Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Qupperneq 6
618 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VATNSKERLINGIN Ung að árum heiti það ’ún hlaut, það hélst svo við um ævilanga braut. Sem vatnskerling hún vann sitt ævistarf því verkið það hún snemma fékk í arf. 1 frosti og snjó ei gefin voru grið og gegnköld oft hún var því starfið við. Með klút um höfuð, harða leðurskó, á höndum vettling, þæfðan út á sjó. Hún jafnan klædd í jakka gamlan var og jafnt um sumar klæðnað þann hún bar. Og pilsin mörgu minnka kuldans grand, um mittið reyrt var örmjótt styttuband. Fötin þessi fólkið þekkti vel, en fékk ei litið hjartans sanna þel. Því eldheit sál bjó undir tötraflík, þess oftar munu dæmin finnast lík. 1 æsku var hún glöð og létt í lund, hun lék og hló við foreldranna mund. En þegar faðir féll á Ránarslóð, þá fátæk móðir „vatnskarls" leiðir tróð. Og mærin unga móður hjálpa vann þvi manndómslundin fljótt í hjarta brann. Þa gamla konan örþreytt orðin var, hin unga dóttir vatn í húsin bar. Er móðir dó, var fokið flest í skjól, hún faldi sorg, en vonarneistann kól. Hún alein mátti bera byrðar þá, en bjart er æ um þann, sem Guð er hjá. Og kjaliara sem fæddist forðum í hún fátæk átti skjólið upp frá því. í göngunum var gamalstigin moid, en grjótveggina huldi „Isafold". Þótt veggjafóðrið væri ekki fínt, það viljann til að prýða fékk þó sýnt. Og allt var hreint og fágað, hvergi ryk, þvi höndin iðna þekkti’ei vinnusvik. Þó moldargöngin mönnum þættu’ei greið, þá margir hinna snauðu þekktu leið. Og svanga oft þar saddi gjöful mund af sönnum kærleik veitti höfðingslund Hún fór til kirkju fátækleg, en hrein. í f jölmenninu var hún jafnan ein. Hvort vill þar nokkur vatnskerlingu sjá, sem vinir mætast, öðrum ganga hjá? Og árin liðu, vatnið bljúg hún bar, hun bogna fór því æskulúin var. Ef götustrákar glettust skap með villt, hun gekk sinn veg með ró og brosti milt. Og morgun einn hún mætti’ei húsum í, menn fóru að gá, hvað valda mundi því. Hún lá þar stirnuð lágum beði á, en ljómi friðar krýndi fölva brá. Það sakna fáir, svo er tímans rún, þó syrgja vinir, fátækari en hún, þeim var hún mæt og mildin hjálparslyng, í minningu hinna, aðeins vatnskerling. ÖLAFlA ARNADÓTTIR. sem menn urðu varir á Marz 1956, hygg eg vera klofa þann hinn mikla, sem sást í suðurskautsísn- um og varð mjög áberandi um miðjan júlí. Einn af vinum mín- um, sem stundar stjörnuathuganir að gamni sínu, og hefir aðeins 8 þumlunga stjörnusjá, sagði mér frá þessum mikla klofa er hann hafði séð. Svo var það nokkru seinna, er eg virti Marz fyrir mér í 100 þuml. stjörauspáijni, þá virtist pólarsvæð -ið vera slétt og órofið eins og venjulega. En næst er eg horfði á stjörnuna, eitthvað um miðnætti, brá mér í brún, því að þá sá eg glögglega klofann, sem vinur minn hafði sagt mér frá. Þetta var nýung fyrir okkur, en með því að leita í gömlum bókum, komust við að raun um að þessi klofi hafði verið uppgötvaður fyr- ir rúmlega einni öld. Hann kemur reglulega fram í suðurskautsísn- um á Marz þegar þar fer að vora, en þó um mánuði áður en sumariö hefst. Eftir því sem snjórinn bráðnai lengist þessi klofi, þangað til hann hefir skilið drjúga sneið frá sjálf- um jöklinum. Þessi sneið breytist svo í marga hvíta depla, og er það sennilega snjór, sem liggur á fjalla- tindum. Þessir hvítu deplar eru hin írægu Mitchel-fjöll, einu fjöil- in sem vart hefir orðið á Marz. En vegna þess hvað þessi klofi sézt misjafnlega vel, eru mestar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.