Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 1
55. tbl. Sunnudagur 6. okt. 1957 XXXII árg. Sigurður Þórarinsson dr.: Cullborgarhrauni Hellar í HELLAR hafa löngum kitlað for- vitni og ævintýralöngun manna og víða um lönd er hellafræðin. speleologia, vinsæl fræðigrein og mjög stunduð af áhugamönnum, enda eru sumir kalkhellar, svo sem Adelbergerhellirinn í Krain og Carlsbad hellarnir í New Mexico, sannkölluð náttúrunnar furðuverk. Hér til kemur svo þýðing hell- anna fyrir fornminjafræðina þar sem hellar hafa verið mannabú- staðir. Nægir að minna á hella- málverk hreinaveiðaranna á Spáni og í Frakklandi. Hérlendis hafa fáir lagt stund á hellarannsóknir og mikið vantar enn á að merkilegustu hellar okk- ar séu mældir og kannaðir til hlít- ar. Er hér verkefni fyrir áhuga- menn, því enda þótt íslenzkir heli- ar, sem flestir eru hraunhellar, jafnist ekki um stærð eða fjöl- breytileik á við suma kalkhellana, eru þeir þó vel þess verðir, að þeim sé meiri gaumur gefinn en verið hefur. Þess má geta, að ungur ís- lenzkur verkfræðinemi, Jóhannes Briem, hefur, ásamt nokkrum kunningjum sínum, unnið nokkuð nð hellamælingum, og hefur hug á að halda þeim áfram, þegar tæki- færi gefst. Svo sem lesendum mun kunn- ugt af blaðafregnum bar það til nú í sumar, að hraunhellar fund- ust í Gullborgarhrauni í Hnappa- dal. Fyrsti hellirinn og sá stærsti fannst sunnudaginn 28. júlí, af Guðmundi Albertssyni á Hegg- stöðum, er fór þenna dag að skoða gíginn Gullborg og hraunið í kring, ásamt tveimur aðkomudrengjum. Næsta sunnudag kannaði hann þenna helli nánar ásamt mönnum frá Hraunholti og Hlíð og fund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.