Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Blaðsíða 1
42. tbl. Sunnudagur 24. nóv. 1957 XXXII árg. DauÖur maÖur í Grjótaþorpi F Y H IR einni öld áttu um 1400 manns heima í Reykjavík. Þá voru enn eigi nema tvær götur í bæn- um, Aðalstræti og Strandgata (sem nú heitir Hafnarstræti). Aust -urstræti var þá ekki til, enda þót.t byggð væri komin sunnan megin við það svo að segja óslitin. Húsin, sem stóðu fyrir vestan þar sem nú er Pósthússtræti, voru byggð við Austurvöll svo að aðaldyr voru sunnan megin á þeim, en skúrdyr að norðan, þar sem nú er gatan, og náðu þangað garðar húsanna sunnan megin við Strandgötu. Aðr- ar götur í bænum voru þá ekki annað en stígar. Utan við byggðina í Kvosinni bar mest á Grjótaþorpinu. Þarna var upphaflega ein hjáleiga Reykja -víkur og hét Grjóti. En eftir að verksmiðjurnar komu í Aðalstræti og fólki fór að fjölga í bænum, tóku tómthúsmenn að reisa sér býli á hæðinni vestan við Aðal- stræti, og fekk sú byggð brátt nafnið Grjótaþorp. Og þegar hér var komið sögu (1857) mátti heita að tvöföld bæaröð væri á allri hæðarbrúninni. Þar sem sölubúð kóngsverslun- arinnar hafði staðið, stóð nú ný- legt timburhús, hið fegursta í bæn- um, en það hafði Tærgesen kaup- maður látið reisa 1854—55. Það var nú eign Fishers kaupmanns (nú versl. Geysir). Á þessum stað hafði upphaflega verið naust þeirra Víkurmanna og var kallað Ingólfs- naust. Aðalstræti mun upphaflega hafa verið sjávargata Víkurmanna niður að þessu nausti. En þar áttu hjáleigurnar einnig útræði, og svo var um Götuhús (sem stóðu á svip- uðum slóðum og nú er bústaður þýzka sendiherrans). Frá Götuhús- um lá því sjávargata þangað og kom hún niður að Aðalstræti sunn- an við búð Fischers og var kölluð Götuhúsastígur (nú Fischersund). En suður af henni, þar sem svo- nefndur Arabær stóð, lá stígur eft- ir miðju Grjótaþorpinu og var upp- haflega nefndur Brekkustígur, en heitir nú Mjóstræti. Náði hann allt að vestasta bænum í Grjótaþorp- inu, sem kallaður var Vaktarabær og svo lá annar stígur þaðan upp að Götuhúsum. Vaktarabær dró nafn sitt af því, að þar bjó Guð- mundur Gissurarson næturvörður um langa hríð. Nú var það hinn 4. júlí 1857, að í Reykjavík var staddur bóndi austan úr Ytrahrepp, Snorri Svein- bjarnarson frá Laugum. Var hann kominn á sextugsaldur og heldur heilsutæpur og hafði gerzt drykk- felldur hin seinni árin. Með honum var vinnumaður hans, Matthías Eyólfsson að nafni. Veður var eins gott og framast má verða um hásumar hér í Reykjavík, logn og hitasólskin all- an daginn. Þeir Snorri voru að taka út vör- ur og búa sig á stað til heimferðar. Höfðu þeir bækistöð sína hjá Fischersbúð. Nú var það rétt upp úr hádeginu, að Snorri sendi Matthías austur í búð Þorsteins Jónssonar í Strandgötu að sækja þangað hálftunnu af rúgi og bar Matthías pokann á bakinu vestur að búð Fischers. Þar var Snorri fyrir og tók hann brosandi á móti hálftunnunni og virtist vera í mjög góðu skapi. Var hann þá nokk -uð kenndur. En ekki mátti gleyma nestispelanum. Tók Snorri því næst hálfanker, sem hann átti og fór með inn 1 búð Fischers til þess að fá á það brennivín. Og þarna skildi Matthías við hann. Leið nú fram á daginn. Klukk- an að ganga fimm varð Ingibjörgu Jónsdóttur, konu Guðmundar Gissurarsonar í Vaktarabænum, litið út, og sér hún þá hvar maður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.