Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 16
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A G 9 4 V 9 8 6 4 ♦ 8 4>A 10 953 A A K 8 7 V K G 10 5 ♦ A K 4 A D 6 N A D 3 V ÁD7 ♦ 10 9 * K G 8 7 4 2 N—S voru í hættu, en komust fljótt 1 4 spaða. Þá sagði A 5 lauf, en S sagði þá 5 tigla. Út kom L Á, sem S trompaði. Síðan tók hann slagi á tvö hæstu tromp í borði, sló svo út SÁ og SK og þar næst L D, sem hann trompaði. Nú kemur hjarta, og 10 úr borði, en A fær slaginn á H D. Nú gat A fengið slag á H Á, en með því móti fríaði hann tvö hjörtu í borði og í þau gat S fleygt tveimur spöðum. Ef A slær út laufi, fleygir S hjarta í það en drepur með trompi í borði. Síðan má V fá einn slag á spaða — og spilið er unnið. EYAN 1 ÁSBYRGI. — Hér rís hún tíguleg og svipmikil, en til beggja handa við hana eru hamragáttirnar tvær út úr urinn inn í byrgið, að standbjörgunum, an hesti“. Sögn er að eitt sinn um úthöf reið Óðinn og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið, renndi til stökks yfir hólmann, á skeið, spyrndi í hóf, svo að sprakk við jörðin, — sporaði byrgið í svörðinn. Ásbyrgi. Um þá eystri liggur akveg- sem eru „kringd, eins og járn und- (Ljósm. ól. K. Magnússon). Tindrar i lundinum ljóragler. Lúta sjást smalar til berja. Hóftungumarkið í miðju er, mannsauga ramara vígi ei sér. Vildi hér nokkur í heimi herja, hefðum vér nokkuð að verja? Einar Benediktsson. Hraunfossar. Fyrir ofan Hlíðarvatn (í Selvogi) eru snarbrattar hamrahlíðar. Fram af þeim hafa 4 stórir hraunfossar fallið, tveir hjá Stakkavík og tveir hjá Herdísarvík. Hraunfossar þessir eru einhverjir hinir hæstu á Islandi, um 800 fet. Hefir það verið ógurleg sjón að sjá, er glóandi hraunið féll fram af hömrunum. Herdísarvíkurhraun hefur fallið í tveim bunum niður af fjall- inu; þar sem hraunleðjan hefir fallið fram af þverhnýptum hömrum, hefur hún ei getað tollað samanhangandi í hlíðinni; ' svo er í eystra fossinum. Vestari fossinn er samanhangandi buna og miklu stærri en hinn. Hraun þetta hefur komið úr Brennisteins- fjöllum og hefur runnið síðan land byggðist. Það hefur hroðalega umturn- ast er það féll út í sjóinn, en brimið er nú búið að eta æðimikið framan af. Stórar gjár og hellar hafa holast út í hraungrýtið. Klungrin í hrauninu við sjóinn, brimlöðrið og sogin í gjánum, allt er mjög stórkostlegt og draugalegt, einkum á kvöldin, enda er sagt að þar sé mjög reimt í Draugagjá og Melvík. (Þorv. Thoroddsen). Krisiján „kiénsmiður“. Fyrir eða um miðja síðustu öld bjó á ísafirði maður sá, er nefndur var Kristján „klénsmiður'. Hann var hag- yrðingur góður, en ölkær nokkuð. — Kvæntur var Kristján og er kona hans sögð hafa verið kofarn í skapi, fekk bóndi hennar því oft orð i eyra, eink- um er hann var við skál. Eitt sinn er sagt að Kristján kæmi kenndur heim á hvítasunnumorgun og hafi þá kona hans, að þeirrar tíðar hætti, ætlað að fara að lesa húslestur. Er hún sér bónda sinn, les hún yfir honum góða skammadembu, og byrjar þvínæst að kyrja sálminn: „Óvinnanleg borg er vor guð“. Kristján tók undir og söng; Óvinnanleg borg er vort sprund, andskotans mikil ferja. Hrellir mig nær á hverri stund, hikar þó við að berja. Tóbakið tekur sitt, til þess að búið mitt allt gangi upp í bráð, engin svo verði ráð, eymdin þá á vill herja. (Sögn Jónasar Guðbrandssonar, Sól- heimum, Laxárdal, Dal.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.