Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 2
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS honum þar og drukknuðu allir há- setarnir fimm, en Jón formaður komst á kjöl. Brimið fleygði bátn- um á sker og mölbraut hann, en einhvernveginn flaut Jón á einu flakinu í land og gat skriðið upp úr fjörunni. Nesið, þar sem báturinn fórst, heitir Húnsnes og er utarlega á Skaga austanverðum. Næsti bær þar við er Neðranes og er þangað um 20 mínútna gangur frá sjó, en lengra uppi undir heiðinni er Efra- nes og er um 20 mínútna gangur milli bæanna. Næstu bæir fyrir innan á ströndinni eru Malland og Keta og er þangað rúmlega helm- ingi lengri leið en að Neðranesi. En næstu bæir utar á ströndinni eru Kelduvík og Þangskáli og er álíka langt þangað. Um þessar mundir bjuggu á Neðranesi hjónin Einar Halldórs- son og Herþrúður Þorbjarnardótt- ir. Þau áttu nokkur börn ung. Á Efranesi bjó Jón Árnason og átti uppkominn pilt, er Árni hét. Á Maliandi var tvíbýli. Hét annar bóndinn Bjarni Högnason en hinn Snorri Sveinsson. Á Ketu var einnig tvíbýli og bjuggu þar Guð- mundur Eiríksson og Jón Jónsson og voru báðir hreppstjórar. í Kelduvík bjó sá bóndi er Ólafur Jónsson hét. 4 ÞÁ ER ÞAR til að taka, að á þriðiudagskvöldið 12. sept. kom Árn Jónsson að Neðranesi, að finna Einar. Höfðu þeir róið dag- inn áður, en ekki getað gengið nógu vel frá bátnum, er í land kom, og vildi Árni nú fá Einar með sér nið- ur að sjó til að setja bátinn. Var Einar þá ekki heima, því að hann var ekki kominn af engjum. Árni hitti Herþrúði húsfreyu að máli og sagði henni erindi sitt, en úr því að Einar væri ekki heima, kvaðst hann mundu ríða inn að Ketu fyrst, því að hann ætti þangað erindi. en bað hana að segja Einari að hann skyldi búinn til iarar með sér, er hann kæmi aftur. Reið Árni svo inn að Ketu og dvaldist þar um hríð. Einar kom heim skömmu síðar og beið Árna um stund. En er hann kom ekki, hugði Einar að hann mundi hafa farið niður að lendingunni, og helt því á stað niður að sjó. Var þá enn dagskíma á vesturlofti er hann lagði á stað, en orðið skuggsýnt er hann kom í fjöruna. Ekki var Árm þar fyrir. Einar byrjaði nú á því, að ganga niður fyrir bátinn og alveg niður í flæðarmál að leita að hlunnun- um, sem þeir höfðu sett bátinn á daginn áður, en ekki haft dug í sér til að bjarga. Gruflaði hann eftir þeim þar í þarabrúkinu og fann þá, en auk þess fann hann þar brot úr báti. Var það um hálí alin af borðstokki með þolli og hekk þar við brot úr síðunni. Ekki er að sjá að hanli hafi kippt sér upp við þetta. Beið hann svo nokkra stund þarna, og rölti svo heim og fór þá götu, er þeir voru vanir að ganga til sjávar, og hafði líka gengið hana niður að sjón- um. Skömmu eftir að hann var heim kommn, kom Árni þar. Náði Einar sér þá í hest og fóru þeir báðir ríðandi niður að sjó. Fór Ámi fyr- ir og var nokkuð á undan. Riðu þeir nú aðra leið en sjávargötuna og nokkru sunnar og niður af sjáv- arbakkanum eftir lág nokkurri eða dokk. Reið Einar létt tölt, en er hann kom í dokkina, stakk hestur hans skyndilega við fótum og vildi ekki fram ganga. Þó gat Einar sveigt hann niður í fjöruna og þangað er báturinn var. Settu þeir Árni svo bátinn, en að því búnu sagði Einar: „Varztu var við nokkur venju- brigði á færleik þínum, þegar þú reiðst hér niðureftir?" „Já, heldur þótti mér það“, svar- aði Árni. „Hesturinn fældist undir mér svo að við lá að eg felli af baki“. „Hvar var það?“ spurði Einar. „Hérna uppi í dokkinni". „Nú, það hefir þá verið á sama stað og eg varð var við venjubrigði á mínum færleik“, sagði Einar. „Viltu nokkuð grenslast eftir því hvað þetta muni verið hafa, eða hvernig á þessu stendur?" „Eg er góður með það“, svaraði Árni. „Eg fer ekki með þér“, svaraði Einar, „því að eg hefi ekki hug- dirfsku til þess. Alls staðar geta verið vofur á náttarþeli, og enginn veit hvað fyrir hittir í myrkri. Og áreiðanlega er eitthvað óhreint þarna í dokkinni. Væri nær að skyggnast eftir þessu á björtum degi“. Og svo útmálaði hann fyrir Árna ógnir myrkursins og hvernig alls konar vofur og draugar væri þá á ferð, einkum nærri sjó, og var að þangað til Árni þorði ekki heldur að fara um dokkina. Riðu þeir svo rinda nokkurn upp úr fjörunni. Þá sagði Einar: „Eg teymdi hest með mér hérna niður á bakkana í kvöld. Það getur svo sem vel verið að hann hafi lagsc afvelta í dokkinni og hestarn- ir orðið hræddir við hann. Eg ætla að athuga þetta í fyrramálið“. Árni hvatti hann til þess og bauðst til að koma þá með honum. Skömmu áður en þeir komu heim að Neðranesi, sagði Einar upp úr eins manns hljóði: „Einhvers staðar nefir nýbrotnað skip, því að eg fann brot úr skipi í fjörunni í kvöld, er eg fór þang- að í fyrra sinn“. Síðan skildu þeir og fór hvor heim til sín. 4 * I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.