Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 4
504 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS breiður, svo að gengt er meðfram veggnum, þykktin er nær faðmur neðst, en minnkar er ofar dregur. Veggurinn er næstum mannhæðar hár og nær næstum upp í hellis- loft. Suður úr honum miðjum ligg- ur 2—3 m löng röð af hlöðnum hraunsteinum. Ekki kann ég nein- um getum að leiða að því, hvenær eða í hvaða tilgangi þessi veggur hefur verið hlaðinn, og engar aðr ar minjar mannvistar er þarna að finna. En veggur er þetta, af manni eða mönnum hlaðinn. Suðvestan í Gullborginni er gíg- veggurinn lægstur og hefur þar flætt út mikið hraun. Þar má líta á yfirborði sívala hraunrás tuga metra langa, umlukta hraunlagi um 15 sm þykku og svo þrönga, að rétt er hægt að skríða eftir henni, En dýpra í hrauninu hafa hellar myndazt og eru þegar fundnir 6, en vel má vera, að fleiri finnist. Eru þessir 6 sýndir á kortinu. Sá lengsti mældist okkur 60 m, hinir 30—40 m. Forvitnislegastir eru þeir hellar, sem ég hefi nefnt sameiginlega Þríhelli. Úr einu og sama niður- fallinu er gengt í þrjá hella. Er sá vestasti þeirra lengstur, 60 m, og er hann fallegasti hellirinn í Gullborgarhrauninu. Hann er til- tölulega þröngur, en þó nær allur vel manngengur og greiðfær. Hann er fallega glerjaður að innan og gólfið hin furðulegasta hraun- smíði. 15 sm frá botni er breidd hellisins 3.5 m, en hæðin er 3 m. þaðan og innúr liggur mjó renna eftir gólfinu, líkust flór í fjósi (sbr. mynd) og mætti nefna þennan helli Flórhelli. Göngin næstu aust- an við Flórhelli eru nær 40 m löng, en svo þröng, að skríða verður eftir þeim, austustu göngin eru álíka víð og Flórhellir og um 30 m löng. Um hina hellana á þessu svæði er ekkert sérstakt að segja, enda voru þeir ekki nákvæmlega kannaðir. í Flórhelli (Ljósm. Magnús Jóhannsson). Það eru því fyrst og fremst þrír hellar, sem ráðlegt er að skoða í Gullborgarhrauni: Borgarhellir, Vegghellir og Flórhellir. Ekki er nema stundarfjórðungsgangur yfir fremur greiðfært hraun frá bílvegi í hella þessa. Er því hægurinn hjá fyrir höfuðstaðarbúa að fara vest- ur í Hnappadal á laugardegi og koma heim á sunnudagskvöld haf- andi skoðað þessa þrjá hella og má jafnvel skoða í sömu ferð Eldborg og (eða) Rauðamelsölkeldu meðan dagur er langur. Því miður er það svo, að þeir hraunhellar, sem áður eru kunnir hérlendis, hafa verið stórskemmdir af ferðamönnum, sem þá hafa skoð- að. Það er búið að brjóta bókstaf- lega alla dropsteina, sem til hefur náðst í hellunum í Hallmundar- hrauni, og bráðum er eins komið um Raufarhólshelli. Það er þvi með hálfum huga, sem hér er vak- in athygli á hinum nýfundnu hell- um í Gullborgarhrauni. Þess er að vísu að vænta, að náttúruverndar- ráð muni gera ráðstafanir t.il verndar þessum hellum. Það mun verða lagt blátt bann við því að brotnir verði dropsteinar í þeim eða öðrum hellum hérlendis. Þess er og að vænta, að bannað verði að fara í Borgarhelli nema með góðum ljósaútbúnaði og í fylgd með mönn- um, sem treysta má til þess að sjá um, að ekki verði framin þar skemmdarverk. En engar ráðstaf- anir eru einhlítar til verndar nátt- úruminjum nema tilkomi skilning- ur almennings á því, að með skemdum á slíkum minjum er ver- ið að vinna níðingsverk gegn landi okkar og gegn þeim, sem það eiga að erfa. Náttúruvernd er ekki fyrst og fremst lagabrot, heldur þroska- og uppeldisatriði. Meðferðin á hellun- um i Gullborgarhrauni getur orðið prófsteinn á ástandið í þessum efn- um. Ritstjóri nokkur fékk harðort bréf frá Skota út af því að hann væri alltaf að birta Skotasögur. Að lokum stóð I bréfinu: — Ef þér hættið þessu ekki undir eins, þá hætti ég að fá blaðið léð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.