Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 7
LESBOK iviORGUNBLAÐSINS 619 líkur til þess að þarna sé langur klettaveggur, sem liggur frá austri til vesturs og blasir við norðri. Þegar Marz horfir þannig við okk- ur að séð er eftir þessari brún að endilöngu, lítur hún út sem mjög óglöggt stryk, naumast sýnilegt. En sex stundum seinna, þegar Marz hefir snúið sér þannig að sér beint framan á klettavegginn, blasir hann mjög berlega við. ★ MÖNNUM er mikið áhugamál að komast að því hvernig Marz er hið innra, hvort hann hefir þéttan kjarna eins og jörðin, eða hvort hann er kjarnalaus. Til þess að komast að þessu þyrfti að mæla hve mikið Marz bungar út um miðju og hve mikið hann dregst að sér um pólana. En slíkar mæl- ingar eru eklji auðgerðar, því að ekki er hægt að fara eftir endur- kasti ljóssins frá stjörnunni. Hún hefir svo margbreytilega liti, að á sumum myndum er hún engu lík- ari en japanskri pappírslukt. En aðra aðferð er hægt að nota þótt undarlegt sé. Svo er mál með vexti, að bungan um miðbik hnatt- arins breytir göngu fylgihnatt- anna. Ef við fylgjumst því með göngu fylgihnattanna í mörg ár, svo ótvírætt sé hvernig hún breyt- ist, þá höfum við fengið mikils- verðar upplýsingar um hvernig Marz er „innvortis“. ★ ★ MENN hafa séð ský og rykmekki á Marz og það bendir til þess að þar sé einhvers konar gufuhvoif. En við vitum ekki hvort nóg er af ildi í því til þess að þar geti þró- ast líf, eins og við þekkjum það. Varla mundi það þó hafa farið fram hjá okkur ef í loftinu þar væri svo sem 5% af því ildismagni sem er í gufuhvolfi jarðar. En ef það er minna en 1%, þá er ekki hægt að finna það með þeim tækj- um sem við höfum nú. Þekking okkar á gufuhvolfi Marz er sama sem engin. Eina efn- ið, sem við höfum fundið þar er kolsýra og af henni er líklega helm ingi meira en í gufuhvolfi jarðar. Gizkað er á, að í gufuhvolfi Marz sé mest af köfnunarefni og nokkuð af argon, og er hvort tveggja gas- tegundir, sem að vísu eru ekki eitr- aðar, en geta þó ekki viðhaldið lífi. Dökkvu blettirnir á Marz sem kallaðir hafa verið „höf“, eru mjög merkilegir, því að líkur eru til þess að þar sé einhver gróður. Sé svo, þá eru þessi „höf“ eini votturinn um líf utan jarðarinnar. í fræði- bókum er þeim svo lýst að þeir sé blágrænir á lit eða grágrænir. Með- an eg athugaði Marz á tímabilinu 3. júní til 11. september 1956, virt- ust mér þessir blettir alltaf vera stálbláir. Öðrum sýndist hið sama. En þegar eg athugaði Marz hinn 11. október, þá var blái liturinn horfinn, en blettirnir sýndust grænir eða grágrænir. Seinna athugaði eg Marz með 100 þuml. sjónaukanum og í góðu skyggni. Þá var enginn ákveðinn litur á blettunum, helzt óhreinn grágrænn blær. Þessar litabreyting ar eru sennilega samfara árstíða- breytingum. ★ ★ HVAÐA gagn er nú að þessum upplýsingum, og hvað vitum við meira um Marz en áður? Blái liturinn á höfunum á Marz þegar þar er vor, er merkilegur ef hann skyldi standa í sambandi við gróður þar. (Sumir halda að blái liturinn stafi af bláleitum jarðefn- um, sem vindur feyki þar saman) Flestir halda að þar sé um gróður að ræða, en móti því mælir, að þessir blettir endurkasta ekki ljósi eins og grænn gróður gerir. Kloro- fyl-efnið í grænum plöntum, end- urkastar innrauðu ljósi mjög greinilega. En blettirnir endur- kasta öllum litgeislum jafnt, líkt og mosi og skófir. Nú hafa Rúss- ar athugað gróður norður við heimskaut, þar sem líkust eru vaxtarskilyrði og á Marz, og kom- ust að raun um að þar bar mest á sterkum bláum lit. Hvað sem aðrir segja, þá er eg viss um að einkennilegar rákir eiu á Marz á þeim slóðum, þar sem menn heldu áður að væri skurðir. Þessar rákir eru eins og mjóir taumar út frá dökku svæðunum. Mér þykir sennilegast að þar sé um einhverjar ójöfnur á yfirborði að ræða, en eg dirfist alls ekki að gizka á hvernig þær muni vera. En Marz kemur aftur svo nærri jörð- inni að hægt verður að athuga hann, oft og mörgum sinnum, og þá verða tæki okkar og aðferðir eflaust betri en nú. Og einhvern tíma verða leystar þær gátur, sem nú er verið að glíma við. c^'-£>®®®cT'—•> í fræðsluleit I strætisvagni á Temsárbökkum. Þar situr miðaldra maður og gegnt honum sonur hans 8—9 ára gamall. — Hvers konar skip er þarna úti á áimi? segir drengur. — Því miður veit eg það ekki, svar- aöi íaðirinn. Litlu seinna spyr drengur: > — Hvaða minnismerki er þetta? — Þar komstu alveg flatt upp á mig, sagði faðirinn. Enn er naldið áfram og þá segir snáðinn: — Hvaða stórbygging er þetta? — Nú er verra í efni, eg veit það ekki, sagði faðirinn. Drengurinn hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo: — Leiðist þér, pabbi, hvað eg spyr um margt? — Auðvitað ekki, drengur minn, sagði faðirinn. Hvernig ættir þú að afla þér þekkingar án þess að spyrja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.