Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 52S væri lesmálið skráð, en það kæmi fram á mjóum strimlum, líkt og í símaáhaldi. Þessi strimill var síðan látinn ganga í gegn um aðrar vélar og þær vinsuðu úr kenniorðin. Þegar til Chepstow kom, fór Smed- ley með mig til „Beaufort Arms“ og þar kom hann mér í kynni við dr. Or- ville Owen. Þetta var lágur maður og gildur, dökkur á brún og brá, hrukk- óttur á enni og með mikið skegg og tindrandi blá augu að baki gullspanga- gleraugum. Þarna í gistihúsinu voru einnig tveir karlmenn og þrjár konur, brezk og amerísk, en öll úr félagi Bacon-sinna. Að kvöldverði íoknum skýrði dr. Owen mér frá því, að hann hefði ráðið margar dulrúnir, en engar jafn þýð- ingarmiklar og þær sem hann væri nú með. Með hjálp þeirra véla, er hann hafði fundið upp, kvaðst hann hafa fundið þetta dulmál í fágætum formála fyrir bókinni „Arcadia“ eftir Sir Philip Sideny. „Leikrit Bacons, er hann birti undir nafni Shakespeare, voru svo vinsæl" mælti dr. Owen, „að gervihöfundurinn gerðist stór upp á sig og kröfuharður. Hann heimtaði fé af Francis Bacon og hafði í hótunum við hann. Þeir mæltu sér mót á afviknum stað skammt frá Stratford-on-Avon, til þess að útkljá málið. En heimtufrekja Shakespeares var svo mikil að Bacon reiddist, dró sverð sitt úr slíðrum og rak það Shake- speare í hjartastað“. „Hvernig vitið þér allt þetta?“ spurði eg. „Það er frá þessu sagt í dulmáli, en vélarnar minar hafa fundið lykilinn að því“, svaraði hann. Og svo helt hann áfram sögunni: Þegar Shakespeare var fallinn, ákvað Bacon að tryggja það, að hann hefði sjalfur heiðurinn af því að hafa ritað þau skáldverk, sem hann hafði áður eignað Shakespeare. Hann ákvað að fela öll handrit sín á öruggum stað, en nota dulmál sitt til þess að benda seinni aldar mönnum á hvar þau væri að finna. Merkileg viðbót við þessa sögu var það, að Bacon hefði höggvið höfuðið af Shakespeare, smurt það og látið það niður í járnkassa. öll handrit sín og fimm hundruð beztu bækur úr bóka- safni sínu, lét hann í samskonar járn- kassa, og urðu þessir kassar alls 66. í dulmálinu sem dr. Owen hafði ráðið var bent til þess með áttavita tilvitn- unum, hvar þessir kassar hefði verið faldir. Varð ekki betur séð en felustað- urinn væri á stalli í miðju bjargi, 100 feta háu, sem er hjá ánni Wye, en á þessum kletti stóð áður Chepstow- kastali. Dr. Owen sýndi okkur afrit af sög- unni sem hann hafði unnið úr dulmái- inu, og virtist hún hin skilmerkileg- asta. Þar var sagt að járnkassarnir hefði verið fluttir á báti niður Wye að næturlagi, en þjónar Bacons hefði dreg -ið þá í bandi upp á stallinn og falið þá þar í helli. Og þegar allir kassarnir voru komnir í hellirinn, var byrgt fyr ■ ir munnann. Og þess vegna höfðu þeir dr. Owen, Mr. Smedley og hitt fólkið þegar fengið tvo námamenn til þess að opna hellirinn. Snemma næsta morguns Jögðum við á stað til hellisins. Leiðin lá um rústir Chepstow-kastala, en eigandi hans, her- toginn af Beaufort, hafði veitt leyfi til þess að uppgröftur hellisins færi fram. Ofan af brún bjargsins voru fyrst mis- jöfn þrep, og var mér sagt að þau hefði fundizt þegar verkamennirnir byrjuðu að vinna þarna, en verið al- gjörlega gróðri hulin áður. Þegar kom niður undir mitt bjargið, varð að hand- styrkja sig á festi framan í því, til þess að komast á stallinn, þar sem námamennirnir hömuðust með möl- brjót og járnkarl við að grafa göng inn í klettinn. Um hálfs mánaðar skeið var þessum greftri haldið áfram, og enda þótt Bacons-sinnar hefði enn óbifanlega trú á að árangur yrði góður, þá símaði eg nú til Kennedy Jones og kvaðst ætla að þetta væri tóm vitleysa, enda þótt eg fengi ekki séð hvað dr. Orvil’.e Owen ætlaði að græða á þessu. En þá um kvöldið fór málið að skýrast. Sögulegar heimildir herma að Franc- is Bacon hafi dáið 1626, havði fengið lungnabólgu eftir sleðaferð í Highgate. En Orville Owen hafði uppgötvað aðra heimild um þetta í dulrúnum sínum. Þær sögðu að Francis Bacon hefði ekki dáið fyrr en 1642, en hann hefði látisl deya 1626 og látið jarða sig. En hann hefði aðeins verið svæfður með opíum og síðan grafinn upp og vakinn til lífs með meðali, sem dr. Owen fullvissaði mig um að læknavísindin hefði endur- uppgötvað nú fyrir skemmstu. Ástæðuna fyrir þessu uppátæki kvað dr. Owen hafa verið þá, að Bacon hefði fundið upp flugvél og flogið í henni Þvi miður komust pólitískir andstæð- ingar hans að þessu, og þeir flýttu sér að kæra hann fyrir galdur, sem þá var dauðasök........ Enda þótt ekki gengi neitt um hand- ritafundinn, þá hafði dr. Owen meiri fróðleik í pokahorninu, og helt hinum við efnið. •„Fundur handritanna er ekki það eina, sem mun setja heiminn á annan endann", sagði hann. „Langt frá því. Bacon var aðdáanlegur maður. í dul- mál' sínu hefir hann gefið nákvæma lýsingu á flugvélinni. Já, hvorki meira né minna. Uppgötvunin var byggð á nýu náttúrulögmáli, sem hann hafði fundið, en enginn annar hefir upp -götvað. Það getur verið að þessir Wrigth-bræður hafi getað iyft sér frá jö-ð nrr komizt nokkra metra í loftinu, en Bacon — hann flaug! Hann gat . nvaða næð sem hann vildi og hann gat flogið eins hratt og hann vildi. Hvernig eg veit þetta? spyrjið þið. Þetta stendur allt í dulmálinu. Flugvél hans var gerð af sjö skálum eða malm- klukRum. Upp úr hverri þeirra var áhald líkt og „gyroscope11 er nú, og þau snerust. Þegar snúningshraðinn jókst, hvein innan í klukkunum og kallaði Bacon það hljóð „suðu“. Þegar snún- ingshraðinn jókst enn meira, hvarf þessi suða, en þá kom fram nýtt hljóð, sem hann kallaði „brýnslu". Þetta hljóð kom á stað bylgjugangi í loftinu, sem vóg upp á móti aðdráttaraflinu, og þá hófst flugvélin á loft“. „Hvaða afl hafði hann til þess að snúa snældunum svo hratt?“ spurði eg. Það kom einhver glampi í augun á Owen bak við gleraugun. „Það stendur allt í lýsingu Bacons á flugvélinni", svaraði hann. „Og þeg- ar er rannsókninni er lokið, munum vér smíða slíka flugvél. Vér höfum þegar fengið einkaleyfi á henni, og lítið líkan, sem gert hefir verið af henni, var reynt, en þótt það væri lítið, gat það lyft 22 smálestum. í slíkri flugvél get eg farið yfir Atlantshafið með þeim hraða, er ekk- ert takmarkar nema viðnám gufuhvolfs -ins. Flugvélin mun fljúga svo hratt, að það verður að þekja hana með asbest, svo að hún blátt áfram bráðni ekki eins og loftsteinn". Nú varð þögn og dr. Owen virtist athuga hver áhrif orð hans hefði haft. Honum hefir víst litizt vel á það, því að nú helt hann áfram. „Eg þarf vist ekki að útlista fyrir ( I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.