Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 2
394 LESIÓK MORGUNBLAÐSINS enn tíðkast. Það var gert úr elti- skinnum húsdýra og villtra dýra, og höfðu skinnin verið rökuð áður. Ekki var sama hvaða skinn voru notuð. Sennilega hafa nautshúðir ekki þótt góðar, vegna þess að þær urðu fljótt hráblautar í sjónum, en þynnri skinn voru betri að þessu leyti. Líklegt er að þeir hafi notað skinn af rauðhjörtum, úlfum, mörðum og jafnvel refum. Það var mjög nauðsynlegt að skinnin væri alltaf voðfelld þegar rifa þurfti segl eða fella. Líklegt er að siglu- tréð hafi verið naft Jaust, eins og enn er siður, en þegar skyldi sigla hefir siglutrénu verið stungið í stellingu og fest með hornklofum. Á óðali Bantry’s lávarðar í Kilnaruane er gamall hornsteinn og á honum ristur, sem eru mjög merkilegar. Það er mynd af „cur- ragh“. Skuturinn rís þar miklu hærra heldur en seinna varð, og þar í lyftingunni stendur stýrimað- ur og heldur um ár með breiðu blaði, svipaðri þeim stýrisárum sem Eskimóar nota á kvenbátum sínum, og það er eins og árinni sé stungið í gegn um gat á hástokkn- um. Fjórir ræðarar sjást, sinn við hverja ár stjórnborðsmegin. Þetta gæti bent til þess að hver maður hefði róið tveimur árum, en hitt er sennilegra, að ræðararnir hafi verið átta og setið tveir og tveir á hverri þóftu. Til þess bendir og fom mynd, sem Borgia kardínáli hafði átt, og er af skipi þar sem sjást sex árar. Þar sjást ekki nema sex menn, en þeir eiga sýnilega að vera 12, því að þeir tákna postul- ana. Rétt framan við stefni bátsins er markaður kross og tveir kross- ar eru í kjölfarinu. Á páfagarði er gömul rista af skipi og yfir stafni þess er krossmark (en þó laust við það). Það hefir líklega verið venja að setja slík tákn til þess að sýna að skipið væri í kristilegum erind- um. Og þar sem skammt er milli Bantry og Tralee, og þegar þess er einnig gætt hve frægur Brendan varð af sjóferðum sínum, þá virð- ast sterkar líkur benda til þess, að mynd þessi sé af skipi Brendans. Þessi mynd getur ekki verið yngri en frá 8. öld. Og sé þetta rétt, þá sjáum vér að undir lyftingunni hefir Brendan haft afdrep fyrir vistir þeirra, og hefir það verið þægilegra en vera á opnum skinn- báti. Ekki hefir skipið verið sett á flot fyr en rétt áður en lagt skyldi á stað. En hvernig hefir svo út- búnaður þeirra verið að öðru leyti? Þeir hafa haft með sér brons-ketil (svipaðan þeim sem er í Þjóðminjasafninu ; Dublin) og svo eldstæði úr málmi. líkt og enn er notað í „curraghs" í Aran, en það er grunnur málmdiskur, þar sem brennt er mó, en í slíkum langferðum munu menn hafa brennt viðarkolum. Eldstæðið er fest á tvær iárnstengur, sem liggja þvert yfir skipið frá borð- stokk að borðstokk, svo að eldur- inn komist ekki að skinnunum (nú segldúki). Þetta er eina aðferðin sem þekkist til þess að flytja með sér eld á „curraghs“. Sagt er að þeir hafi flutt með sér vatn á leirbrúsum, en það er líklega missögn, því að á öðrum stað segir að þeir hafi haft vatn í belgjum, og það hefir eflaust verið miklu þægilegra 1 slíkum farkosti. Matarbirgðir þeirra hafa verið harðfiskur, kornmatur, jurtarætur og sennilega söl. Hvergi er þess getið að þeir hafi haft föt til skipt- anna. Og svo lagði Brendan á stað frá Kerry. Það var árið 545. oooOooo SAGT ER, að Brendan hafi verið 3 ár í þessari ferð. Hann heimsótti Suðureyar, Orxneyar og Hjalt- land. fór síðan til Færeya, en það- an aftur til Hjaitlandseya. Verður því sleppt hér að segja frá því ferðalagi. En frá Hjaltlandseyum siglir hann svo til íslands, og víkj- um vér þá aftur að frásögn dr. Little: oooOooo ÞAR SEM þessari bók er ætlað að segja nokkuð frá manninum og farmanninum Brendan þeim lönd- um sem hann heimsótti og í hvaða tilgangi hann ferðaðist þetta, verð- ur sleppt öllu því, sem ekki næi neinni átt eða kemur í bág við staðreyndir. Þess vegna er vinsað úr allt sem sagt er um kraftaverk og furður. og því sem þjóðtrúin hefir fléttað inn í söguna. En geta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.