Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 4
584 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fljúgandi kring'ur ENN ÞRÁTTAÐ UM ÞÆR óvart í svefnrofunum. Hann harð- neitaði því að þrjú sauðarrif hefði getað verið þar hjá sér, því að hann hafi ekki haft neitt kjöt meðferðis og ekki handleikið þar neitt kjöt. Og hann þverneitaði því að hafa tekið nokkuð frá manninum, sem hann hitti í Krossamýrinni. Vigfús helt fast við sinn fram- burð og sannaði Anton Magnússon með honum síðar, að Eyólfur hefði legið á þremur samhangandi sauð- arrifjum. En Eyólfur harðneitaði öllu og kvaðst engu kjöti hafa stol- ið. Ef kjötrif hefði legið þar hjá sér, þá hefði þau annað hvort legið þar áður en hann lagðist til svefns, eða þeim hefði verið stungið undir sig meðan hann svaf. Varð honum ekki frá því þokað. LEIÐ NÚ og beið fram til 3. nóv., en þá voru þeir Eyólfur og Eyvind- ur frá Útey kvaddir fyrir bæar- fógeta. Helt Eyólfur enn fast við fyrri framburð sinn, og kvaðst með öllu saklaus vera. Að lokum komst þó á sætt milli þeirra og var hún á þá leið, að Eyvindur lét kæru sína niður falla, gegn því, að Eyólfur greiddi sér 2 rdl. og einn ríkisdal til fátækrasjóðs. Eyólfur bað það bókað, að gjaldið til fátækrasjóðs væri gjöf frá sér, en mætti alls eigi skoðast svo að hann kannaðist við að hafa gert nokkuð á hluta Eyvindar, né sé á nokkurn hátt sekur við hann eða hið opinbera. Lauk svo þessu máli. <t-^D®®®G>^_j Er það nú víst? Einu sinni kom ferðamaður til New Hampshire og dáðist mjög að náttúru- fegurð þar, en undarlegt fannst honum hve mikið var þar af stórum steinum á víð og dreif. — Hvaðan er þetta grjót komið? spurði hann bónda nokkurn. — Jökullinn mikli bar það hingað, sagði bóndi. — Hvað er þá orðið af jöklinum? — Hann fór að sækja meira grjót, sagði bóndi. ENN er verið að deila um það vestan hafs hvað hinar fljúgandi kringlur sé, hvort þær sé farartæki frá öðrum stjörnum, eða eitthvað annað. Stofnað hefir verið félag leikmanna til þess að rannsaka þetta og nefnist það „The National Investigating Committee of Aerial Phenomena“, Formaður þess er Delmet S. Fahrney, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum og fyrr- verandi forstjóri þeirrar deildar flot- ans, er sér um tilraunir með sjálfstýrð flugskeyti. Hann lét svo um mælt við blaðamenn að enginn vafi væri á því, að inn í gufuhvolf jarðar kæmi ein- hverjir hlutir með ógurlegum hraða. Þegar þetta barst út, lýsti dr. Gordon Shrum, forseti eðlisfræðadeildar há- skólans í British Columbia yfir því, að þetta „væri tóm vitleysa". Mál þetta hefði þegar verið rannsakað til hlítar, og ráðningar þá fengizt á öllum þess- um dularfullu fyrirbærum. Þetta þótti Fahrney flotaforingja hart. Hann sagði: „Ratsjár hafa fundið í lofti einhverja hluti úr föstu efni, sem g^ta farið hratt og er stýrt. Þeim er stjórnað af vitsmunaverum, og þær eru ekki frá jörðinni”. Út af þessari deilu ritaði svo Elmore Philpott grein í blaðið „The Vancouver Sun“; og segir þar: — Fahrney flotaforingi er alveg viss um að þessir fljúgandi hlutir eru hvorki frá Bandaríkjunum né Rúss- landi. En þessi deila rifjar upp merki- legar tilraunir, sem gerðar voru í Ottawa fyrir fáum árum. Einn af fremstu rafeindasérfræðing- um stjórnarinnar, sannfærðist um að farartæki frá öðrum stjörnum gæti heimsótt jörðina. Hann sannfærði einnig yfirboðara sína um þetta, og yfirboðararnir sannfærðu kanadisku stjórnina um, að rétt væri að setja á fót rannsóknarstöð, sem fylgdist með ferðum þessara óþekktu geimfara. Þingið veitti svo fé til þess að koma þessari rannsóknastöð á laggirnar, og hún var reist nokkrar mílur fyrir utan Ottawa, og hafði hin nákvæmustu mæl- ingatæki. Hún starfaði eitthvað um tveggja ára skeið, en lagðist þá niður þegjandi og hljóðalaust, ekki vegna þess að hún hefði einkis orðið vör, held -ur einmitt vegna þess að hún varð nokkurs vör. Rannsóknamennirnir hafa sagt, að dag nokkurn hafi komið hópur óþekktra flugfara í nánd við Ottawa. Mælitæki stöðvarinnar sýndu það, en þeir sáu ekkert, hvorki með berum augum né sjónauka. Árangurinn af starfi stöðvarinnar varð aðeins til þess að gera þetta fyrirbæri enn dularfyllra en áður. Eg hefi nokkrum sinnum áður ritað um þetta efni, vegna þess hve heimsku- legt mér finnst það, þegar menn halda því fram, að geimför frá öðrum stjörn- um geti ekki komið til jarðarinnar. Þeir vísindamenn, sem nú eru fróð- astir um alheiminn, segja oss að þar sé milljónir milljóna af hnöttum, sem svipar til jarðarinnar. Hvaða röksemdir getum vér fært fyr- ir því, að líf sé aðeins til á þessari jörð, en ekki á neinni af hinum milljónum jarðanna? Væri líka nokkurt vit í að halda því fram, að á hinum öðrum jarðstjörnum sé ófullkomnara líf en hér á jörð? En eitt er víst. Ef geimfar frá ann- arri stjörnu skyldi lenda hér, þá er kalda stríðinu lokið. Austur og vestu^ munu þá sameinast til varnar gegn inn- rás utan úr geimnum.----------- Og svo kemur skipstjóri og segist hafa séð geimför þrisvar sinnum sein- ustu átta árin, og alltaf í björtu og góðu veðri. Og einu sinni hafi fimm eða sex skipstjórar verið hjá sér og þeir hafi allir séð þetta. Einu sinni bar þetta við skammt frá Vancouver og stefndu geimförin þá til austurs. Tveimur dögum seinna sá brezkur flugmaður þau úti yfir Atlants -hafi. Hann kveðst alltaf hafa séð þessi geimför um miðjan júní, og alltaf hafi skygni verið eins gott og unnt sé að hugsa sér. — Þessi geimför eru hrað- fleyg, segir hann, og það er sjón að sjá þaul i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.