Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Blaðsíða 16
200 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE *KG9 V Á 8 6 2 ♦ Á G 10 2 + 8 5 BORGIN VEX OG HÍISIN STÆKKA. — Hér er mynd af stóru hverfi, sem er að rísa upp í Vogabyggðinni í Reykjavík, og er þetta þó aðeins eitt hverfi af mörgum nýum, sem eru í smiðum. Myndin gefur nokkra hugmynd um hve mikið er byggt í Reykjavík, enda þarf hér að halda á spöðunum, bæði vegna mjög örrar fólksfjölgunar í borginni og til þess að útrýma hinum gömlu ibúðum, sem ekki eru taldar íbúðarhæfar. Menn gera æ meiri kröfur um heilsusamlegar ibúð- ir og er nú svo komið að vart þykir mannsæmandi að búa í sams konar ibúðum og hér voru algengastar um aldamótin. En það er ekki aðeins að nýum húsum fjölgi hér, heldur fara þau stöðugt stækkandi og sum svo há, að ýmsum þykir djarflega teflt í jarðskjálftalandi. Vonandi eru húsin svo traust, að þau þoli þá jarðskjálfta er hér koma, en miklð reynlr á þau ef snarpir kippir verða. 4b Á D 8 3 V 3 ♦ K D 7 6 + Á G 9 4 S sagði 7 tígla og H K kom út. Það er fljótséð, að nota verður trompin -á hendi til þess að drepa hjörtun, sem eru í borði og ná svo út trompum and- stæðinga á trompin í borði. Slagurinn er tekinn með H Á og út kemur hjarta og *r trompað. Borðinu er komið inn á spaða og aftur kemur hjarta og er trompað. Nú er borðinu komið inn á tromp og seinasta hjartanu slegið út. Borðinu er svo komið inn á spaða, og nú má taka trompin af andstaeðingun- um, en S fleygir laufunum og á svo slagina sem eftir eru. FORSPA SÍMONAR DALASKÁLDS Þegar Sigurður Pálsson frá Gaul- verjabæ var á læknaskólanum í Reykja -vik, bar eitthvert sinn saman fundum þeirra Símonar Dalaskálds. Símon var maður forvitinn og spurull og hanr spurði: „Hver ertu? Hvaðan ertu? Hvað gerirðu?" Þegar Sigurður hafði ieysl úr því, kom þessi vísi hjá Simoni: Ber Sigurður burinn PáP blómann ekki ringa, verður ljúfur lundu læknir Skagfirðingr.. Sigurður lauk læknisprófi 1894, íoi þa til Kaupmannahafnar og starfaði i spitölum um nær tveggja ára skeið. Árið 1896 var hann settur læknir í Skagafjarðarsýslu. Nokkru siðar hitti hann Símon og minnti hann á visuna. Þá sagði Símon: „Þarna sérðu hvort eg er ekki spámannlega vaxinn“. ARNAREGG Ein sögn er það, að ef látið er gull í arnarhreiður, komi úr öðru egginu lausnarsteinn, en úr hinu flugdreki; og er þessi saga sögð þar um til sanninda- merkis. Maður hét Jón; hann bjó á Lambhaga í Borgarfirði. Hann var ágætur skotmaður; það er sagt að hann hafi gert það til leiknis, til að reyna hvort það væri satt, að dreki kæmi úr arnareggi, að hann lagði gull undir arnarhreiður, annaðhvort í Leirárey eða Bakkahólma. Fleiri voru í vitorði um þetta, og vöruðu þeir hann við að gera það, því illt gæti af hlotist. Jón sagðist mundu ábyrgjast allt það tjón, sem af því leiddi, og ráða óvættina af dögum, eí til þess kæmi. Jón vitjaði síð- an um hreiðrið við og við; en einu sinni þegar hann kom, sá hann dálítinn dreka nýskriðinn úr öðru egginu. Eftir það leið mánaðartími, að ekki varð vart við neina hreyfingu á honum. Einn dag þar á eftir sáu menn, að dreki þessi flaug úr hreiðrinu og upp í Bakkanes, og sat þar stundarkorn; síðan flaug hann upp þaðan, en hremmdi um leið veturgamalt tryppi í nesinu, og flaug með það í klónum suður yfir Leirár- voga, suður í Arkarlækjarnes. Við þessi undur urðu menn hræddir og skorðu nú á Jón, að efna nú orð sín og fyrirkoma drekanum. Jóni tókst það loksins eftir langa mæðu; en það sagði hann síðan, að ekkert skot hefði unnið á drekanum, fyr en hann hefði skotið á hann með silfurhnöppum, sem hann skar af peysunni sinni. (Þjóðs. J. A. eftir sögn séra Jóns Jakobssonar í Ás- um, er ólst upp á Melum)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.