Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 16
516 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞETTA spil kom fyrir í brezkri keppr Dodds og Konstam voru S-N, en Gar aner og Mollo V-A. A 7 4 3 V A D 8 6 4 2 ♦ K 5 + K3 A - V G 5 ♦ Á D G 7 6 4 3 2 * 10 7 4 N V A S A A K 9 8 6 V 9 7 ♦ 98 * D G 9 8 A D G 10 5 2 V K 10 3 ♦ 10 A A 6 5 2 S gaf, S-N áttu 90 fyrir, en V-A voru i hættu. Dodds hóf sögn með 1 spaða, en Gard -ener sagði 4 tígla. Það var nokkuð bíræfið og vera í hættu. Konstam tvö- faldaði og sló út spaða, S drap með kóng, en V trompaði. Nú kom út lág- tigull og Konstam drap með kóng. Síð- an sló hann út L K, og hefði átt að byrja á því! Gardener gaf hann, en næsta lauf drap hann með ás. Nú neyddi hann S að drepa spaða með ásnum og trompaði hann. Nú tók hann einn slag á tromp og sló svo út HG. Þá er sama hvað Konstam gerir, hann getur aðeins fengið slag á HÁ. Spilamenn segja að ekkert sé athuga- vert við það þótt Konstam tvöfaldaði 4 slaga tigulsögn, enda hefði spilið ver- ið tapað ef hann hefði hitt á rétt útspil — LK. ÓLAFUR A EYRI Árið 1791 fluttist sá maður búferlum að Eyri í önundarfirði, er Ólafur hét og var Magnússon. Hann var merkur maður og gerðist brátt hreppstjóri ön- firðinga. Kona hans var Þuríður Gísla- dóttir, prests á Mýrum í Dýrafirði og Stað í Súgandafirði. Hún var talin kvenkostur. Þau hjón áttu fjóra syni, Nt FÖLNA BLÓM — Mynd þessi er tekin á Austurvelli í lok septembermán- aðar. Hið mikla blómskrúð vallarins er þá að byrja að láta á sjá, en það er flestra manna mál, að aldrei hafi Austurvöllur verið fegurri en í sumar. Hjálp- aðist þar allt að, smekkvisi garðyrkjumannsins, góð hirðing og góð tíð. Blóma- beðin hafa verið augnayndi bæarbúa um fjögurra mánaða skeið, en nú kemur haustið og strýkur kaldri hendi um marglitar reinarnar og það er eins og verið sé að slökkva óteljandi ljós, er blómin hníga hvert af öðru í duftið. sem upp komust, og eru fjölmennar og merkar ættir frá þeim komnar. — Svo sagði Ásbjörn garðyrkjumaður Bjarnason eftir Ólafi Jónssyni á Eyri, sonarsyni Ólafs Magnússonar, að nokkru eftir aldamótin 1800 hefði skip eitt norskt komið til Flateyrar, þrotið að vistum. Hefði Ólafur tekið skipverj- um höfðinglega og veitt þeim mat eft- ir þörfum, en skipstjóri hefði í launa- skyni boðið Ólafi að útvega honum jörð í Noregi, er miklum mun væri betri til ábúðar en Eyri, og hvatt hann mjög til þess að flytja búferlum. Ólafi þótti boð skipstjóra girnilegt og seldi bú sitt og leigði jarðir sínar eða seldi og bjóst alfarinn af landi burt. — Það mun fullvíst, að Ólafur hefir komizt klaklaust til Noregi haustið 1805, en líklega hefir hann orðið fyrir von- brigðum þar eða ekki fest yndi, um það er nú ekkert kunnugt, en vorið 1807 kemur hann aftur þaðan til Kaup- mannahafnar með fjölskyldu sína á leið heim til Islands. Það sama ár byrjaði sjöárastríðið milli Dana og Englend- inga, og fór svo, að Bretar hernámu íslandsfar það, er Ólafur var á, og fluttu til Skotlands. Þar andaðist hann hinn næsta vetur. Sumarið eftir komst ekkjan, Þuríður Gísladóttir, með börn sín heilu og höldnu til Islands. — (Óskar Einarsson). JÓN BJARNASON er kennari var á Hólum 1664 og rektor þar 1667—73, vígðist eftir það prestur að Staðarbakka og helt hann þann stað ævilangt. Honum er svo lýst, að hann hafi verið hinn lögfróðasti maður, skynsamur, vel lærður og stál- munnur, og skáld. Hann andaðist 8. sept. 1705. „Hann bjóst við burtför sinni og ráðstafaði sínu húsi, sagðist ei mundu í bænum deya, gekk að steini nokkrum á hlaðinu, og nær hann þar kom, hné hann niður og sagði: „Herra Jesú; meðtak þú minn anda“, og sofn- aði svo. (Grst. ann.) HALAFISKAR Arið 1637 rak fyrst þá orma, sjóorma, sem sumir kalla halafiska, undurmarga á Vestfjörðum, en síðan hefir rekið hér og hvar um landið, einkum í Vestfirð- ingafjórðungi undur af þeim. Halinn á þeim er sem akkerisfleygur að aftan, kjafturinn mjög víður, með öngum fram úr hausnum, og þá í þá var tekið duttu öll innýflin fram um kjaftinn, svo skrokkurinn var eftir tómur (Ball- arár ann.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.