Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 8
<20 *)K MORGUNBLAÐSTN' fohannes Spiess, kafbátsstjóri: Kafbátur fær geig af eigin vopnum FYRIR skömmu voru 40 ár liðin síðan einn af beztu kafbátum Þjóð- verja, „U-52“ fórst með óvenjulegum hætti í herskipahöfninni í Kiel Meðal þeirra, sem þá voru á kafbátnum, er einn vel metinn borgari Reykjavíkurbæjar, Julius Schopka ræðismaður. Kemur hann hér mik- ið við sögu, en frásögnin er eftir sjálfan kafbátsstjórann, sem var í landi þegar slysið skeði, og stjórnaði björgun þeirra manna, er af komust. — ÉG TÓK við stjórn U-52 í Wil- helmshaven í október 1917, og hraðaði mér strax til Helgolands, til að taka vistir og til stuttra æfingaferða. Fyrir þessa ferð fengum við þrjár mismunandi gerðir tundurskeyta og voru þau öll 50 cm í þvermál. U-52 var af fullkomnustu gerð kafbáta, var fljótur að kafa, hraðskreiður og lét vel að stjórn neðansjávar. Við fengum tvö 7 m tundurskeyti fyr-; ir aftari tundurskeytabyssurnar; sem voru aðeins fyrir 6 m löne tundurskeyti. Með því að setja ekki á þau netskærin, gátum við kom- ið þeim fyrir. En undir þessum kringumstæðum var hinn hlaðní tundurskeytahaus aðeins fáa senti- metra frá lokunni. Upphaflega ætluðum við að fara gegnum Norðursjó í Atlantshafið, en þar sem Bretar höfðu lokað öllum útleiðum með tundurdufl- um, urðum við að fara gegnum Kiel-skurðinn og Eystrasalt. Vegna smábilunar þurftum við að skreppa í skipaviðgerðarstöðina í Wilhelms* haven. í miklum vestan stormi komum við í mynni Jadeflóans og lentum í ægilegum sjógangi, svo að báturinn hoppaði og skoppaði svo mikið, að við urðum að binda okkur við turninn, og þrátt fyrir það lyftu öldurnar okkur upp. Eft- ir stutta viðdvöl í Wilhelmshaven fórum við 27. okt. 1917 gegnum Kiel-skurðinn á austurleið. Kom- um til Kiel á sunnudegi og heldum þá áfram norður. í nánd við varð- skip á Litlabelti köfuðum við til reynslu, til þess að aðhæfa bát- inn hinu léttara og saltminna vatni Eystrasalts. Vegna misreiknings hins nýja verkfræðings sökk bát- urinn eins og steinn og vissi skut- urinn niður. í slíkum tilfellum var ég vanur að láta bátinn sökkva t.il botns, til þess að venja starfsliðið við, að treysta á sjálft sig. En í þessu tilfelli gaf ég ósjálfrátt skip- un um að fylla miðtankana með þéttilofti, til að stöðva bátinn áð- ur en hann rækist á botninn. Þessi tilviijunarákvörðun bjargaði líf’ okkar eins og seinna kom í ljós. Því næst lögðumst við að varð- skipinu og biðum nteturinnar. Þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.