Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 2
502 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Afstöðumynd er sýnir legu hellanna ust þá þrír minni hellar. Enn var farið í hellakönnun sunnudaginn 11. ágúst og tóku þátt í henni Guð- mundur Illugason á Borg á Sel- tjarnarnesi og Einar Hallsson í Hlíð. Fannst þá sá hellir, sem hér er nefndur Vegghellir; og einn minni hellir, en vegg þann, er Vegghellir dregur nafn sitt af, fann Einar Gíslason á Heggstöðum sunnud. 18. ágúst. Þeir menn, sem hér hafa verið neindir, gátu ekki komið við neinum nákvæmari mælingum á hellunum, en svo mik- ið var ljóst af frásögnum þeirra, að hér var um merkilegan hella- fund að ræða. Um helgina 21.—22. sept. var gerð út ferð til nánari athugunar á þessum hellum, að undirlagi þess er þetta ritar. Um 20 manna hópur tók þátt í þeirri ferð og var nær helmingur hans nýkominn úr ferð til Tungnárbotna og Grímsvatna undir stjórn Guð- mundar Jónassonar, ex einnig sat við stýri í þessari ferð. Meðat þeirra, er aðstoðuðu við hellamæl- ingarnar vil ég einkum nefna Magnús Jóhannsson útvarpsvirkja Gísla Gestsson safnvörð og Jó- hannes Briem. Farið var um þá hella, er áður voru fundnir, svo og um tvo smáhella, er fundust til við bótar, og lengd þeirra flestra mæld nokkuð nákvæmlega. Er lega hellanna, lengd þeirra og höfuð- stefna sýnd á meðfylgjandi kort skissu. Miklu lengstur hellanna er sa sem hér er nefndur Borgarhellir Heildarlengd hans reyndist vera 430 m, eða hálf lengd Raufarhóls- hellis. Meðfylgjandi kort af helli þessum er byggt á mælingum okk- ar. Stefnur voru ákveðnar með einföldum hornamælingum, því á kompásstefnum er ekki að treysta inm í blágrýtishellum. Vera má þó, að einhversstaðar hafi skekkja orð- ið á mælingum okkar, því þær voru framkvæmdar í flýti. Breidd og lengd voru mæld með málbandi, en hæðin, sem sýnd er með tölum á kortskissunni, er áætluð, og því næsta ónákvæm. Eiginlega er undarlegt, að Bórg- arhellir skuli ekki hafa fundizt. fyrir löngu, því hann leynir alls / ekki á sér. 150 m NNV af rótum Gullborgar, sem er mjög falleg eld- borg, er sig í hrauninu, 45 m langt og 10—20 m breitt, en 5—7 m djúpt og auðgengt niður í það. Blasir þá við hellismunninn, 15 m breiður og allt að 5 m hár, í norður enda sigs- ins, en heildarsteína hellisins er N 10°V. Fyrstu 170 metrana eða svo er hellisgólfið þakið hraunstykkj- um, sem hrunið hafa úr þakinu og er sá hluti hellisins því fremux ógreiðfær, en þar fyrir innan er hellisgólfið víðast slétt og greið- fært. Hvergi er hætta á að reka sig upp undir, því alls staðar er hátt til lofts, svo sem sjá má af kort-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.