Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1957, Page 16
628 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN BRIDGE A Á K 4 V Á 10 3 ♦ K 7 5 2 + Á K 3 * 75 V D 7 5 * D G 10 9 * 8 5 4 2 A G 10 9 8 V G 8 6 4 ♦ 843 * 9 6 N V A S A D 6 3 2 V K 9 2 ♦ A 6 * D G 10 7 S — N komust í 6 grönd og það er rétt sögn. S er sagnhafi. Út kom TD. Nú sér S að hann á 11 slagi vissa og 12 ef spaðarnir eru 3—3. En ef það bregst verður að reyna að vinna á annan hátt, og hvern litinn skal velja? S á að byrja á því að taka 4 slagi á lauf og fleygja spaða úr borði í sein- asta slaginn. Síðan tekur hann slagi á SÁ og SK og slær svo út lágtígli og lætur V fá þann slag. Þá eru þessi spil á hendi: A — ¥ Á 10 3 ♦ K 7 * - * 10 9 ¥ G 8 6 ♦ — * — A D 6 ¥ K 9 2 ♦ — + — A — f D 7 5 ♦ G 10 JL — N V A S V þorir ekki að spila hjarta og verð- ur því að slá út tígli, og í hann verður A að fleygja hjarta. S kemur sér nú inn á HK og slær út SD, og nú verður V að fleygja sér í óhag, annað hvort tígli eða hjarta, og er sama hvort hann ger- ir, S á slagina sem eftir eru. STILLTTi ÞIG! Guðbrandur Vigfússon fór í Bessa- SOGSVIRKJUNIN. Mynd þessi er frá Efra Sogi, þar sem hin nýa orkustöð á að rísa. Á miðri myndinni sést hvar verið er að sprengja fyrir grunni stöðvarhúss ins. Uppi á bakkanum sjást hús þeirra, sem vinna við virkjunina. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). staðaskóla 1844 og er lítið um skóla- veru hans að segja. En 1849 útskrifað- ist hann með bezta vitnisburði og var um allt prýðilega að sér, en sérstak- lega hafði hann lagt stund á grísku, og því er sagan þegar hann var uppi grískunni til burtfararprófs hjá Sveinbirni Egilssyni, að hann var bú- inn að þýða í einu vetfangi, áður en Sveinbjörn áttaði sig, og þá var það sem hann sagði við Guðbrand: „Stilltu þig, gæðingur!" (Dr. Jón Þork.) BAÐSTOFUÁST Eg hefi þekkt vel efnaða konu, sem hafðist við í einhverju því versta bað- stofuhreysi, sem eg hefi nokkurn tíma komið inn í. Þar var svo dimmt, að eg, sem hafði óvenjulega góða sjón á æsku -árum mínum, sá þar ekki á bók um hádegisbilið að vetrinum. Veggirnir voru óþiljaðir, en eitthvað tvær fjalir voru negldar á stoðirnar fyrir ofan rúmin, og á þær fjalir lagði rakinn þykka, fúla mygluskán. Gangurinn milli rúmanna var álika breiður og flór milli fjósbása. Allt var eftir þessu. Konan átti uppkomin börn, sem voru hjá henni, og þau sárlangaði til að rífa baðstofuna og byggja nýa. Þau langaði til að fá svo mikið rúm inni, að hægt væri að snúa sér við. Þau langaði í hreinna loft en moldar- og myglufýl- una. En móðir þeirra treysti sér ekki til að una lífinu nokkurs staðar annars staðar en í þessari baðstofu, sem hún hafði svo lengi dvalið í. Og börnin urðu að draga að fá sér nýa baðstofu þangað til móðir þeirra var dáin — og hún varð allra kerlinga elzt. (Einar H. Kvaran) ROÐSKOR Steinbíturinn er víða á Vestfjörðum aðal-fiskæti manna; er hann hertur en þó stundum saltaður og hafður í súpu- mat á vetrum. Beinin eru brúkuð fyrir kýr og fé, og eins harðir steinbítshaus ar; þegar fisklítið er, taka menn þó oft kinnfiskinn úr hausum, áður en þeir eru gefnir skepnunum. Steinbítsroð er alls staðar hér um slóðir notað í skó leður á vetrum, kvenfólk notar og víð; roðskó á sumrum. Eins og geta má nærri eru roðskór ekki sérlega hald- góðir, og þegar menn fara langa leið gangandi, þurfa þeir að hafa með sér heila kippu af roðskóm. Eg hefi heyrt menn vestra — líklega í spaugi — ákveða lengd fjallvega með því að segja, að það væri svo og svo margra „roðskóa heiði“. (Þorv. Thoroddsen)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.