Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 8
924 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerðist í september Hákon Noregskonunfifur and -aðist aðfaranótt 21. sept. For- setahjónin, herra Ásgeir Ás- geirsson og frú Dóra Þórhalls- dóttir, fóru utan um mánaða- mótin til þess að vera við út- för hans. Alþingi var kvatt saman til funda hinn 10. október. VEÐRÁTTAN Sunnanlands mátti heita eymunatíð allan þennan mánuð, stillt veður og bjart yfirleitt, en nokkrum sinnum næturfrost, mest um 4 stig. Náðu menn öllum heyum sínum með ágætri verk- an. En norðanlands var hin mesta ótíð, gat vart heitið að þurr dagur kæmi, en stundum stórrigningar. Áttu bændur þar mikil hey úti. Snemma í mánuðin- um snjóaði í fjöll þar og tepptist um- íerð um Siglufjarðarskarð hvað eftir annað vegna fannkyngis. — Göngur munu yfirleitt hafa gengið vel og fé er fremur vænt. AFLÁBRÖGÐ Togarar öfluðu sæmilega í mánuðin- um, bæði hér við land og við Græn- land. Nokkrir togarar fóru með afla sinn til Þýzkalands og fekk Röðull þar metsölu, 168.536 mörk fyrir farminn. Það þótti nýung, að vel veiddist í þorskanet inni í ísafjarðardjúpi. En síldveiðarnar fyrir Vesturlandi brugð- ust mjög og veiddist ekkert í lok mán- aðarins. — Síldarútvegsnefnd samdi um sölu á 130.000 tunnum af Suður- landssíld, en þá voru ekki komnar á land nema 19.000 tunnur í öllum veiði- stöðvum. ELP VOÐAR Tveir heybrunar urðu í Eyjafirði, annar að Merkigili og brunnu þar 40— 50 hestar af heyi, hinn að Kífsá (1.) Eldur kom upp í hlöðu að Hvammi á Landi og brann hlaðan og 20 kúa fjós (20.) Eldur kom upp i rannsóknastofu geð- veikrahælisins Klepps, og urðu þar tals -verðar skemmdir (24.) Kviknaði í verkfærageymslu Hafnar- gerðar Akraness, en lítið tjón varð (26.) SLYSFARIR Maður í Reykjavík varð undir sem- entspokum og fótbrotnaði (4.) Gömul færeysk skúta strandaði hjá Kúvíkum. Mannbjörg. Þór náði skip- inu út og dró til Akureyrar (6., 7.) Tveir verkamenn í Reykjavík brennd -ust í andliti er skammhlaup varð í rafmagnsstreng er þeir voru að fást við (18.) Ellert Berg Þorsteinsson húsgagna-. smiður í Reykjavík varð fyrir slysi við vinnu sína og beið bana af (28.) Bergfoss, gamalt járnskip frá Siglu- firði, strandaði við Grímsey. Mann- björg, en skipið er frá (28.) BIFREIÐASLYS Vivian Svavarsson, kona séra Garð- -ars Svavarssonar, varð fyrir bíl í Reykjavík og fótbrotnaði (1). Öldruð kona, Guðrún Jónsdóttir, varð fyrir bíl í Reykjavík og hand- leggsbrotnaði (4.) Bíll ók út af vegi á Vatnsleysuströnd, bílstjórinn slasaðist, en þrír farþegar sluppu ómeiddir (10.) Bílaárekstur varð á Miklubraut í Reykjavík og meiddist einn maður (12.) Olíubíll rakst á brúarstöpul í Norður- árdal og fór út af. Bílstjórinn slasaðist allmikið og var fluttur í sjúkrahús á Akranesi (19.) Jón Heiðberg kaupmaður í Reykja- vík varð fyrir bíl og brotnaði um axlar- lið (19.) Sex ára stúlka, Kristín Ása Jóns- dóttir, varð fyrir bíl í Reykjavík og beið bana (27.) MANNALÁT 2. Guðrún Guðmundsdóttir frá Hlíð, Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.