Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 521 mikill sjávargangur og var örðugt að ná líkunum, en þó tókst það að lokum. Báru þeir þau svo ofarlega í fjöruna, lögðu þau þar til og breiddu sjóklæðin yfir þau. Rétt a eftir fundu þeir önnur tvö lík og báru þau upp með sama hætti. Gengu þeir svo „austureftir með flæðinni" og sáu að þar lá fimmta líkið, skorðað í klungri fram í brim -garðinum. Tókst þeim einnig að bjarga því með miklum erfiðis- munum og nokkurri lífshættu, þvv að brimskaflar riðu á þá hvað eftir annað. Báru þeir þetta lík upp á sjávarbakkann og lögðu þar til sem hin líkin. Þeir Jón hreppstjóri og Einar voru nú komnir og var ráðgast um hvað gera skyldi. Fjögur líkin lágu undir svo háum sjávarbakka, að ekki var viðlit að koma þeim upp nema á börum og með meiri mannafla. Var þá Einar sendur upp að Efranesi að sækja Árna Jóns- son, Jón hreppstjóri reið út á bæi að safna mönnum, en hinir þrír fóru heim að Ketu og Mallandi að sækja timbur og bönd og flýttu sér eins og þeir gátu. Hittust svo allir á slysstaðnum og voru þá 13 sam- an. Voru líkin nú borin upp á bakk- ann. „Var svo gefið um þeirra ásjónur. Gaf Jón Jónsson og kona hans tveimur af þeim hreint og gott lín, og Bjarni Högnason gaf öðrum tveimur hreint lín, en ein- um þeirra gaf Jón Hrómundsson sæmilegt lín“. Fluttu þeir svo líkin til kirkjunnar í Ketu og var því lokið fyrir sólarlag. 4 LÍKIN voru greftruð að Ketu, en Árni og Einar voru ekki við þá athöfn. Líklega hefir jarðarförin farið fram á laugardaginn, því að Árni afsakaði fjarveru sína með því, að hann hefði ,þar ei verið til- kvaddur af neinum manni“ og á laugardaginn hefði hann farið vest- ur að Spákonufellshöfða, eftir skip- an föður síns, er þar var staddur. Svo virðist sem Einar hafi þorað að fara niður að sjó eftir að líkin voru fundin, því að hann tíndi þar saman ýmislegt rekald, svo sem færaþvögu og hatt, 18 fiska sem allir voru vargetnir, eina lúðu og tvo eða þrjá lúðubita. Einn fiskinn tók hann sér til matar, en tilkynnti ekkert um þennan fund, heldur fleygði öllu í skutinn á skipi, sem sýslumaður átti þar uppi stand- andi. Virðist svo sem hann hafi haldið að þá væri allt komið til skila, er það var komið í bát sýslu- manns! Úr skipinu hafði rekið seglvið, lítinn fleka með þolli og járni. fimm árar lítilfjörlegar og var ein brotin, mastursbrot og stýri með lítilfjörlegum krókum og stjórn- taumi, járnkrók, stjakabrot og masturshúfu, og svo var fiskurinn, sem vóg þrjá fjórðunga, ennfrem- ur gömul og ný veiðarfæri, höggvin og skemmd. Svo var fatnaður bátverja, sem af þeim var tekinn og í land rak. Er rétt að birta hér skrá um það, því að hún sýnir nokkuð hvernig þeir hafa verið útbúnir: „Skinn- brók nýleg og skinnstakkur for- manns, skinnstakkur nýlegur og annar vel brúkandi, tveir skinn- stakksræflar og lítilfj örleg skinn- svunta, tvennar niðurlags skinn- buxur, þrennir landskór. blá klæðis -peysa halfslitin af 6 para klæði hollenzku, sauðsvartar vaðmáls- buxur vasalausar, sauðsvartar vað- málsbuxur og kot, sokkabönd og hnífskeiðar, ein gömul og slitin prjónapeysa af formanni með ein- um sjóvetlingi, prjónapeysa grá ný- leg, prjónapeysa slitin, hollenzkur prjónhattur, tveir niðurlagshattar. buxnahnappar“. Allt var þetta virt á 1 hndr. 83 al. f-'ar af skyldi takast legkaup 6 manna, 72 alnir og líksöngseyrir til prests 36 alnir. Þær 95 alnir, sem þá voru eftir, skyldu skiftast milíi þeirra 13 er líkin fluttu til kirkju, leituðu áður og lögðu til lín og hesta, og var hreppstjórum falið að sjá um „að hver fái eftir sínu ómaki og kostnaði“. 4 JENS SPENDRUP var nú sýslu- maður í Skagafjarðarsýslu og hafði hann réttarhöld á Skefilsstöðum út af þessu máli dagana 24. og 25. nóvember 1730. Er frásögnin hér tekin eftir dómabók hans. Framkoma þeirra Neðraneshjóna þótti með ódæmum. Herþrúður kom ekki til þingsins. þótt stefnd væri, og bar Einar því við að hún hefði ekki mátt fara frá börnunum. Lét sýslumaður þar við sitja, því að hann mun hafa þótzt fá nægar upplýsingar um framkomu hennar hjá öðrum vitnum. Varð svo dóm- ur hans á þessa leið: „Einar og hans kona, sem ekki hafa við leitast að flytja manninn (Jón) til síns heimilis og þar hjúkra honum og leita lífsnæring- ar sem ber, heldur með þeirra ótil- bærilegum undandrætti látið mann inn svo lengi liggja úti í kulda og óveðri, hvar af hann hafi mátt dauðann bíða, — skulu fyrir sitt ókristilegt athugaleysi og ótilheyri- legt miskunnarleysi við þeirra sam -kristinn náunga, betala til manns- ins lögerfingja fullar mannbætur, þrenn 18 lóð silfurs, sem gera 27 rdl. í krónum, og til kóngdómsins 20 lóð silfurs, það eru 10 rdl. í krónum, fyrir það að Einar lýsti ekki fiskinum að lögum en dró þó ekki leynd á, skal hann betala til fátækra hér innan hrepps 2 rdl. í krónum, eða 60 alnir á landsvísu og vera óskertur á æru sinni. Skal þetta allt betalast til sýslumanns heimilis fyrir n. k. sumardaginn fyrsta 1731. En ef hér gerð sektar- gjöld eru þá ekki fram kotnin, tte

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.