Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 1
Elztu borgarar þessa heims eru grenitré SVO HEFIR verið talið fram að þessu, að „sequoia“-trén í Kali- forníu væri elztu borgarar á jörðu hér. Af þeim eru til tvær tegundir. Er önnur nefnd „sequoia gigantea" (trérisinn), en hitt „sequoia semp- ervirens" (eða tréð ævarandi). Það nafn hefir það fengið vegna þess að þótt það sé höggvið, sprettur nýtt tré upp af rótum þess, en hin trén vaxa aðeins upp af fræi. Og þótt trén geti orðið svo risavaxin, sem nafnið bendir til, er fræ þeirra örsmátt eins og mustarðskorn. „Sequoia sempervirens" verður ekki jafn gamalt og hitt, þrátt fyr- ir nafn sitt, en þó hafa fundizt tré, sem eru allt að því 2200 ára gömul. Risatrén eru miklu eldri, og eru nú 45 ár síðan að Ellsworth Hunt- ington tók sér fyrir hendur að rannsaka aldur þeirra. Voru þá mörg tré felld og árshringar í stofn- unum taldir. Fjögur þeirra reynd- ust þá vera 3000 ára gömul. Eitt tré, sem fellt var árið 1892, reynd- ist yfir 3212 ára gamalt. Annar fræðimaður, John Muir að nafni, vann að rannsóknum á aldri trjánna þarna um 1880. Maðal / Hvífufjöllum Eitt af elztu trjánum, feyskið, en þó lifandi. annars rannsakaði hann þá stofn á tré, sem brunnið hafði, og taldist honum svo til, að það mundi hafa verið 4000 ára gamalt. Þó gat hann þess, að árshringarnir hefði verið í Kaliforníu mjög ógreinilegir og illt að telja þá. Síðan hefir oft verið leitað að leifunum af þessu brunna tré til þess að reyna að ganga fyllilega úr skugga um aldur þess, því að nú hafa verið mjög endurbættar að- ferðir til þess að telja árshringa. En leitin hefir ekki borið neinn árangur, og verður rannsókn Muirs því ekki talin óyggjandi. Talið er, að stærstu risatrén muni vera elzt allra. Þeirra á með- al er tré það, er Bandaríkjamenn hafa gefið nafnið „General Sher- man“. Það er algjörlega friðheil- agt. Árið 1930 rannsakaði dr. A. E. Douglas það eins nákvæmlega og honum var unnt. Komst hann að þeirri niðurstöðu að tréð mundi 3500 ára gamalt. Með öðrum orð- um, það hefir verið farið að gægj- ast upp úr moldinni áður en Móses fæddist. Þrátt fyrir þennan háa aldur eru engin ellimörk á þessum risatrjám, og sérfræðingar segja að allar likur mæli með því að þau muni geta lifað fram um alda- mótin 5000. Samkvæmt því ætti þau að vera cvo sem miðaldra nú! En nú hafa nýlega fundizt önn- /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.