Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 8
S08 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ameriska flugkonan Amalia Earhart hvarf á Kyrrahafi EIN af hinum svonefndu Gilberts- eyum í Kyrrahafi heitir Howland. Þetta er í rauninni ekki annað en lítill hólmi úti í reginhafi, 4 km á lengd og 1% km á breidd, og nær ekki nema um 20 fet upp úr sjó. Fyrst þegar hún fannst var hún þakin fugladrít, og einstaka sinn- um fóru menn þangað til þess að sækja áburð. En enginn settist þar að. Svo var það árið 1935, er Banda- ríkin þóttust þurfa á að halda við- komustöðum fyrir flugvélar í Kyrrahafi, að þar var gerður flug- völlur og sett upp loftskeytastöð. En svo var það að kvöldi hins 2. júlí 1937, að nafn þessa hólma var á vörum manna um allan heim. Á símstöðinni þar sátu menn við tækin, áhyggjufullir og hugsandi, því að þeir vissu að allur heimur- inn beið frétta frá Amelia Earhart, sem var á leið yfir Kyrrahafið í Lockhead Electra flugvél, og vænt- anleg þangað á hverri stundu. En þeir vQru áhyggjufullir út af því, að nú var komin kafniðaþoka á eynni. Amelia Earhart var á leið um- hverfis hnöttinn. Hún hafði þegar flogið 23.000 enskar mílur, yfir Natal, Dakar, Aden, Karachi, Port Darwin til Lae á Nýu Gíneu. M?ð henni var aðeins vélarmaður, Fred Noonan að nafni. Þau ætluðu að leggja á stað frá Lae hinn 1. júní og næsti viðkomustaður átti að vera Howland, en þar voru 2600 enskar mílur í milli. Áhyggjufullur blaðamaður hafði spurt ungfrú Earhart áður en hun lagði á stað frá Lae: „Haldið þér að flugvöllurinn á Howland sé nógu stór til þess að þér getið lent þar?“ Hún hló og svaraði: „Já, alveg nógu stór, hann er hér um bil svona.“ Og svo tók hún saman gómum vísifingurs og þumalfing- urs, til þess að tákna eyna. Og hláturinn átti að tákna það að með góðu skapi mundi hún vinna bug á öllum erfiðleikum. Nú var þó fram undan hættu- legasti áfanginn, og Bandaríkja- stjórn hafði verið að hugsa um að banna henni svo hættulegt flug. Þó varð ekki af bví, vegna þess að ungfrú Earhart var ekki neinn við- vaningur. Árið 1928 hafði hún flog- ið sem farþegi yfir Atlantshafið, og 1932 hafði hún flogið yfir At- lantshafið ein síns liðs. Og fyrir skömmu hafði hún flogið frá San Francisco til Hawai-eya. í Lae var benzín látið á flugvél- ina og hún stóð ferðbúin. En þá dró upp kólguský og gerði úrhellis- rignmgu, svo að fresta varð ferð- inni um einn sólarhring. Morgun- inn eftir, 2. júlí, sem var þriðju- dagur, settist flugkonan undir stýri klukkan tíu að morgni og renndi á stað. En það var eins og flugvélin vildi ekki halda áfram. Hún rann áfram eins og hún væri föst við flugbrautina. Seinast voru ekki nema nokkrir tugir metra eftir. Mönnum leizt ekki á blikuna. En allt í einu kallaði einn: „Þar greip hún flugið!“ Það var rétt. Flug- vélin var laus við jörð og stefndi upp í loftið. Svo tók hún stefnu í austurátt. Þetta var í fyrsta skipti að kona ætlaði að bjóða dulmögnum Kyrra- hafsins birginn. En hún þurfti ekki að flækjast á skipi milli grynninga og eya, þar sem mann- ætur bjuggu. Hún fór í loftinu og með 200 mílna hraða á klukku- stund. Hún flaug yfir Salomons- eyar. Þær sáust íafn greinilega á dimmbláum sjónum eins og hún hefði haft stórt landabréf fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.