Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 519 MORGUNINN eftir beið Árni heima í Efranesi fram undir há- degi, því að hann átti von á því að Einar mundi senda til sín og biðja sig að koma í fjöru með sér og vita hvort nokkuð fleira hefði rekið. En enginn kom, því að Ein- ar hafði farið upp í heiði á engjar í býtið um morguninn. Og svo fór Árni líka á engjar. Áður en Einar færi að heiman um morguninn, skipaði hann syni sínum 11 ára gömlum að fara nið- ur að sjó og sækja hestinn, er hann hafði skilið eftir kvöldið áður, og koma með hann fram á fjall til sín um daginn. Þegar nokkuð var komið fram á dag, fór drengurinn þessa sendiferð og gekk niður lág- ina, sem þeir Einar höfðu riðið kvöldið áður. Og þar í láginni sá hann mann nokkurn liggjandi, og ekki fyrr en hann var alveg að honum kominn. Trylltist drengur- inn af hræðslu við þetta, gleymdi hestinum, en tók til fótanna og hljóp heim. Sagði hann móður sinni með andköfum frá því, sem hann hafði séð. Herþrúður gekk þá með drengn- um niður að sjó og sá manninn. Hafði hann þá risið upp við aln- boga. Ekki fór hún til hans, held- ur laumaðist á bak við hól, svo að hann sæi sig ekki, náði í hest- inn og fór heim með hann. Sagði svo Ólafur í Kelduvík, að Einar hefði sagt við sig síðar, er um þetta var rætt: „Ekki er kona mín svo miskunnarlaus ,að hún hefði ekki hjáipað manninum, ef hún hefði þorað, eða annars getað fyrir hræðslusakir til hans komið“. Þegar heim kom, sendi Herþrúð- ur drenginn á engjar til föður síns með þessar fréttir og bað að hann kæmi heim hið fyrsta. Það var nær miðaftni en nóni er drengurinn kom á engjarnar og sagði tíðindin. Einar fór þá til Árna Jónssonar, sem var að heya V í flóanum þar skammt frá, sagði honum hvað fyrir hefði komið og bað hann blessaðan að koma með sér niður að sjó og vitja um mann- inn. Brást Árni vel við því og fór með honum. En ekki fannst Einari liggja mjög mikið á, því að hann gaf sér nú tíma til þess að binda hey upp á tvo hesta, svo hann gæti flutt það heim með sér í leiðinni. Fyrir þetta urðu þeir að ganga alla leið. Með heyið fóru þeir heim að Neðranesi og lögðu svo á stað gangandi niður að sjó. Rákust þeir þá brátt á manninn. Lá hann nú á klapparholti fyrir ofan dokkina, um miðja vegu milli sjávar og bæar. Hafði hann þá skriðið meðal bæarleið. Veður var kalt og svo hvasst að illt var að tala saman. En Einar vék sér þó þegar að manninum og sagði: „Sæll vertu, maður!“ Heyrðist honum þá ekki betur en maðurinn svaraði: „Guð blessi þig!“ „Hvað fyrir mann ertu?“ spurði Einar. „Úr Grimsey“, svaraði hann. „Varstu með marga menn?“ spurði Einar. „Við sjötta mann“, svaraði hann. „Varstu formaður?" spurði Ein- ar og játaði hann því. „Meinarðu að mennirnir hafi lífs af komizt?“ spurði Einar. „Ónei“, sagði hann. „Hvað heitirðu?" spurði Einar. Hann kvaðst Jón heita. „Ertu giftur maður?“ spurði Ein- ar og játaði hann því. Þarna var þá kominn Jón bóndi í Syðri Grenivík í Grímsey, stór- slasaður eftir hildarleik sinn við brimið og örmagna af hungri og kulda. Sagði hann þeim nú hrak- fallasögu sína, eins og frá henni hefir verið skýrt hér að upphafi. Kvað hann sig hafa borið þarna að landi á þriðjudagsmorgun og Hér sést slysstaðurinn Húnsnes og næstu bæir til beggja handa. hafa nú legið ósjálfbjarga í þrjú dægur, því að nú var komið mið- vikudagskvöld. Þá spurði Árni hvort hann hefði orðið var við nokkra mannaferð þar niður undir sjónum í gær- kvöldi, og kvað hann nei við því. En þá um daginn kvaðst hann hafa séð tvö börn og kallað á þau, en þau hefðu ekki gengt sér. Greip Einar þá fram í: „Þau voru bæði óvitar“. Þetta höfðu þá verið börn Ein- ars og höfðu farið af forvitni nið- ur eftir að sjá þennan furðumann. En Jón hafði síðan dregið sig í þá átt er hann sá þau fara og var þess vegna kominn hálfa leið heim að Neðranesi þegar þeir Árni og Ein- ar komu til hans. Þá spurði Árni hvort hann væri nokkuð laskaður. „Já“, svaraði hann, „og mest þó yfir um mig. Og eg bið ykkur í guðs nafni að hjálpa mér til mannabyggða þar sem skemmst er, því að eg er nær dauða en lífi“ I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.