Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 nögl sér, hafi þá gefið hjúunum heilt sauðarfall. Þetta heitir vistarbiti, sem hjúinu er gefið með sér. Uppstigningardagur 15. maí. Ef þann dag er úrkoma og góðviðri, boðar það gott árferði. En ef þá er glatt sólskin, boðar það grasbrest um sumarið. , Hvítasunnudagur 25. maí. Gömlum mönnum þótti það góðs viti ef kaldir og heitir dagar voru á víxl um Hvítasunnu. Annars var sama spa um Úrbansmessu og Hvítasunnu að ef þá væri sólskin og gott veður, boðaði það mikinn gróður, en illviðri boðaði uppskerubrest, eins og hér segir: Hvítasunnuregn mun sjaldan sýna nema ávöxt kaldan. Nú vill svo til, að þessir dagar eru samferða, og ætti þá spáin að vera enn öruggari. Ýmislegt í þjóðtrúnni er bundið við Hvitasunnu. Ekki er til svo vond vætt- ur eða hamramt tröll, að ekki sofi um sólaruppkomu þann morgun. — Til þess að koma upp tilbera, varð kona að stela dauðsmanns beini í kirkjugarði á Hvítasunnumorgun. — Þórshamar, sem á að vera úr klukkukopar, skal hertur í mannsblóði á Hvítasunnudag milli pistils og guðspjalls. — Hvíta- sunnan er eini dagur ársins að fálkinn ofsækir ekki rjúpuna. —oOo— Búmannsklukka Eftir venju var klukkunni flýtt um eina klukkustund í apríl, svo nú er hér svokallaður sumartími. En gott og gam- alt nafn er búmannsklukka, og er kom- ið af því, að áður en klukkugangur var lögfestur hér á landi, höfðu margir bændur klukku sína stundum 2—3 stundum á undan sól á sumrin og fóru þar að heilræði Hávamála: Ar skal rísa sá, er á yrkjendur fáa og ganga síns verka á vit. Margt of dvelur þann of morgun sefur. Hálfur er auður und hvötum. Það þótti því búmannssiður að klukka væri fljót, og þar af kemur nafnið búmannsklukka. En sumir bændur höfðu það einnig til að lengja daginn, með því að seinka klukkunni þegar kom fram yfir hádegi, og flýta henni svo aftur þegar farið var að hátta. Á þetta bendir vísan: Stundaklukkan kostarik knúð af sköpum norna, er á kvöldin lúnum lik, leikur sér um morgna. Nú er ekki alltaf verið að hringla með klukkuna, henni er aðeins breytt tvisvar á ári. Alls staðar þar sem minnst er á klukkuna í almanakinu, er átt við ís- lenzkan miðtíma. En hvað er íslenzkur miðtími? 1 ritgerð 1937 skýrði dr. Þor kell Þorkelsson þetta svo: Almenningur mun telja að rétt klukka eigi að vera 12, þegar sólin er í hásuðri. En það er ekki heppilegt og naumast mögulegt, að láta klukkuna ganga nákvæmlega eftir sól, því að sólarhringar eru ekki jafn langir. Því hefir það ráð verið tekið, að láta klukk- urnar alltaf ganga hnífjafnt, og þó svo nálægt sól sem unnt er. Þá sýnir klukk- an svonefndan miðtíma þess staðar, sem hún er á. íslenzkur miðtími er sá tími, sem rétt miðtímaklukka sýnir á 15 st. vl. frá Greenwich, og á að fara eftir þeirri klukku alls staðar á íslandi, en hann er 27 mín. 43,2 sek. á undan mið- tíma Reykjavíkur. í daglegu tali er rétt klukka eftir íslenzkum miðtíma, nú oft nefnd símaklukka. — í almanak- inu eru kallað miðdegi þegar síma- klukkan er 12, en hádegi þegar sól er í hásuðri. — Almanakið er líka reiknað út eftir hnattstöðu Reykjavíkur. En hún er ekki alls staðar sú sama, vegna þess hve stór borgin er orðin. Er þvi miðað við merkisteininn á Skólavörðu- holtinu, rétt hjá Leifsstyttunni. Þar er hnattstaða Reykjavíkur 64 gr. 8,4 nbr. og 21 gr. 55,8 vl. VarRsamt að fljúga háti ÞAÐ hefir verið viðkvæði um nokk- urra^ára skeið, að allir geti ferðast með flugvélum, ef þeir eru á annað borð svo brattir, að þeir geta gengið út að flugvélunum. En þetta er ekki rétt, segir Dr. Russell J. Vastine, sér- fræðingur í flugferðum, í grein sem hann ritaði nýlega í tímaritið „Sky- ways“. Hann segir, að þegar flugvélar fara hátt og hafa engan útbúnað til þess af. þétta loftið í farþegaklefanum eða blanda það ildi, þá verði loftið svo létt og ildislítið, að mikið reyni meira en áður á störf hjartans og blóðrásina. Hraustir menn muni lítið verða varir við þetta, en það geti riðið hjartaveil- um mönnum að fullu. Sumir geti feng- ið slag af þessu, og hætt sé við að líði yfir menn, sem eru með sykursýki. Á vanfærar konur geti þetta haft þau áhrif, að þær taki jóðsótt, enda þótt ekki sé komið að því. Fólki, sem þjáist af blóðleysi, sé og hætt, vegna skorts á ildi í andrúmsloftinu. Hann segir og að menn sem hafa geðveilur, eru með sótthita, eða hafi gengið undir holskurð nýlega, ætti ekki að ferðast með flugvélum, þar sem loft er ekki þéttað í farþegaklefa. En sé þess gætt að þétta loftið í flug- vélinni hæfilega eftir því sem hún hækkar flugið og hafa í því nóg ildi, þá er mönnum ekki hættara þar en annars staðar. ----0---- IJmhverfi s^jarnanna A FUNDI félags bandarískra stjörnu- fræðinga (American Astronomical Society) sem haldinn var fyrir skemmstu, skýrði dr. Gerard P. Kuiper frá Yerkes stjörnurannsóknastöðinni í Wisconsin frá því, að hann hefði sann- prófað að í skýunum, sem sjást yfir Venus, sé ekki vatn, eins og í skýun- um yfir jörðinni, heldur sambland af kolefni og ildi (C3 02). Hann kvaðst einnig hafa komizt að því, að kolsýra sé í gufuhvolfi Marz, eins og menn höfðu reyndar þótzt kom- ast að 1947. í andrúmsloftinu á jörð- inni er einnig nokkuð af kolsýru, sem aðallega stafar af útöndun manna og dýra, en jurtir gleypa aftur í sig. Þá sagðist dr. Kuiper hafa komizt að því, að tvö af tunglum Júpiters sé snævi þakin. Annað þeirra er nokkru dekkra en hitt, en það sagði hann stafa af því, að kísilaska hefði dreifzt yfir snjóinn. Rannsóknir hans á hringum Satúrn- usar þykja sanna það, sem áður hafði komið fram, að þeir sé úr snjó eða ís- krystöllum. Áður fyr höfðu menn hald- ið að þeir væri úr ryki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.