Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 1
Skipbrotsmaður verður fyrir
miskunnarlausri meðferð
ÞAÐ var mánudaginn 11. sept.
1730 að Grímseyingar reru til
fiska eftir vanda. Formaður á ein-
um bátnum var Jón Jónsson bóndi
í Syðri Grenivík og voru fimm
hásetar á skipi með honum, en
ekki eru þeir nafngreindir. Jón
var talinn einhver fremsti bóndi
í eynni á sínum tíma og segir Espó-
lín að hann hafi verið maður „knár
og liðgóður". Snemma mun hafa
verið róið og sennilega hafa menn
ekki haft neitt nesti með sér, það
var ekki siður á þeim árum, heldur
munu þeir hafa gleypt einhvern
matarbita áður en þeir fóru.
Bátur Jóns var sexæringur. Var
hann með seglaútbúnaði og árum,
en árarnar voru grannar og lítil-
fjörlegar. Allir munu þeir hafa
verið í skinnklæðum að nafninu.
Áttavita höfðu þeir ekki, enda
var ekki siður þá að hafa slíkt á-
hald í bátum.
Loft var þungbúið er þeir lögðu
á stað. Reru þeir síðan norður og
vestur frá eynni og er þeir voru
komnir til miða, lentu þeir þegar í
fiski. Um sama leyti skall á þá
þreifandi þoka og skeyttu þeir því
ekki um hríð. En er þeir ætluðu
að halda til lands, voru þeir ramm-
villtir og vissu ekki hvar þeir fóru.
Síðan tók að hvessa og gerði brátt
stórviðri af norðaustri, svo ekki
var um annað að gera en hleypa
undan upp á líf og dauða. Hrökt-
ust þeir þarna í dimmviðri og
stormi allan daginn og alla næstu
nótt og voru þá orðnir mjög þjak-
aðir af hungri, vosbúð og kulda.
Um morguninn sáu þeir land og
voru þeir komnir nærri því. Gekk
þar nes nokkurt fram í sjóinn og
voru þeir komnir innanhallt við
það. Norðan við nesið sáu þeir tvo
báta í fjöru og virtist þeim sem þar
mundi helzt að leita landtöku. En
svo máttfarnir voru þeir, að þeim
tókst ekki að berja fyrir nesið. Bar
svo bátinn upp á boða og hvolfdi
*
t