Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 2
582 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það ekki neinum togum að hann var steinsofnaður. Eftir svo sem stundarfjórðung — þeir voru þá fram af Ósmel — kom fellibylur ofan af Esjunni og vakn- aði Eyólfur við vondan draum, að báturinn var kominn á hliðina hlé- borðsmegin. Tók hann aðeins eftir því, að hver maður sat í sínu rúmi, en á sama augnabliki hvolfdi bátn- um. Félagar hans losnuðu allir við bátinn og tókst engum þeirra að ná í hann aftur. En Eyólfur náði taki á bátnum og komst á kjöl. Ekki gat hann veitt félögum sínum neitt lið, og drukknuðu þeir þarna allir fyrir augunum á honum. Veðrið sagði hann hefði verið ofboðslegt, hið mesta stórviðri, er hann hefði nokkuru sinni verið úti í. Hann hekk þó á bátnum, en furð- aði sig á því að seglinu skyldi ekki skjóta út undan honum, og dró af þvi þá ályktun, að klóin mundi hafa verið bundin á meðan hann svaf. Var hann nú að hrekjast þarna alla nóttina fram undir miðj- an morgun. Bar þá að bát, sem var að koma úr beitufjöru inni í Laxvogi. Var þar kominn Þorkell Ámason á Bala á Kjalarnesi. Hann sá manninn á kjölnum og lagði þeg- ar að, en svo var veðrið vont, að hann varð að kasta útbyrðis allri beitunni áður en björgun gæti far- ið fram. Bátinn lét hann eiga sig og rak hann daginn eítir á Kjalar- nesi. Kom þá í ljós að báðar klær voru fastbundnar. ÞENNAN sama dag höfðu þeir Guðmundur á Bergstöðum og Guðni í Miðholti íarið á öðrum báti upp á Akranes og heim aftur um nóttina. Voru þeir út af Hval- firöi klukkan 11% um kvöldið og var þa mjög hvasst. Hefir það verið um svipað leyti og báturinn fórst, að þeir sigldu yfir fjörðinn. En vegna veðurofsans urðu þeir að leita lands á Kjalarnesi. Réttarhöld voru haldin út af slysi þessu 12. og 16. maí og 20. júní. Voru þeir Guðmundur og Guðni báðir yfirheyrðir. Þeim kom saman um, að Halldór hefði ekki haft nein fyrirmæli frá sér um að taka að sér formennsku á bátnum. Kvaðst Guðmundur hafa hitt Hall- dór nokkru áður en þeir lögðu á stað og hefði sér virzt hann algáð- ur þá, og sér þætti líklegt að- hann hefði ekki heldur verið kenndur þegar báturinn fórst. Haildór hefði verið æfður sjómaður og oft verið formaður. Lét Guðmundur ekki neitt í ljós um að sér þætti neitt grunsamlegt við slysið. En á Guðna var annað að heyra, enda var hann talinn skýrleiks- maður. Hann lýsti því hvernig rok- ið hefði verið á Hvalfirði er þeir Guðmundur fóru þar yfir, einmitt í þann mund er hinir voru inni í firðinum, og kvaðst ekki geta skil- ið að veðrið hefði verið hægara þar. Og þar sem Eyólfur hefði sagt, að hann hefði látið klærnar vera lausar, þá benti það til þess, að þá hefði verið orðið mjög hvasst, því að annars sé menn ekki vanir að hafa þær lausar. Guðni benti og á, að sigling um Hvalfjörð að nóttu sé mjög viðsjárverð, vegna þess að fara verði innan um mörg sker. Og eins og veðurútlit var ískyggilegt þá um kvöldið, útlit fyrir ofviðri, þá hafi leiðin verið miklu viðsjárverðari. Taldi hann að varla mundu dæmi til þess, þegar svo var ástatt, að þá lagði formaður sig til svefns, því að ábyrgðin hvíldi þó á honum. Að visu hafi Halldór verið duglegur sjómaður, en fremur klaufi á sjó, en Eyólfur mátt álítast skárri, þó ekki væri hann góður. Eyólfur helt fast við framburð sinn, að þá hefði aðeins verið þæg- ug.þyr er hann fór að sofa. Kvaðst hann ekki hafa talið neina hættu á íerðum, þarna væru engin sker og greið leið, og Halldór alvanur formaður. Vilhjálmur Finsen bæar- fógeti taldi að framburður hans gæti vel verið sannur, því að vel mætti vera að fyrr hefði hvesst úti á firðinum, en uppi við land. Þó vildi hann vita hvernig þeir hefði farið með brennivínið, sem þeir voru með. Eyólfur svaraði því, að þeir hefði allir sopið einu sinni á flðskunni, en varla drukkið meira en sem svaraði tveimur staupum. Og ekki kvaðst hann ætla að hinir hefði drukkið neitt á meðan hann svaf, því að flaskan hefði verið fram í, en hver maður setið á sín- um stað þegar bátnum hvolfdi. Var svo ekki meiri rekistefna gerð út af þessu slysi. En ýmislegt er einkennilegt við frásögn Eyólfs. Ber þá fyrst að nefna það, að eini maðurinn, sem er með öllu óviðbúinn og steinsof- andi þegar bátnum hvolfir, er eini maðurinn sem bjargast. Hann vaknar ekki fyrr en kolblár sjór fyllir bátinn og hvolfir honum, en samt gefur hann sér tíma til at- hugunar og sér að hver maður er í sínu rúmi. Þetta er næsta ótrú- legt, því að af frásögninni má ráða að það hafi ekki skipt nema nokkr- um sekúndum að báturinn fór af kjöl og maður, sem hrekkur upp úr fasta svefni við það, hefir hvorki ráðrúm né hugsun á að gera neinar athuganir. Og svo er á- byrgðinni á slysinu komið á Hall- dór Kristjánsson, þar sem hann hafi látið binda klærnar meðan Eyólfur svaf. Eigendur bátsins eru ekki trúaðir á þetta. Þeir sýna fram á, að ef veðrið hefði verið jafn stillt og Eyólfur sagði, mundi hann hafa haft allt fast, eins og venja hafi verið, en með vaxandi veðri hefði ekki verið nein ástæða til þess fyrir Halldór að binda klærnar. Hér rekur sig hvað á annað. En mundi ekki skýringarinnar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.