Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 587 œóhuótö&i uum Ég kom og sá aS sumt var orffiS brevtt, en svipurinn í heild sem áður fyrr: nes og hólmar grænum gróðri skreytt og gömlu fjöllin stóðu ennþá kyrr. Hólbarðið, þar áður áttl eg bú og æskuleiki framdi glaðri lund, er horfið burt. Þar blasti við mér nú blómleg, ræktuð töðuvallargrund. Margt var þó, sem minnti á fyrri tíð: melurinn og lækjargilið fritt með brekku- og hvamma- blómaskreyttri hlíff, er brosti sumargeislaflóði skrýtt. Við lækjarhörpu og ljúfan áarnið, er létt að una í sælum vökudraum og sælt að láta hugann finna frið, f jarlægan öllum dægurmálaglaum. Eiríksjökull, ennið bjarta þitt er ímynd þess, er hreinast finnst á jörð. Stolti Ás, ég hneigi höfuð mitt og hátign þinni færi þakkargjörð. Æskuból, mig fýsti á þinn fund, föðurtúnin seiða hugans þrá, að mega dvelja i minninganna lund, margt er þar að una við og sjá. Bjarta æska, þú sem áttir allt: ærslaleiki, gleði, von og frið, ert nú horfin. — Hjartað stirt og kalt hættir störfum eftir litla bið. Máttarvöld eg bið að blessa þig, blessuð fagra æskusveitin min, vefja geislum grund og sérhvern stig, gæða hreysti og manndóm börnin þín. PÉTUR ÁSMUNDSSON (1 9 5 7) Þriðja vandamálið er það sem menn kalla „fordæmi Suez“. Síðan Nasser tók Suezskurðinn eignar- námi, hafa heyrzt mjög háværar raddir um það meðal æsingamanna þar syðra, að Panama ætti að fara að dæmi hans, og taka Panama- skurðinn eignarnámi. Og þar hefir sama sagan orðið eins og í Egypta- landi, að þessir menn hafa gert óheillavænlegt samband við komm- únista til þess að fá aukið fylgi við kröfur sínar. Þetta hefir þó ekki borið mikinn árangur enn, þvi að kommúnistar eru fáliðaðir í Mið- Ameríku og Suður-Ameríku. Meðan stóð á endurskoðun samn- inganna 1955, gerðu Panamamenn þá kröfu að öll skip, sem um skurð- inn færi, yrði að hafa uppi fána Panama í stað Bandaríkjafánans, og að Panamaskurðurinn yrði af- hentur Panamastjórn þegar 50 ár væri liðin frá opnun hans. Báðum þessum kröfum var hafnað. Nú eru ýmsir í Panama farnir að krefjast þess, að Panama fái for- ráðarétt yfir skurðarsvæðinu, enda þótt skýrt sé tekið fram í samn- ingunum um skurðinn og nær- liggjandi land, að Bandaríkin hafi þar full umráð yfir, án nokkurrar íhlutunar af hálfu Panamastjórn- ar. Talið er þó, að enn sem komið er leggi meirihluti þjóðarinnar ekki eyru við slíkum kröfum, og blöðin halda því fram, að hagsmunir Pan- ama sé bezt tryggðir með því, að Bandaríkin hafi allan veg og vanda af rekstri skurðarins, og greiði fyr- ir það álitlega upphæð í ríkiss.ióð Panama. En hvað verður það lengi? (Úr New York Times Maga- zine) Pönnukökur eru góðar. Ung kona kom til geðlæknis og sagði: — Fólkinu mínu þykir það undar- legt hvað eg er sólgin í pönnukökur og þess vegna sendi það mig til yðar. — Það eru engin veikleika merki þótt manni þyki pönnukökur góðar, sagði læknirinn. Eg er til dæmis sólg- inn í þær. Þá hýrnaði yfir stúlkunni. — Nei, er það satt, eruð þér sólginn í pönnukökur? Þá ættuð þér að heim- sækja mig einhvern tíma. Eg á fimm kistur fullar af pönnukökum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.