Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 Okunnar þjóðir Herrar eyðimerkurinnar Á HINU svokallaða Ahaggar-svæði í eyðimörkinni Sahara. hefst við Tuareg-þjóðflokkurinn og er þar á sífelldu flökti fram og aftur milli vinianna. Sumir hafa þó sezt að í skjóli þeirra vígja, sem Frakkar eiga þarna hingað og þangað þar sem vatnsból eru. Tuareg-þjóðflokkurinn er ólíkur öllum öðrum þjóðflokkum í norð- anverðri Afríku, og hefir sérstaka siði. Sá er einn, að karlmenn ganga alltaf með andlitsskýlu, en konur hafa andlit sín ber, enda þótt þær hafi jafnan sjal yfir höfðinu til þess að verjast brennandi sólar- geislunum og hitauppstreymi úr sandinum. Karlipennirnir bera ekki andlitsskýlu til þess að hlífa sér við hita. Skýluna fá drengir þegar þeir eru kynþroska til marks um það að nú sé þeir fullorðnir karlmenn, og síðan taka þeir hana ekki af sér. Skýlan er gerð úr all- löngum refli og er honum fyrst vafið um höfuð og enni og síðan fyrir vitin, þannig að allt er byrgt, eyru, nasir og munnur. Með þessu móti hyggjast þeir verja sig fyrir illum öndum, andarnir komast ekki að þeim þegar öll vit eru byrgð, en um þau liggur leiðin til sálarinnar að þeirra dómi, og sér- staklega hefir öndunin bein áhrif á sálina. En auk þessa bera þeir á sér alls konar verndargripi gegn illum öndum, og það gera konur jafnt sem karlar. Verndargripir þessir eru hengdir um hálsinn í festi, sem búin er til úr geitarhár- um. Um uppruna Tuereg-þjóðflokks- ins er allt á huldu og hafa þó marg- Tuareg höfðingi ir vísindamenn spreytt sig á því að uppgötva hvaðan þeir muni vera. En þeim hefir ekki orðið mikið ágengt. Þjóðsögur herma, að þeir sé afkomendur krossfarenda sem hafi horfið inni í Afríku eftir heilögu stríðin á miðöldum, og halda sumir að þetta geti verið rétt. Benda þeir einkum á tvennt því til stuðnings, að um vaxtarlag og útlit svipi þeim mjög til aríska kynstofnsins, og svo noti þeir löng tveggja handa sverð. Tuareg-málið er gjörólíkt arab- isku og má rita það jafnt aftur a bak sem áfram og eins upp og nið- ur eins og kínversku. Trúarbrögðin eru einkennilegt sambland af skurð -goðadýrkun og Múhamedstrú, sem þeir játa aðeins í orði kveðnu. Nafnið á þjóðflokknum, Tuareg, þýðir blátt áfram hinir yfirgefnu, og túlka Arabar það svo, að guð hafi yfirgefið þá, vegna þess að þeim þykir sem þeir sé heldur trú- arlitlir. Tuareg-menn eru mjög ást- hneigðir, og markverðustu atburð- irnir í lífi þeirra eru ástahátíðirn- ar, sem þeir nefna Ahal. Þá ganga menn fyrir þær konur, er þeir hafa fellt hug til, syngja þeim brenn- andi ástarsöngva og dásama fegurð þeirra, er þeir líkja við tunglið, blómin og annað þessháttar.. Þeir ganga í hjónaband, en geta skilið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.