Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 /ðnvæð/ng næstu fjörutíu árin Heimurinn verður gjörbrey ttur um næstu aldamót NAFNKUNNUR brezkur vísindamaður, J. Bronowski, hefir nýlega r-krifað gxein um hvernig sjálfvirkar vélar hljóta að breyta hög- um mannanna á næstu árum, og hvernig muni umhorfs í heiminum árið 2000. Hann er nú forstjóri „Coal Research Establishment" í Rretlandi. Hér er ofurlítill úrdráttur úr greininni. í ÖLLUM iðnaðarlöndum er nú nokkur uggur í mönnum út af hin- um nýu sjálfvirku vélum. Og eg hygg, að ýmsar stórbreytingar á þjóðfélögum sé í uppsiglingu vegna þessara sjálfvirku véla, og hægt sé að gizka á hvernig vélaöldin verður árið 2000. Og það, sem hér er sagt um það, getur átt við stór- styrkur þeirri skoðun. sem fram hefir komið, að Paparnir, sem hér voru fyrir landnámstíð, hafi búið í hellum. Þá er og góð lýsingin á farkosti þeirra, húðskipinu eða „curragh". Hún sýnir að sönn muni vera frá- sögn Landnámu um, að Ávangur hinn írski hafi getað gert sér haf- skip af viði úr Botnsskógum í Hvalfirði. Þá er enn að minnast á mynd- ina af hinum forna segl-„curragh“. Eins og sjá má, er þar hauskúpa af nauti í stafni og hornin á. Nú er þess getið í Landnámu um einn af landnámsmönnum að hann hafi haft nautshöfuð í stafni á skipi sínu. Þetta mun hafa þótt einstæð- ur atburður, því að áin sem hann lagði skipi sínu í, var síðan við þetta kennd og kölluð Þjórsá. Nor- rænir menn höfðu „gapandi höfuð“ og „gínandi trjónur" á skipum sín- um. Það mun hafa verið írskur siður að hafa þjórshöfuð í stafni á skipi. Bendir það til þess, að þótt landnámsmaðurinn væri norrænn að ætt, muni hann hafa dvalizt vestan hafs, og ef til vill hefir hann komið hingað á húðskipi (cur- ragh). Á. Ó. veldi eða iðnaðarborg, hvort sem þar ræður friður eða yfirvofandi stríð, hvort sem þar er lýðræði eða einveldi. Lífið hefir tekið á sig ný- an svip. Fyrst og fremst er nú það, að hver maður hefir þá mörgum sinn- um meiri vélaorku til umráða, heldur en nú er. Búist er við því, að mannkynið muni tvöfaldast á næstu 40 árum, en beizlun orku fer langt fram yfir það sérstaklega í iðnaðarlöndunum. Velmegun þjóð -anna er að miklu leyti undir því komin hve mikil beizluð orka kem- ur á nef hvert. Meginhluta orkunn- ar fá menn nú frá raforkustöðvum, og það hefir þá mikla þýðingu hvernig þessum orkustöðvum er dreift, svo orkan komi að mestu gagni. Nú eru flestar raforkustöðv- ár knúðar kolum. En það er enginn hægðarleikur að koma upp slíkum stöðvum í miðju Indlandi, norður- hluta Ástralíu eða koparbeltinu í Afríku, vegna þess að ógerningur má heita að koma kolum þangað. En árið 2000 verða langflestar rafstöðvar heimsins reknar með kjarnorku. Úraníum eða þunga- vatn hafa í sér rúmlega miljón sinnum meiri orku heldur en kol. Með öðrum orðum, ein smá- lest af slíkum orkugjafa, er til jafns við miljón lestir af kol- um. Þess vegna er hægt að koma þessum orkugjafa á hvern þann stað í heiminum, sem menn kjósa. Þá gerist þess ekki lengur þörf að kakka stóriðjuverum sam- an, eins og nú er í Ruhr, norður- hluta Englands og austurhluta Bandaríkjanna. Og það er ekki þýðingarminnst í þessu máli, að þá verður orkan jafn tiltæk land- búnaði sem iðnaði. í öðru lagi mun á þessum árum verða jafnmikil framför í líffræði og verið hefir í eðlisfræði að und- anförnu. Síðan um aldamót hefir hver stóruppgötvunin rekið aðra í eðlisfræði: rafeindin, afstæði, kjarnaklofning, foreindir, neftrón- ur, mesons — óendanleg röð upp- götvana. En Ijóminn af þessum uppgötv- unum má ekki blinda oss svo, að oss sjáist yfir hvað gert hefir ver- ið seinustu 20 árin til að hefta sjúk- dóma og uppgötva rök erfðanna. En vér erum aðeins að byrja að skilja hvað skeður, þegar vér not- um útrýmingarmeðöl gegn illgresi, þegar vér framleiðum nýjan kyn- blending af korni og þegar oss tekst að útrýma kvikfjárpestum. Með öðrum orðum: vér erum nú að læra tökin á lífeðlisfræði eins og vér höfum áður náð tökum á eðlis- fræði. Og þetta mun segja til sín árið 2000. Tvívegis hefir verið spáð hung- ursneyð vegna offjölgunar mann- kynsins. í fyrra skiptið spáði Malt- hus því um 1800, og í seinna skipt- ið Crookes um 1900. í fyrra skipt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.