Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Page 4
m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kynni að skemma fisk fyrir sér. Til þessa þóttu að vísu ekki miklar líkur, en samt ekki óhugsandi að bagalegt gæti verið að hafa gas- stöðina þarna. Og þar sem Ásgeir veitti mikla vinnu, vildi gasnefnd ekki eiga neitt á hættu eða tefla í tvísýnu. Fyrir því var afráðið að flytja stöðina lengra burt. Því næst var keypt lóð af Sveini Jónssyni bæarfulltrúa fyrir 8850 krónur, og síðan makaskipt 4 henni og lóð, sem hf. Iðunn átti. Þessi Iðunnarlóð var hluti af þeirri lóð, sem klæðaverksmiðjan hafði verið reist á. Iðunn hafði fengið fullt afsal fyrir allri lóðinni af hálfu bæarstjórnar, og eftir þeim lóðarhluta, er bærinn nú fekk, hafði félagið gert veg, með sérstöku samþykki bæarstjórnar, og notað lóðina með þeim hætti. Nú var því haldið fram á bæar- stjórnarfundinum, að bærinn hefði átt að taka þessa lóð endurgjalds- laust, vegna þess að félagið hefði vanrækt að girða hana. Um allt þetta urðu hvöss orða- skipti á fundinum og stóðu umræð- ur fram á nótt, en málalok urðu engin. Þessi eldur, sem kviknaði þarna á fundinum, breiddist skjótt og með miklum æsingi um allan bæ. Menn skiptust í tvo flokka, með og móti gasstöðinni. Menn deildu um hvort betra væri að hafa gasstöð eða rafmagnsstöð og virtist sem rafmagnsmenn væri alls ekki í minnihluta meðal almennings. í blöðunum komu margar greinir um málið. Menn töluðu um að halda borgarafund og jafnvel að kæra til Stjórnarráðsins út af að- gerðum borgarstjóra og gasnefnd- ar. — Isafold hafði sagt nokkru áður: Enn má kippa að sér hendinni. Ýmsir bæarbúar mundu helzt kjósa það. — Fyrir tveimur árum var þeim sagt, að eina ráðið væri að fá raforku framleidda með kol- um. Og bæarstjórn gerði samning um það. Nú er þeim sagt að ekki sé nokkurt vit í því, eina ráðið sé að fá gas, bæði til lýsingar og elda- mennsku. Og bæarstjórnin hefir samið um það. Jafnframt fullyrðir maður, sem er einn þeirra fáu, sem sérþekkingu hefir, að ekkert vit sé í því að koma upp gasstöð. Vér eigum að fá rafljós, ekki úr kolum, heldur úr Elliðaánum.------------ Þeir, sem fylgdu gasstöðinni báru því við, að ekki mætti virkja Elliðaárnar, því þá mundi laxveið- in hverfa, en hún gæfi nú af sér 7200 kr. á ári. Það væri ekki heldur heppilegt að hafa rafmagn til ljósa, því að engin þörf væri fyrir það á sumrin, en stöðin yrði að vera í gangi fyrir því. Rafstöð yrði þvi starflaus og arðlaus mikinn hluta ársins. Gasið væri jöfnum höndum notað til suðu og ekkert uppihald þyrfti að vera á framleiðslu þess, en mætti minnka hana og auka eft- ir þörfum. Rafmagnið væri svo dýrt, að það væri ekki fyrir hina efnuðu. Gasið væri fyrir alla. Páll Einarsson borgarstjóri sagði' Eg var upphaflega með rafljósum. Mér hafði þótt vænt um þau í Hafn -arfirði. Og mér hafði verið talin trú um, að þau væri að útrýma gasljósi. — Verkfræðingar hafa rannsakað Elliðaárnar og tafar- laust horfið frá því að hugsa um lýsingu þaðan. Olíustöðvar yrði líka allt of dýrar. Gasstöðin er afl- vaki, sem nota má til að framleiða rafmagn til að fullnægja þeim, er heldur vilja rafljós, en þeir verða fáir. Hann sigraði í þessu máli. Hinn 17. júlí 1909 var honum falið að undirskrifa samningana við Francke og jafnframt var gasnefnd falin umsjá með verkinu. Bygging gasstöðvar hafin í september 1909 var bygging gasstöðvarinnar hafin og jafnframt var byrjað á því að leggja gaspípur í götur bæarins. Var svo verkinu haldið áfram af kappi, svo stöðin var fullger í júní 1910. Þá höfðu um 200 heimili beðið um gas, og mundu hafa verið fleiri, ef ýmsir hefði ekki verið svo illa á vegi staddir að þeir gátu ekki greitt heimæðina. Kveikt var á götuljós- kerum í fyrsta sinn 1. sept. 1910 og voru ljóskerin þá 207, eða nær helmingi fleiri, en þau höfðu verið áður. Þeim var dreift á 14 km. svæði, en götur bæarins voru bá alls 16 km. Var fyrst í stað látið loga á þeim öllum frá því er rökkva tók og fram til miðnættis. en síðan látið loga á þriðja hver^u ljóskeri alla nóttina. Kostnaður við hvert ljósker var hinn sami og ver- ið hafði við steinolíuljósin, eða 27 krónur á ári. En menn fundu fljótt muninn, sem á varð. Nú var Reykjavík uppljómuð borg. Nu komu skær ljós í búðarglugga og vörpuðu birtu út á göturnar, og í búðum og samkomuhúsum virtist álíka bjart og um miðjan dag. Það voru viðbrigði. En þó urðu við- brigðin mest á heimilunum. Þau urðu nú eigi aðeins bjartari og þrifalegri en áður, heldur losnuðu og húsfreyur að miklu leyti við að elda í kolavélum. Allt þetta, hafði góð áhrif á skaplyndi manna, svo að úlfaþyturinn út af gasstöðinni hjaðnaði bráðlega niður, þegar menn höfuð reynt kosti hennar. ísafold kom þá að máli við Pál Einarsson borgarstjóra. „Þér hafið átt í stríðu að standa út af gasinu, mótstaðan verið mikil“, sagði blaðamaðurinn. „Ójá. Ekki er því að neita“, svar- aði hann. „En það hefi eg lítið látið á mig fá, því að eg hef verið og er sannfærður um, að gasið er miklu hagkvæmara fyrir bæinn að öllu leyti en rafmagnið, sem svo mjög hefir verið teflt á móti gasinu. Gas-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.