Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 527 í drykkjarvatni er, leiti til tann- anna og blátt áfram verji þær skemmdum. Var svo komið áður en seinni heimsstyrjöldin hófst að farið var að gera tilraunir um blöndun fluorins í drykkjarvatn, sem áður var snautt af því. Kom þá í Ijós, að menn höfðu ekkert illt af því að drekka þetta vatn, en á hinn bóginn urðu tennur í því fólki traustari. Það kom líka í ljós, að dökkur litur kom ekki á tennurnar, nema því aðeins að meira væri af fluorin í drykkjar- vatninu en nauðsynlega þurfti tii þess að halda tönnunum heilbrigð- um. Svo var það árið 1945, að til- raunir um þetta voru gerðar í stór- um stíl í Bandaríkjunum og Kan- ada. Fluorin var blandað í drykkj- arvatn borganna Grand Rapids í Michigan, Newburgh í New York- ríki og Brantford í Ontario. Var upphaflega ætlunin að halda þess- um tilraunum áfram í tíu ár, en löngu áður var árangurinn af þessu farinn að koma í Ijós, og hann er í því fólginn að börn í þessum borg- um höfðu heilbrigðari tennur en börn í öðrum borgum. Þá tóku fleiri borgir það til ráðs að blanda fluorin í drykkjarvatn sitt. Og árið 1951 mælti samband amerískra tannlækna með þessari nýbreytni. Mest áhrif hefir fluorin á tenn- ur barna meðan þau eru að taka þær. Það er eins og það dragist þá til tannanna og festist þar um leið og þær vaxa og sameinist kalk- mynduninni í þeim. Reynsla Ameríkumanna hefir sýnt að fluor- in er líklegast til þess að koma í veg fyrir tannskemmdir, ef börn fá það á aldrinum 1—9 ára, og þær tennur endast einnig miklu bet- ur en aðrar, vegna þess að fluor- inið situr fast í þeim. Á hinn bóg- inn virðist fluorin hafa lítil sem engin áhrif á tennur í fullorðnu fólki. Ekki gekk það hljóðalaust af að taka upp þessa nýbreytni, því að sumir voru reiðir og sögðu að bæ- aryfirvöldin hefði ekki neinn rétt til þess að blanda einhverri ólyfj- an í drykkjarvatnið, þeir vildu fá vatnið eins og það kæmi frá náttúr- unni. En þessum mönnum skildist það eigi, að hér var aðeins verið að bæta úr ágalla frá náttúrunnar hálfu, þar sem drykkjarvatnið hafði eigi blandast hæfilega miklu af fluorin úr jarðveginum. Það kom líka í ljós, að undir ströngu eftir- liti er engin hætta á því, að meira verði af fluorin í vatninu en góðu hófi gegnir. Nú er það kunnugt, að tann- skemmdir eru hinn algengasti kvilli meðal mannkynsins. Það eru ekki nema svo sem tveir af hverj um hundrað mönnum sem sleppa við þær um ævina. Þetta er ekki talinn hættulegur sjúkdómur og verðum engum að bana, en hann getur haft sína fylgikvilla, sem hættulegir eru heilsu og lífi. í tannskemmdunum myndast eitur, sem fer út í líkamann og getur valdið heilsutjóni. Mjög er það mismunandi hve snemma tennur skemmast. Sum börn taka skemmdar tennur Sums staðar er ástandið svo að hvert fimm ára gamalt barn hefir að meðaltali fimm skemmdar tennur. Og margir hafa misst allar tennur sínar áður en þeir náðu þrítugs- aldri. Það hefir því stórkostlega þýðingu fyrir mannkynið, ef unnt væri að draga úr tannskemmdun- um að miklum mun. Árangurinn af því að blanda fluorin í drykkj arvatn bendir ótvírætt til þess að þetta sé hægt. En hver er þá kostnaðurinn við það? Á nokkrum stöðum í Bret- landi hefir fluorin verið blandað í drykkjarvatn á undanförnum ár- um, svo sem North Shields, Ips- wich og Reading. Þar er blandan SÁLVÍSINDI MAÐUR verður í sannleika i gæta sín fremur fyrir vísindaleg um ágizkunum en hinum, sen eru siðferðilegs eðlis, því að vís indaleg. reynsla mannsins hefii átt sér miklu skemmri aldur er sálfræðileg reynsla hans. Nýai sannreyndir finnast aftur og aft ur innan vébanda vísind anna, og þær knýa oss til a? endurskoða algerlega fyrri hug myndir vorar. Saga vísindann; er sett saman úr slíkum bylting um. Frumeindakenningin, hreyfi aflskenningin, smáagnakenning arnar um rafmagn, um orku og ljós, um geislavirkt efni og af stæðiskenningin hafa smám sam an gerbreytt vísindalegu sjónar miði voru. Framtíð vísindanna ei ætíð á valdi nýrra uppgötvana of nýrra kenninga. Vísindin um efn ið eru ekki tvö hundruð ár< gömul, þar sem vísindin un manninn eru hins vegar meiri en fimm þúsund ára gömul. Sál arfræði, sem grundvölluð var f reynslunni, hafði náð miklun þroska á tímum þriðju konungs ættar Egyptalands, og mikli heimspekingar, sem uppi von fyrir tuttugu og sex hundruð ár um, létu í ljós þekkingu á mann inum, sem enginn hefir ennþ farið fram úr, en menn hafa að eins staðfest á vorum dögum. Þa< má þess vegna með rökum ger ráð fyrir því, að áætlanir og ge gátur siðferðilegs eðlis séu mikl traustari en hinar, sem eru vís indalegs eðlis, enda þótt hina fyrnefndu verði ekki sýndr 'tærðfræðilega. (Stefnumark mannkyns þannig að einn hluti af fluorin e notaður í milljón hluta af vatni. Kostnaðurinn við þetta er talinn vera um 4 pence á ári á hvern borg- arbúa, og í mesta lagi 1 shilling. Og það er kostnaður sem ekki er horfandi í, þegar um það er að ræða að varðveita tennur barn- anna. (Úr „The World of Water“. Lundúnum).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.