Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Qupperneq 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 617 Jarðstjarnan Marz er með bláum röndum HINN 7. september í fyrra var jarðstjarnan Marz næst jörðu, og ktmur ekki svo nærri *jörðinni aftui fyr en árið 1971. Margir stjörnufræðingar athuguðu Marz eins nákvæmlega og unnt var í fyrra, og meðal þeirra var höfundur þessarar greinar, dr. Robert S. Richardson, sem um 25 ára skeið hefir starfað við stjörnusjána á Palomar og sérstaklega lagt stund á rannsóknir sólhverfis vors. MENN halda að stjörnufræðingar hafi látið önnur störf sitja á hak- anum meðan Marz var næst jörðu og einbeitt sér að rannsókn hans. En þetta er ekki rétt. Það eru til- tölulega fáir stjörnufræðingar, sem fást við rannsókn jarðstjarnanna. Og á stórri rannsóknastöð, þar sem eru máske 20 stjörnufræðingar og allir vilja komast að stjörnusjánni, þá er ekki hægt að athuga Marz hvenær sem manni sýnist. Tíman- um er skipt niður milli stjörnu- fræðinganna, þannig að hver fái aðgang að stjörnusjánni ákveðnar nætur. * ★ FYRSTA athugun mín á Marz í fyrra var 3. júní, en þá var stjain- an í 120 milljón km. fjarlægð, eða svo langt í burtu, að eg tók mynd- ir af henni rétt til reynslu. Skyggni var þá ágætt og snæbreiðan á suð- urpói Marz var mjög greinileg. Meðan eg horfði nú á stjörnuna, tók eg eftir einkennilegum bláum rákum á gulu yfirborði hennar („eyðimörk"). Þessar rákir voru einna líkastar æðum, sem koma fram í ýmsum jarðefnum. Og það leið nokkur stund áður en eg gerði mér það ljóst, að þetta mundu vera hinir margumtöluðu skurðir á Marz. Mér kom þetta alveg á óvart, því að ekki hafði eg búist við því að sjá skurðina á svo löngu færi. Bláu rákirnar voru heldur ekkert líkar hinum venjulegu beinu stryk- um, sem venjulega eru sett á mynd -ir af Marz og eiga að tákna skurð- ina. Liturinn var einnig annar. Þeir, sem gjörst hafa athugað Marz, svo sem Schiaparelli, Lowell og W. H. Pickering, hafa víst ekki tekið eftir neinum sérstökum lit á skurðunum, því að þeir lýsa þeim sem dökkum eða gráum strykum. En í mínum augum voru þetta greinilega bláar rákir, alveg eins á litinn og dökkvu blettirnir á Marz, sem kallaðir hafa verið „maria“, eða höf, því að einu sinni heldu menn að þetta mundu vera höf. Þarna barst mér upp í hendurn- ar það tækifæri, er eg hafði lengi beðið eftir, að geta myndað stjörn- una meðan skurðirnir voru sýni- legir. Eg tók nú margar myndir og á sumum þeirra sjást skurðirnir svo greinilega, að vera má að mynd -irnar geti skorið úr þeim ágrein- ingi, sem verið hefir um þessa skurði síðan þeir fundust fyrst ár- ið 1877. Það væri þó af djúpt tekið í árinni, ef eg heldi því fram að með þessu hefði eg komizt að því hvað þessir skurðir eru í raun og veru, því að myndirnar eru litlar og á þeim sjást rákirnar ekki jafn glögglega og með berum augum í stjörnusjánni. Mér fannst það svo merkilegt að uppgötva þessar bláu rákir á stjörnunni, að eg skrifaði þegar nokkrum stjörnufræðingum, benti þeim á þetta og skoraði á þá að gefa nákvæmar gætur að því hvort þetta mundu vera skurðir, eða ekki. Þeir þökkuðu mér kurteis- lega fyrir upplýsingarnar, en eg efast um að þeir hafi farið eftir áskoruninni. Þeir hafa sennilega haldið að eg hafi séð ofsjónir, og vera má að mér hefði farið eins, ef eg hefði fengið sams konar bref frá einhverjum þeirra. ★ ★ EG HEFI ekki séð skurðina jafn glögglega og eg sá þá þennan júní- morgun 1956. Þegar Marz var næst jörð í september, geisaði þar sand- stormur og mökkurinn huldi svo yfirborð hnattarins, að tæplega var hægt að koma auga á stærsiu „höfin“. En svo var það eina nótt í október, að eg sá glögglega með 100 þuml. stjörnusjánni syðstu skurðina, sem nefnast Simois og Thermadon. Mér fannst eg greina aðra skurði, en þetta var ekki nema aðeins í svip. Sennilega náði eg beztu mynd- unum af stjörnunni með gulu ljósi hinn 10. ágúst, en þá var Marz í 63.6 milljóna km. fjarlægð frá jörð. Á beztu myndunum sjást glöggt skurðirnir Gehon, Hiddekel, Canta -bras, Agathadaemon, Ganges, Nectar, Nilokeras, Draco og Jam- una. Þeir koma fram á myndunum sem örmjó stryk. Með nákvæmri athugun á þess- um myndum, og með skyndiathug- un á stjörnunni á milli þess sem þær voru teknar, er eg sannfærður um, að á Marz eru einhverjar rák- ir á þeim slóðum þar sem skurð- irnir eiga að vera. En eg held að þetta sé mishæðir á jarðskorpu stjörnunnar. ★ ★ MERKILEGASTA fyrirbrigðið,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.