Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 Byggðasafn Þingeyinga að Grenjað- arstað var opnað '19.) Danskt fyrirtæki hefir tekið að sér að dæla upp úr Faxaflóa 100 smálest- um af skeljasandi árlega handa sem- entsverksmiðjunni (23.) Keypt hefir verið ný sjúkraflugvél og hefir hún bækistöð sína á Akureyri (23.) Friðberg Jónsson, sem fann upp beituskurðarvélina, hefir nú fundið upp vindu til að draga síldarnet. Hefir hún verið reynd og gefið góða raun (26.) Margvíslegar jarðfræðirannsóknir fara nú fram hér á landi til þess að finna hágnýt efni. Jafnframt er unnið að nýu jarðfræðikorti (27.1 MENN OG MALEFNI Ný umferðalög gengu í gildi, skýrari og fyllri en áður var (1.) Bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að skipa félagsmálafulltrúa, sem á að vinna að bættri aðbúð starfsmanna bæ- arins (4.) Fór fram fyrsta úthlutun úr raun- vísindadeild Vísindasjóðs (6.) Ráðstefna flokksráðs og formanna Sjálfstæðisflokksins var háð í Reykja- vík og sóttu hana um 130 fulltrúar. Var samþykkt og birt stjórnmálaálykt- un fundarins (8.) H. C. Hansen forsætisráðherra Dan- merkur kom hingað á leið til Græn- lands (11.) Félag ungra Sjálfstæðismanna var stofnað í A.-Barðastrandasýslu með 47 mönnum. Jafnframt var stofnuð hér- aðsnefnd Sjálfstæðismanna þar. Guð- mundur Gíslason og Ágústa Þorsteins- dóttir urðu íslandi til sóma á sundmeist- aramóti Norður- landa í Svíþjóð. Með þeim er Jónas Halldórs- son þjálfari þeirra. Seglbátur- inn sem kom frá Ameríku. Litill seglbátur kom til Reykjavík- ur frá Bandaríkjunum eftir mánaðar siglingu. Á honum voru 2 menn og 1 kona. Þau heldu förinni áfram til meg- inlands Evrópu (15.) Háskólinn í New York býður 6 ís- lendingum styrki til framhaldsnáms (15.) Um 90 gestir frá norrænu félögun- um á hinum Norðurlöndunum komu hingað í kynnisför og dvöldust hér um skeið. Voru þá jafnframt haldin vina- bæamót á ýmsum stöðum (16.) Thor Thors sendiherra og kona hans komu hingað til stuttrar dvalar (16.) Islenzku þingmennirnir komu heim frá Rússlandi (18.) Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmála- ráðherra fór til Austur-Þýzkalands í viðskiptaerindum að sögn (18.) Hátíðahöld fóru fram í Öxnadal í /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.