Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 399 Grúsk Enskt mál og vog í VASAALMANÖKUM þeim, sem hér eru gefin út, eru ýmiskonar upplýsing- ar handa almenningi um „Mál og vog í Stóra Bretlandi, Irlandi og Norður- Ameríku“ og hvernig eigi að breyta því í metramál. I sumum þessum almanökum og í Vasahandbók bænda er aðeins talað um „enskt mál“, en margur mun hyggja að það eigi einnig við um mál og vog í Bandaríkjum og Kanada. Þetta er hættulegur misskilningur og getur valdið tjóni þeim, sem kaupa vörur frá þessum löndum, því að nöfn á ýmsum mælieiningum þýða ekki alls staðar hið sama. Og sama mælieining getur verið mismunandi eftir því hvað mælt er. Eg skal taka hér eitt dæmi. Fyrir þúsundum ára kölluðu Keltar á Bretlandseyum eina handfylli bushel. En þetta bushel stækkaði óðum, og í þann mund er Norður-Ameríka var numin, var það orðið svo stórt, að þv> var skipt í 4 peck eða 32 quart. Hvað er þá quart og peck? í Bretlandi jafn- gildir quart 1.36 lítrum, í Bandaríkj- unum hér um bil 0.94% lítra er um lög er að ræða, en 1,10 lítrum ef um þurt efni er að ræða. Nú er bushel mæli- eining á allskonar uppskeru, og stjórn Bandaríkjanna hefir nýlega ákveðið að það skuli vera þungaeining, en ekki lagarmálseining, þannig að eitt bushel af hveiti er 60 ensk pund. En svo nær það ekki lengra. Eitt bushel af baun- um getur verið 24—78 ensk pund og þar á milli, bushel af eplum 44—50 pund, af þurkuðum ferskjum 24—40 pund. Eitt bushel af kartöflum er ákveðið 60 pund í öllum ríkjunum nema Kaliforníu, þar er það 54 pund. — Um Pech er það að segja, að í Bandaríkjunum samsvarar það 8,81 lítra, en í Englandi 9,09 lítrum. Geta má um fleira. Gallon er lagarmál og er talið sam- svara 3,78 lítrum. En svo er til annað Gallon, sem nefnist British Imperial, og það samsvarar um 4,54 lítra. Gross er að jafnaði 12 tylftir, eða 144 einingar, en til er þó stórgross og það er 144 tylftir. Inch (þumlungur) er mismunandi að lengd. England hefir haft sinn þuml- ung, Kanada sinn og Bandaríkin sinn. Að vísu hefir ekki munað miklu á þeim, en þó nóg til þess, að út af þessu hefir verið deila í margar aldir. Nú eru þessar þjóðir að lokum að koma sér saman um ákveðna lengd á þuml- ungnum, og á hann að vera 2,54 senti- metrar. Míla. Ensk sjómíla er 1,85 km, en landmíla 1,61 km. Pint. Ef mælt er þurt efni er það 0.55 lítri, en ef um lög er að ræða, þá er það annaðhvort 0.47 lítrar, eða 0.57 lítrar, en amerískt pint er % stærra. Tonn. Það er tvennskonar. Short ton er 2000 ensk pund eða 907 kg rúm- lega. en Long ton er 2240 ensk pund, eða um 1016 kg. Englendingar eru manna fastheldn- astir á það sem fornt er og bera þess vott nöfn á ýmsum mælieiningum þeirra. Þar er t d. stone (steinn). Nafn -ið er komið af því, að fyrir 5000 árum söfnuðu Egyptar steinum af líkri stærð og notuðu þá sem vogarlóð. En ekki varð það nákvæmt og vogareiningin stone var lengi allt á milli 4 og 20 pund, þangað til það var með lögum ákveðið 16 pund, en nú er það 14 pund, eða 6,35 kg. Foot (fet) er lengd á il manns frá hæl að tá. En nú eru fætur manna mis- jafnlega stórir og því er þetta lengdar- mál mjög á reiki í hinum ýmsu lönd- um. En Englendingar hafa ákveðið með lögum að eitt fet skuli vera 12 þumlungar (enskir). Yard var upphaf- lega lengdin á belti Engilsaxa, en stundum látið samsvara 2 kubit, en það var egypzk mælieining og sam- svarar 1 kubit nú 18 þuml. enskum. Er. svo er sagt að Hinrik konungi fyrsta hafi þótt þetta ónákvæmt mál og bjó til lögskipað yard, en það var lengdin frá nefbroddi hans út á þumal- fingursgóm, er hann rétti út handlegg- inn. Yard er nú rúmlega 0,91 sm. Hand er sama og þverhönd og þannig eru hestar mældir í Englandi enn. Þeir kalla þann hest 15 hendur, sem er 5 feta hár á herðakamb. Nú jafn- gildir hand 4 þumlungum eða 10,6 sm. Span er sama og spönn, var áður látið jafngilda 2 þverhöndum, en er «ú 9 þumlungar eða 22,86 sm. Inch (þuml- ungur) var upphaflega breidd á þumal -fingri manns. En fyrir 600 árum þótti Bretakonungi þetta ónákvæmt mál, svo að hann ákvað að einn þumlungur skyldi vera lengdirí á 3 byggkornum, er lögð voru enda við enda! Nú er einn þumlungur ákveðin Vis úr feti, eða 2,54 sm. Hundredweight er tvennskonar, short 100 pund ensk, og long 112 pund. Acre (ekra) var upphaflega talið það land er eyki nauta gæti plægt á einum degi. En þetta varð allmismunandi eft- ir því hvað nautin voru stór og sterk. Varð oft mikill ágreiningur út af því í kaupum og sölum. Þá ákvað Hinrik VIII að ein ekra skyldi vera 40 rods á annan veginn og 4 rods á hinn. Síðan er ensk ekra talin 160 ferrods. En rod þýðir röð, og er þannig upp komið: Fyrir eitthvað 400 árum töldu þýzkir bændur sig vanhaga um hentuga ein- ingu fyrir landmælingar. Einhver hug- vitssamur maður fann þá ráð til að bæta úr þvi. Hann lét 16 fyrstu menn- ina, sem gengu úr kirkju næsta sunnu- dag, raða sér hve* aftan við annan, og mældi svo lengdina frá þeim fyrsta til hins seinasta. Þetta mál kölluðu þeir svo röð, en það varð að rod á Eng- landi. Lengd hennar hefir nú verið löggilt 16,5 fet, eða um 5,03 metrar. Pace (skref) táknaði upphaflega tvö skref, eða um 5 fet. Rómverjar mældu land þannig og 1000 tvöföld skref köll- uðu þeir „mile“. Þaðan er míla komin og þýðir þúsund. Ensk míla ætti því að vera 5000 fet, en það er hún ekki, heldur 5280 fet. Tvö skref voru einu sinni talin jöfn faðmi, en enskur faðm- ur (fathom) er 1 feti lengri. Ensk míla skiptist því hvorki í pace né fathoms. Hún er sem áður segir 1,61 km, en 1000 enskir faðmar eru 1,83 km. Bucket (fata) er talin 4 gallons. Cable Lenght (festarlengd) er talin 720 fet, eða 219,46 metrar. Nail (nögl) er nú 2,25 þumlungur eða 5,71 sm. Palm (lofi) er 3 þuml. eða 7,62 sm. Rope (reipi) er 20 fet, eða 6,10 metrar. Sack (poki) er 3 bushels eða 0.11 ten.m. Skein (hespa) er 120 yard eða 109.73 metrar. Township (borgarland) er 36 fermílur enskar, eða 93,24 fer- kílómetrar. Á. o—00—o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.