Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 625 EFTIRHERMUR DÝRA fæla rottur og fugla — tæla fiska \ net ALLS staðar er hávaði, ekki aðeins í borgunum, heldur einnig úti í himmgeimnum og niðri í undir- djúpum sjávarins. Nú á seinni ár- um hafa menn farið að gefa meiri gaum en áður að ýmsum náttúru- hljóðum, og af því hefir leitt margvíslegt gagn. En það voru ekki vísindamenn, er fyrstir veittu þessu athygli, heldur menn úr vinnandi stéttum, svo sem sjó- menn, fiskimenn, hvalveiðamenn, býflugnaræktendur, veiðimenn og bændur. Eitthvert skemmtilegasta dæmi þess er sagan af Bill Morrill, öldruðum bónda í Vermont í Bandaríkjunum. HANN átti heima skammt frá Waterbury Center, og meðal gripa hans voru 21 göltur, er hann hafði í sérstöku húsi. Þar var óskaplegur rottugangur og þegar Bill var að gefa göltunum voru álíka mikil læti í rottunum eins og þeJm. En svo var það einn morgun er Bill kom í svínastíuna, að honum brá í brún, því að nú varð hann ekki var við eina einustu rottu. Hvernig stendur á þessu? hugsaði hann og fór að leita í hlöðunni og uppi á lofti. í þessum leiðangri fann hann aðeins eina rottu, hún hafði farið niður í tóman mjólk- urbrúsa og komst ekki upp úr hon- um aftur, en hamaðist þar og skrækti í sífellu. Þá kom Bill þeg- ar til hugar, að hræðsluópin í henni mundi hafa fælt allar hinar rott- urnar burtu. Upp frá því tók hann að gefa gaum öllum þeim mismunandi hljóðum, sem heyrðust í rottum og athuga háttu þeirra og fram- ferði, því að nóg var af rottum í öðrum bæarhúsum, þótt þær hefði yfirgefið svínastíuna. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að hver rottu- hópur ætti sinn foringja, eða „kóng“ og allar hlýddu skipunum hans. Og hann komst líka að því, að sérstök kallmerki foringjan? ollu því, að rotturnar flýðu. Nú keypti hann sér segulband og tók á það ýmsa skræki í rottum, sem hann veiddi í öðrum húsum. Eftir 200 tilraunir var hann orð- inn sannfærður um, að rotturnar skeyttu ekkert um „venjulegt sam- tal“, er hann kallaði svo, en undir eins og foringinn hóf upp raust sína, gegndu þær allar. Þegar hér var komið, náði hann sambandi við Paul Willey útvarps- mann og í félagi komu þeir sér upp móttökustöð ineð mjög næm- um áhöldum til þess að ná á segul- band hverjum skræk og tísti í þeim rottum, er komu í gildrur Morrills. Og að lokum tókst þeim að veiða foringja eða „kóng“ og ná á segulbandið hljóðum úr honum. Svo fór Morrill með segulbandið út í önnur hús, þar sem fullt var af rottum og renndi því gegn um senditæki. Og það var eins og við manninn mælt — rotturnar hurfu, þær urðu hræddar og flýðu. Seinna komust þeir svo að því, að hægt var að fæla mýs og íkorna með þessu segulbandi. Morrill gerði sér mat úr þessu. Hann fór að selja segulbönd með þessari „rottufælu“. Margir vildu ná í þau, svo sem bændur, versl- anir og mjólkurbú víðsvegar um ríkið. Þá stofnuðu þeir Willey sér- stakt fyrirtæki til þess að fram- leiða þessi segulbönd, og nefnist það „Pied Piper Records“. Segul- böndin hafa reynzt ágætlega víða til þess að fæla rottur. NÚ SKAL nefna annan mann, er D. E. Ellis heitir og á ákaflega stór býflugnabú í Iowa, Costarica, Nicaragua og Panama, og selur framleiðslu sína, hunangið, aðal- lega til Vestur-Þýzkalands. Margs ber að gæta til þess að býflugnarækt geti gefið góðan arð. Meðai anrars verður að „sefa'* flugurnar, ef þær ætla að gerast órólegar, og á það einkum við þeg- ar ný bú eru stofnuð, eða gömlum búum skift. Menn höfðu tekið eft- ir því fyrir löngu, að þetta var hægt, og höfðu af handahófi fund- ið upp jmsar aðferðir til þess, svo sem að berja bumbur, hringla með tómum blikkfötum og reykja ianga vindla. Þetta voru ekki vísindalegar að- ferðir, en Ellis vildi ekki ganga fram hjá þeim að óreyndu. Hann komst að því, að ýmis konar glam- ur virtist sefa býflugurnar, en tóbaksreykurinn gerði ekki neitt gagn. Ellis komst að því, að það var soghljóðið er menn tottuðu vindilinn, sem hafði góð áhrif á býflugurnar, en ekki reykurinn. Þetta soghljóð heyra menn varla, en það lætur víst nokkuð hátt í hlustum býflugnanna. Ellis kom nú í hug að taka á segulband ýmis soghljóð og lág blísturshljóð og vita hvernig það gæfist. Fekk hann í lið við sig Kaiser Wilhelm Institute í Þýzka- landi, sem þá var nýlega endur- reist, og fekk hjá því nokkur segul- bönd Hafa þau reynzt ágætlega til þess að sefa býflugur, ef einhver órói kemur að þeim, og við það hefir framleiðslan aukizt. . Margir sérfræðingar segja, að segulbönd muni verða hægt A nota með góðum árangri í barait- »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.