Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 4
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Hvemig á eg að fara að því?“ sagði þá Einar. „Eg er hestlaus og ekki get eg borið þig! Við Árni verðum fyrst að sækja hest“. Þá sagði Árni: „Eg vil að við flytjum hann heim til þín, því að þangað er skemmst“. „Eg er ekki fær um að veita hon- um neina hjálp“, sagði Einar, „hvorki til fata né matar, því að mitt heimili er svo bágstatt”. Þá sagði Jón: „Það er sama hvað eg fæ að borða og þótt það sé ekki nema svo sem mjólkurmörk, þá kann það að bjarga mér“. £ ÞEIR lögðu nú á stað að sækja hestinn. Hugsunarleysið ríður ekki við einteyming. Fyrst gefur Einar sér tíma til þess að binda votaband, þótt hann viti að maður er í hættu staddur. Þeir flytja heyið heim á tún og skilja hestana þar eftir, en fara fótgangandi að vitja um manninn. Veður er hvasst og kalt og þeir sjá að hann er nær dauða en lífi. Samt byrja þeir á því að spyrja hann spjörunum úr, þar sem hann liggur á bersvæðismel Og síðan fara þeir báðir frá hon- um til þess að sækja hest heim að Neðranesi. Hestur Árna stóð þar í hlaðinu. Þeir byrja á því að leggja á hann reiðing með klyfbera. Enn einn vottur um hugsunarleysið, eða heldu þeir að betur mundi um manninn fara á klyfbera en í hn? eða á þófa? Það barst í tal þar heima, að Jón yrði þangað fluttur, en Her- þrúður aftók það með öllu. Einar minntist þess þá, að Jón hafði tal- að um að mörk af mjólk mundi hressa sig, og bað því konu sína að mjólka kúna, og hafði síðan mjólkurmörk með sér. Heldu þeir ivo þangað sem Jón lá og drakk haan mjólkina með hvíldum. Hann var bæði berhöfðaður og berhend- ur og tók Einar því af sér hettu sína og vetlinga og lét á hann. Síð- an lyftu þeir honum á bak hest- inum og létu hann sitja karlvega fyrir aftan klakkana og gerðu hon- um ístöð úr reipum. Var Einar einráðinn í því að flytja hann inn að Mallandi og þóttist Árni ekki geta neitt við það ráðið. Inn að Mallandi er langur vegur og var hann illur yfirferðar um þær mundir. Veðrið lægði ekki og nú var farið að dimma. Þeir skipt- ust á um að teyma hestinn og styðja Jón á baki. Er þeir höfðu gengið þannig nokkra hríð, spurði Jón hvort þeir gæti ekki gefið sér eitthvað að drekka. En það gátu þeir ekki. Var svo enn haldið áfram um stund. Þá spurði Jón hvort enn væri langt til mannabyggða. Voru þeir þá komnir inn að Mallandsskarði, og eftir það mælti hann ekki neitt. Að Mallandi komu þeir um dag- seturs skeið. Sagði Einar seinna að Jón mundi þá enn hafa verið lif- andi, því að hann hefði stunið. En er þeir tóku hann af baki, sagði Einar að sér hefði virzt líða yfir hann. Settist Einar þá undir herð- ar hans og bar nú heimafólk að. Kona Snorra kom með einhvern drykk og reyndu þau að dreypa á Jón, „og vissi eg ei betur en hon- um niður rynni“, sagði Einar síð- an, „þar eg sá það ei ganga út af vitum eða munni hans“ Þá bænd- urna Bjarna og Snorra bar nú þarna að og sáu þeir ekkert lífs- mark með Jóni. Sagði Snorri að Einar hefði verið að bera sig að dreypa á hann, en sagt þó: „Honum rennur ekki niður, þvi að hann er kominn í guðsfrið!" Bjarni rauk þá út í skemmu sem hann átti og fór að taka þar til, svo að hægt væri að koma líkinu þar fyrir. Var Jón svo borinn inn í skemmuna og færður úr utanhafn- arfötum, en það var skinnstakkur, kot og buxur. Var þá athugað hvort nokkurt lífsmark leyndist með honum, en það reyndist ekki vera. Var hann svo lagður til eftir venju, og síðan fóru þeir Árni og Einar heim. En áður en þeir færi, skoraði Snorri bóndi á Einar að fara þegar með morgni niður að sjó og vita hvort hann rækist ekki á lík þeirra, sem fórust. Fyrir sólarupprás næsta morg- un (fimmtudag) fór Bjarni Högna- son inn að Ketu að tilkynna þeim hreppstjórunum þennan atburð, og bað þá að hjálpa sér að koma lík- inu til kirkju. Brugðu þeir skjótt við og fóru út að Mallandi. Var þá búið um líkið og gaf Guðrún Jónsdóttir húsfreya klút af „góðu og hreinu líni“ til þess að breiða yfir ásjónu þess. Fluttu þeir svo líkið heim í kirkjuna á Ketu, og fannst öllum mikið um þennan at- burð. Þá hóf Jón Jónsson hreppstjóri máls á því, að sér þætti nauðsyn til bera að gengið væri á fjörur og leitað, og fellust hinir á það. Lögðu þeir svo fjórir á stað, og fóru nið- ur að sjónum þar sem þeir komust fyrst niður vegna bjarganna. Heldu þeir svo út með fjörunum, ríðandi og gangandi, langleiðina út að Húnsnesi, en urðu einkis vísari. Þá skildi Jón Jónsson við þá og reið heim að Neðranesi til þess að fá Einar með í leitina, ef hann skyldi vera heima. Hitti Jón hann úti á túni og spurði hvort hann hefði nokkuð farið niður að sjó um morguninn, en Einar kvaðst ekki hafa þorað það, hann hefði ekki hugrekki til þess að leita einsam- all. Ekki hafði hann þó neitt á móti því að fara með Jóni. Nú er að segja af þeim hinum þremur, að þeir heldu áfram leit- inni allt út á Húnsnes að sunnan- verðu. Þar fundu þeir þá fyrst tvö lík saman í flæðarmáli. Þarna var 4 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.