Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 1
Gasstöðin kveður EIN af einkennilegustu bygging- um Reykjavíkur er að kveðja. Það er Gasstöðin hjá Hlemmtorgi, og hefir hún ekki náð fimmtugsaldri. Þetta var eitt af hinum fyrstu stór- fyrirtækjum, sem Reykjavík réðist í, og þess vegna á hún það skilið að hennar sé minnzt um leið og hún hverfur, enda á hún sér all- merkilega sögu og var mjög um- deild á sínum tíma. Þeim, sem muna Reykjavík rétt eftir aldamótin, mun einkum vera tvennt minnisstætt, hvað göturnar voru óþrifalegar og hve lélega þær voru lýstar. Þá voru hér steinolíu- Ijósker á stangli og báru afar litla birtu, svo að sumir kölluðu þau fremur villuljós en götulýsingu. Þorri manna haf ði þó ekki átt betra að venjast, fannst þetta sæmilegt og engin ástæða væri til þess að breyta um. Vaninn er sterkur þeg- ar hann er orðinn rótgróinn, og ný- ungagirni var ekki áberandi eigin- leiki í fari aldamótakynslóðarimiar í Reykjavík. Það var ekki fyr en upp úr 1906 að menn fara að rumska og hugsunarhátturinn að breytast. Frimann B. Arngrímsson kom hingað frá Vesturheimi árið 1894 og hafði meðferðis tilboð frá The General Electric félaginu um að koma hér upp rafstöð fyrir bæinn og höfnina. Átti hún að kosta 2500 gulldollara, en því tilboði var auð- vitað hafnað. Ári seinna kom hann með annað tilboð frá tveimur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.