfé).
GVENDARBRUNNAR
Guðmundur biskup góði sagði svo um
vatnsvígslur sínar: „Nú þó að óvinir
minir kalli vígslur mínar engu neytar,
þá veit eg þó, að guði þykir eigi svo,
og mér þykir mörgum gagn að yfir-
söngvum mínum verða, og svo þykir
þeim, er trú hafa til að njóta eftir því,
sem guð vill að verði". Hefir og jafnaa
verið mikil trú á það vatn, er biskup
vigði, að það hefði í sér mikinn kraft,
og einkum mikinn læknisdóm, er varð
mönnum til mikillar heilsubótar í ým-
iskonar sjúkdómum. — Það er því einn
af hinum merkilegu atburðum í sögu
Reykjavíkur, er Gvendarbrunnar voru
gerðir að vatnsbóli hennar. Það er að
sínu leyti jafn merkilegt og að öndveg-
issúlur Ingólfs skyldi berast hingað, og
að af fyrsta bænum í landinu skyidi
verða höfuðborg þess.
NJARÐVÍKURKIRKJA
Kirkjan í Innri-Njarðvík, orðin al-
timburkirkja, á ekkert utan það hún
á stendur, þar hún fekk ekki kirkju-
rétt fyrri en í Jóns biskups Vidalíns
tíð. Njarðvíkur áttu áður kirkjusókn
yfir heiði, suður í Hafnir, varð (kirkj-
an) fyrst annexia frá Hvalnesi og þar
eftir að Kálfatjörn 1811, þó framar
presti þar til kostnaðar en ábata. —
(Sóknarlýs. 1840).
»