Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 5
LESBOK íviORGUNBLAÐSINS 509 Sigur lífsins — kvikmynd S. Í.B.S. afrek menningar og mannúðar, þvf að það voru þau vopn, sem beitt var. Þjóð og þing stóð samhuga í baráttunni og árangurinn er því gott dæmi um sannleik hins forn- kveðna, að „sigursæll er góður viljú'. En þegar nefna skal nöfn þeirra, er bezt gengu fram, þá ork- ar ekki tvímælis, að það eru nöfn dr. Sigurðar Sigurðssonar berkla- yfirlæknis og Sambands íslenzkra berklasjúklinga. Örvæntingarfull barátta við hvíta dauðann SAMBAND íslenzkra berklasjúkl- inga hefir látið gera kvikmynd, er sýnir baráttu íslenzku þjóðarinnar við „hvíta dauðann" og sigurinn yfir honum. Þetta er merkileg saga og sónn. Meðan aðrar þjóðir háðu hinn hrottalegasta hildarleik, með- an allur heimur dundi og skalf af heljarþrumum sprenginga eins og hann væri í fjörbrotum, en tug- miljónir manna létu lífið, var á íslandi háð kyrlát en markviss barátta við hinn ósýnilega óvin lífsins, berklaveikina, sem ekki fór fram með vábrestum og voðagný. heldur læddist í myrkrunum og var því verri viðureignar en sýnilegir óvinir. Um langan aldur höfðu menn staðið ráðþrota gagnvait henni, því að á henni var ekki hægt að festa fang frekar en á vofu, og hún sveik alla í tryggðum. En svo fór þó, að í þann mund er allar hernaðarþjóðir höfðu beðið ósigur 1 heimsstyrjöldinni, höfðu íslend- ingar unnið sigur á „hvíta dauð- anum“. Þetta var fagur sigur, glæsilegt Kvikmyndin er saga baráttunnar í stuttu máli. Hún er ekki áróður fyrir SÍBS, heldur þakklætisávarp til þjóðarinnar, fyrir þann skiln- ing, sem hún hefir sýnt á málinu og fyrir þær fórnir, er hún hefir fært. En jafnframt er hún nokkurs konar skilagrein til þjóðarinnar um það, hvernig varið hefir verið því fé, er hún hefir lagt fram. Myndin sýnir örvæntingarfullan dapurleik þeirra tíma, er veikin magnaðist ár frá ári og menn stóðu Vinnuhælið Reykjalundur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.