Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 14
530 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yður hve heppnir þeir menn verða, er fyrstir gerast hluthafar í hinu nýa fé- lagi er vér höfum stofnað til þess að smíða Bacon-flugvél. Lítið brot úr einu hlutabréfi mun verða auðlegð eftir eitt eða tvö ár. Hugsið yður þetta: öll skip óþörf, allar járnbrautir óþarfar, allir bílar óþarfir! Hægt að komast á hvaða stað á jörðinni sem er á fáeinum klukkustundum! Þetta er stærsta tæki- færi sögunnar!" „Mér væri mikil ánægja að því að hafa yður í félaginu", bætti hann við. „Þetta er stórkostlegasta tækifærið, sem yður gefst á ævinni“. Hann opnaði skjalatösku, sem hann var með, og tók upp úr henni skjala- bunka. Eg sá þegar að þetta voru hluta -bréf. „Hér hefi eg til boða ofurlitla hlut- deild í félagi voru“, sagði hann, „og ef þér viljið fá nokkur hlutabréf — þau kosta 100 dollara hvert — já, þá yrði þetta mesti happadagurinn í lífi yðar“. „Þakka yður fyrir“, sagði eg. „Eg skal hugsa um þetta“. Morguninn eftir fór eg til Lundúna og skýrði framkvæmdastjóranum frá því, að engar líkur væri til þess að handrit Shakespeares mundu finnast. En þeir Bacons-sinnar létu ekki hug- fallast, hvorki út af því að handritin fundust ekki, né út af hlutabréfabraski dr. Owens. Nú höfðu þegar verið graf- in 50 metra löng göng inn í klettinn, og samskotin í það fyrirtæki voru á þrot- um. En þegar svo illa var komið, fekk dr. Owen skyndilega nýa opinberun. Hann minntist þess, að síðan Bacon hafði ritað dulmál sitt, hafði segulpóll jarðar færzt mjög úr stað, og það rask- aði öllum útreikningum um hvar hell- irinn væri að finna. Og þá var hætt við að grafa, og leyndarmálið um skáld -verk Shakespeares er enn óupplýst. t—^''cKSXsXsXT'x^J Vanskapningar EINN liðurinn í krabbameinsrann- sóknum í Bandaríkjunum heí'it verið sá að reyna á hænsum ýmis efni, sem menn grunar að geti valdið krabbameini. Hafa efni þessi verið sett bæði í egg og hænuunga og hafa tilraunirnar staðið síðan 1945. Stöðugt hafa farið fram kyn- Hnlgnar gengi Húnaþingi, hverfa drengir, þeir er iengi fast að marki stóðu sterkir, stirðnar glíma nú á tímum. Byggðin fríða eyðist óðum, út til stranda viða standa býli í eyði, inn til hlíða og í miðið leggjast niður. Lengst af tíma lítið gaman lifgar hljóðar norðurslóðir, ei að síður sólmár.uður seiðir menn á vettvang þenna, sem þar fundu eigi yndi, er þá flæmdi burt og dæmdi látlaust strit að litlum notum, leiði og dofi moldarkofans. Við, sem máttum verða eftir, vanta yl, er gegnum þilin miiii lista mæddi gustur, miðium gestum inu bezta, litlum föngum fátæklinga, fáir varðmenn heimajarða, þykjumst vera því að meiri: þraukað gátum, heima sátum. — Hérað vatna og stórra slétta starir móti ölduróti brims á hausti bárur geystar ber að landi inn við sandinn. En er sefur Ægir, stafar allan sjó á Húnaflóa, strendur hyllir uppi allar undir dúnalogn í júní. Vestarlega Vatnsnes skagar viku sjóar út í flóann, blandanir þessara tilraunahænsa og afleiðingin hefir orðið sú, að fram hafa komið allskonar van- skapningar, svo sem hæns með eitt auga í miðju enni, og önnur sem eru tortulaus. Þá hafa og komið úr eggjunum ungar, sem ekki höfðu neinn neðri skolt á nefinu, aðrir með örstutt nef, eða neflausir, heyrnarlausir ungar og jafnvel höfuðlausir. er þá sanda undirlendl inn af vog í mjúkum boga. Fyrir botni f jarðar vötnin fegra gera ið mikla hérað, miili rísa ýmsir ásar, á þeim kirkja og Borgarvirki. Lykt af sílum sjávar golan sendir af víði inn til hlíða, mönnum kynnir auðlegð unna, angar þang við sker og tanga, þrílit fjóla frammi í dölum flatir litar dýru gliti jafnt á báðar hendur, heiði hefst við botn, er dalur þrotnar. Fjöllin rauðum skrýðast skrúða skemstu nóttu fyrir óttu, Glóey sendir gullnum mundum geislastafi inn frá hafi, breiðu engin inni í Þingi eru dökk sem væri rökkur, bálin rauð á bæa rúðum brenna víða undir hlíðum. Þessir eldar eru kaldir, en þeir glampa skær enn lampar, eyðikota gluggar geta geislum sindrað, Ijósum tindrað, kaldur arinn inni fyrir eins og hart í brjósti hjarta yl í fangið færir engum fremur en sæluhús í kælu. Hvar er andi Ingimundar? Auðnuleysi Grettis hreysa yfir hvílir ýmsum sölum, yfir vofir mörgum kofa. Ljótur urgur er í mörgum, ýmsa hyllir þá, er spUla, lifir enn ið sama sinni, sami þjóztur, orsök róstu. Þessi vandi þarf að enda, þetta gengur ekki lengur. Nóg er yndi í Norðurlandi, nýbygging í Húnaþingi taki við og eyðióðul endurbyggist, mönnum tryggist. Bændaóðul byggðust áður bezt í þingi Húnvetninga. SIGURÐUR NORLAND (Orkt 1946) t \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.